Meintur njósnari fyrir CIA og Mossad dæmdur til dauða í Íran Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2020 09:05 Qassem Soleimani var felldur í loftárás Bandaríkjanna í Írak í byrjun árs. EPA/YAHYA ARHAB Írani sem sagður er hafa útvegað leyniþjónustum Bandaríkjanna og Ísrael upplýsingar um ferðir hershöfðingjans Qassem Soleimani, sem felldur var í loftárás í byrjun janúar, verður tekinn af lífi. Yfirvöld Íran sendur frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að maðurinn, sem kallaður er njósnari fyrir CIA og Mossad, hafi verið dæmdur til dauða. Maðurinn dauðadæmdi heitir Mahmoud Mousavi Majd en að öðru leyti veitti Gholamhossein Esmaili, talsmaður dómsmálaráðuneytisins, litlar upplýsingar um hann. Sömuleiðis liggur ekki fyrir hvenær Majd verður tekinn af lífi. Það mun þó verða innan skamms, samkvæmt frétt Times of Israel. Soleimani var yfirmaður sérsveita íranska byltingarvarðarins og stýrði Quds-sveitum Íran, sem eru þær sveitir hersins sem starfa utan landamæra ríkisins. Hann var í raun einn valdamesti maður landsins. Hershöfðingjar Bandaríkjanna segja Soleimani hafa um árabil herjað á Bandaríkin og bandamenn þeirra í Mið-Austurlöndum. Hann hafi borið ábyrgð á dauða bandarískra hermanna allt frá 2003 þegar Bandaríkin gerðu innrás í Írak. Hann hafi hjálpað skæruliðum þar í landi að smíða sprengjur sem notaðar voru gegn bandarískum hermönnum. Hann var felldur í loftárás, skömmu eftir að hann lenti í Írak þann 3. janúar. Esmaili tengdi þær upplýsingar sem Majd á að hafa veitt CIA Mossad beint við dauða Soleimani og sagði ekki hvaða upplýsingar njósnarinn svokallaði á að hafa veitt. Íranir hefndu fyrir dauða Soleimani með því að skjóta eldflaugum að bandarískri herstöð í Íran. enginn féll í árásinni en margir hermenn hlutu heilaáverka vegna árásarinnar. Sama kvöld, skutu Íranir niður úkraínska farþegaþotu fyrir slysni. Íran Bandaríkin Ísrael Tengdar fréttir 34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01 Leiðtogi Hezbollah kallar eftir aðgerðum gegn Bandaríkjunum Fjórir eru særðir eftir að sprengjum var varpað á herstöð í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. 12. janúar 2020 18:11 Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Írani sem sagður er hafa útvegað leyniþjónustum Bandaríkjanna og Ísrael upplýsingar um ferðir hershöfðingjans Qassem Soleimani, sem felldur var í loftárás í byrjun janúar, verður tekinn af lífi. Yfirvöld Íran sendur frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að maðurinn, sem kallaður er njósnari fyrir CIA og Mossad, hafi verið dæmdur til dauða. Maðurinn dauðadæmdi heitir Mahmoud Mousavi Majd en að öðru leyti veitti Gholamhossein Esmaili, talsmaður dómsmálaráðuneytisins, litlar upplýsingar um hann. Sömuleiðis liggur ekki fyrir hvenær Majd verður tekinn af lífi. Það mun þó verða innan skamms, samkvæmt frétt Times of Israel. Soleimani var yfirmaður sérsveita íranska byltingarvarðarins og stýrði Quds-sveitum Íran, sem eru þær sveitir hersins sem starfa utan landamæra ríkisins. Hann var í raun einn valdamesti maður landsins. Hershöfðingjar Bandaríkjanna segja Soleimani hafa um árabil herjað á Bandaríkin og bandamenn þeirra í Mið-Austurlöndum. Hann hafi borið ábyrgð á dauða bandarískra hermanna allt frá 2003 þegar Bandaríkin gerðu innrás í Írak. Hann hafi hjálpað skæruliðum þar í landi að smíða sprengjur sem notaðar voru gegn bandarískum hermönnum. Hann var felldur í loftárás, skömmu eftir að hann lenti í Írak þann 3. janúar. Esmaili tengdi þær upplýsingar sem Majd á að hafa veitt CIA Mossad beint við dauða Soleimani og sagði ekki hvaða upplýsingar njósnarinn svokallaði á að hafa veitt. Íranir hefndu fyrir dauða Soleimani með því að skjóta eldflaugum að bandarískri herstöð í Íran. enginn féll í árásinni en margir hermenn hlutu heilaáverka vegna árásarinnar. Sama kvöld, skutu Íranir niður úkraínska farþegaþotu fyrir slysni.
Íran Bandaríkin Ísrael Tengdar fréttir 34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01 Leiðtogi Hezbollah kallar eftir aðgerðum gegn Bandaríkjunum Fjórir eru særðir eftir að sprengjum var varpað á herstöð í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. 12. janúar 2020 18:11 Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01
Leiðtogi Hezbollah kallar eftir aðgerðum gegn Bandaríkjunum Fjórir eru særðir eftir að sprengjum var varpað á herstöð í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. 12. janúar 2020 18:11
Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00