Góðir hlutir gerast hægt Eymundur L. Eymundsson skrifar 4. júní 2020 19:00 Ég er fæddur 1967 og hef verið með slitgigt frá 1994. Árið 2005 þurfti ég að fara á verkjasvið inn á Kristnes í Eyjarfirði þegar mjaðmaliðaskipting númer tvö heppnaðist ekki nógu vel. Ég vissi ekki á þeim tíma að ég myndi eignast það líf sem ég hef í dag eftir alla þá hjálp sem ég hef fengið frá 2005. Á Kristnesi voru mér réttir bæklingar um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Það er óhætt að segja á þeim tíma var ég þakklátur að glíma við slitgigt og verki. Það kom nefnilega í ljós þegar ég las þessa bæklinga að ég var að lesa um mig frá A til Ö. Að vera orðinn 38 ára gamall og sjá ástæður fyrir minni vanlíðan fyrir forðunarhegðun var mér ómetanlegt. Allur sá feluleikur sem ég hafði stundað frá barnsaldri var hægt að vinna með svo ég kæmist út úr myrkrinu til að vera þáttakandi í lífinu. Sem dæmi þorði ég ekki á húsfundi þar sem ég bjó í 11 íbúða fjölbýli nema vera búinn að fá mér nokkra bjóra. Í dag er ég formaður húsfélags þar sem 23 íbúðir eru. Ég forðaðist að taka þátt í flestu sem fjölskyldan mín var að gera. Í eitt skipti var yngsta systir mín að skíra eldri dóttur sína í kirkju og ég þorði ekki í kirkjuna en drakk nokkra bjóra til að mæta í skírnarveisluna og leið ömurlega þar sem ég þráði að taka þátt í öllu. En 2008 var sama systir að skíra yngri dóttur sína og þá stóð ég upp við altari sem guðfaðir og tók þátt í öllu og leið vel með. Nú er árið 2020 og ég stofnaði Grófina árið 2013 ásamt góðu fólki og er nú formaður stjórnar Grófarinnar sem er staður þar sem fólk sem glímir við geðræna erfiðleika hittir aðra í sömu sporum til að efla sína geðheilsu, ekki ólíkt krabbameinsfélagi Akureyrar. Ég hef menntað mig og er þátttakandi í samfélaginu og geri mitt besta til að rjúfa þögnina svo aðrir treysti sér til að leita sér hjálpar. Það er eitt að vita hvað hrjáir mann og svo er annað að framkvæma og ekki síður mikilvægt að finna fyrir stuðningi eins og t.d. við krabbameini. Fólk fer mismunandi leiðir en að upplýsa samfélagið og losna við skömmina getur byggt upp líf og bjargað mannslífum. Ég var heppinn að lifa af með þá vanlíðan sem stjórnaði mínu lífi frá barnsaldri en get alveg sagt að ég er langþreyttur á verkjum og kvölum sem fylgja slitgigt. Mig langaði að deila með dæmum sem vonandi hjálpar öðrum að vita að maður þurfi ekki að skammast sín fyrir að fá hjálp til að takast við lífið. Ef þið viljið vita meira þá er margt til í dag af greinum og viðtölum sem ég hef farið í síðustu ár til að auka skilning og rjúfa þá þögn sem hefur ríkt um andlega vanlíðan. Ég gef vonandi öðrum von og Grófin er ágætur staður þar sem fólk getur unnið í sjálfu sér. Góðir hlutir gerast hægt, dropinn fyllir steininn og gott er að sjá glasið hálffullt í staðinn fyrir hálftómt. Höfundur er formaður stjórnar Grófarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er fæddur 1967 og hef verið með slitgigt frá 1994. Árið 2005 þurfti ég að fara á verkjasvið inn á Kristnes í Eyjarfirði þegar mjaðmaliðaskipting númer tvö heppnaðist ekki nógu vel. Ég vissi ekki á þeim tíma að ég myndi eignast það líf sem ég hef í dag eftir alla þá hjálp sem ég hef fengið frá 2005. Á Kristnesi voru mér réttir bæklingar um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Það er óhætt að segja á þeim tíma var ég þakklátur að glíma við slitgigt og verki. Það kom nefnilega í ljós þegar ég las þessa bæklinga að ég var að lesa um mig frá A til Ö. Að vera orðinn 38 ára gamall og sjá ástæður fyrir minni vanlíðan fyrir forðunarhegðun var mér ómetanlegt. Allur sá feluleikur sem ég hafði stundað frá barnsaldri var hægt að vinna með svo ég kæmist út úr myrkrinu til að vera þáttakandi í lífinu. Sem dæmi þorði ég ekki á húsfundi þar sem ég bjó í 11 íbúða fjölbýli nema vera búinn að fá mér nokkra bjóra. Í dag er ég formaður húsfélags þar sem 23 íbúðir eru. Ég forðaðist að taka þátt í flestu sem fjölskyldan mín var að gera. Í eitt skipti var yngsta systir mín að skíra eldri dóttur sína í kirkju og ég þorði ekki í kirkjuna en drakk nokkra bjóra til að mæta í skírnarveisluna og leið ömurlega þar sem ég þráði að taka þátt í öllu. En 2008 var sama systir að skíra yngri dóttur sína og þá stóð ég upp við altari sem guðfaðir og tók þátt í öllu og leið vel með. Nú er árið 2020 og ég stofnaði Grófina árið 2013 ásamt góðu fólki og er nú formaður stjórnar Grófarinnar sem er staður þar sem fólk sem glímir við geðræna erfiðleika hittir aðra í sömu sporum til að efla sína geðheilsu, ekki ólíkt krabbameinsfélagi Akureyrar. Ég hef menntað mig og er þátttakandi í samfélaginu og geri mitt besta til að rjúfa þögnina svo aðrir treysti sér til að leita sér hjálpar. Það er eitt að vita hvað hrjáir mann og svo er annað að framkvæma og ekki síður mikilvægt að finna fyrir stuðningi eins og t.d. við krabbameini. Fólk fer mismunandi leiðir en að upplýsa samfélagið og losna við skömmina getur byggt upp líf og bjargað mannslífum. Ég var heppinn að lifa af með þá vanlíðan sem stjórnaði mínu lífi frá barnsaldri en get alveg sagt að ég er langþreyttur á verkjum og kvölum sem fylgja slitgigt. Mig langaði að deila með dæmum sem vonandi hjálpar öðrum að vita að maður þurfi ekki að skammast sín fyrir að fá hjálp til að takast við lífið. Ef þið viljið vita meira þá er margt til í dag af greinum og viðtölum sem ég hef farið í síðustu ár til að auka skilning og rjúfa þá þögn sem hefur ríkt um andlega vanlíðan. Ég gef vonandi öðrum von og Grófin er ágætur staður þar sem fólk getur unnið í sjálfu sér. Góðir hlutir gerast hægt, dropinn fyllir steininn og gott er að sjá glasið hálffullt í staðinn fyrir hálftómt. Höfundur er formaður stjórnar Grófarinnar á Akureyri.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun