Kallar þúsundir hermanna heim frá Þýskalandi Andri Eysteinsson skrifar 6. júní 2020 16:26 Donald Trump, hér á fundi með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, ætlar að minnka verulega þann fjölda hermanna sem staðsettir eru í Þýskalandi. Getty/Ralf Hirschberger Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. Viðvera bandarískra hermanna í Þýskalandi á sér langa sögu og þykir táknræn fyrir stuðning Washington við evrópska bandamenn sína. Politico greinir frá því að forsetinn vilji að ekki verði fleiri en 25.000 bandarískir hermenn staðsettir í Þýskalandi og þyrfti því að kalla um 9.700 hermenn heim til Bandaríkjanna, nærri 30% bandaríska heraflans. Þetta hefur miðillinn eftir ónefndum starfsmönnum og fyrrverandi starfsmönnum innan ríkisstjórnarinnar. Í byrjun apríl voru samkvæmt skýrslu Pentagon 34.674 bandarískir hermenn staðsettir í Þýskalandi, þar af voru 20.774 úr landgönguliði og 12.980 úr bandaríska flughernum. Þá starfa um 19.000 til viðbótar á bandarískum herstöðvum og þykir víst að skera verður niður fjölda starfsmanna eftir að hermenn verða kallaðir heim. Með fækkun hermanna í Evrópu er snúið við þeirri þróun sem hefur orðið síðustu ár með fjölgun bandarískra hermanna sem talin er hafa verið sett til höfuðs Rússum. Aðalritari norður-atlantshafsbandalagsins, Jens Stoltenberg, hefur neitað fyrir það að Bandaríkjaforseti hafi ekki áhuga á starfi Bandaríkjanna innan NATO en forsetinn hefur gagnrýnt bandalagið og sérstaklega ríki þess sem ekki greiða jafnmikið til bandalagsins og Bandaríkjamenn gera. Stoltenberg hefur bent á það að með fækkun Bandarískra hermanna í Evrópu hljóti yfirvöld í Rússlandi að kætast. Politico greinir frá því að yfirmönnum hjá NATO hafi ekki verið gert viðvart um áform bandarísku stjórnarinnar. Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Fleiri fréttir Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. Viðvera bandarískra hermanna í Þýskalandi á sér langa sögu og þykir táknræn fyrir stuðning Washington við evrópska bandamenn sína. Politico greinir frá því að forsetinn vilji að ekki verði fleiri en 25.000 bandarískir hermenn staðsettir í Þýskalandi og þyrfti því að kalla um 9.700 hermenn heim til Bandaríkjanna, nærri 30% bandaríska heraflans. Þetta hefur miðillinn eftir ónefndum starfsmönnum og fyrrverandi starfsmönnum innan ríkisstjórnarinnar. Í byrjun apríl voru samkvæmt skýrslu Pentagon 34.674 bandarískir hermenn staðsettir í Þýskalandi, þar af voru 20.774 úr landgönguliði og 12.980 úr bandaríska flughernum. Þá starfa um 19.000 til viðbótar á bandarískum herstöðvum og þykir víst að skera verður niður fjölda starfsmanna eftir að hermenn verða kallaðir heim. Með fækkun hermanna í Evrópu er snúið við þeirri þróun sem hefur orðið síðustu ár með fjölgun bandarískra hermanna sem talin er hafa verið sett til höfuðs Rússum. Aðalritari norður-atlantshafsbandalagsins, Jens Stoltenberg, hefur neitað fyrir það að Bandaríkjaforseti hafi ekki áhuga á starfi Bandaríkjanna innan NATO en forsetinn hefur gagnrýnt bandalagið og sérstaklega ríki þess sem ekki greiða jafnmikið til bandalagsins og Bandaríkjamenn gera. Stoltenberg hefur bent á það að með fækkun Bandarískra hermanna í Evrópu hljóti yfirvöld í Rússlandi að kætast. Politico greinir frá því að yfirmönnum hjá NATO hafi ekki verið gert viðvart um áform bandarísku stjórnarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Fleiri fréttir Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Sjá meira