Ferðaviljinn - ætla þeir að koma? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 28. maí 2020 16:00 Orðið „ferðavilji“ er eitt mest notaða orðið í vangaveltum um framtíð ferðaþjónustunnar. Ferðavilji er auk nokkurra annarra þátta ein meginforsenda þess að líf færist í ferðaþjónustu bæði hér á landi og annars staðar. Þetta orð er ekki glænýtt, eins og mörg orð sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Elstu heimildir um notkun þess eru frá árinu 2010 - en notkun orðsins upp á síðkastið hefur margfaldast. Þýðing þess liggur í orðinu sjálfu, það er vilji fólks til að ferðast. Líklegt má telja að flestir hafi haft eindreginn ferðavilja þangað til kórónuveiran lamaði heimsbyggðina snemma á þessu ári, enda ferðalög orðinn einn mikilvægasti þáttur í neyslu fólks í þróuðum ríkjum á heimsvísu. Ferðavilji mun gegna lykilhlutverki Ferðavilji, eins og við skiljum hann í dag, getur flokkast í mismunandi þætti, svo sem ferðavilja til innanlandsferðalaga, til ferðalaga á milli landa og eftir því hvaða samgöngutæki eru notuð til ferðarinnar. Ferðavilji er einnig mjög einstaklingsbundinn. Hann getur ákvarðast af þjóðerni, fyrirhuguðum áfangastað, fjárhagsstöðu, fjölskyldustöðu, aldri, menntun, almennu heilsufari og persónuleikaeinkennum. Ekki hefur gefist tóm til að rannsaka almennan ferðavilja fólks nú þegar kórónuveirufaraldurinn er víða í rénun og flest lönd í Evrópu eru að slaka á klónni hvað varðar ferðaviðvaranir og lokun landamæra. Þó er ljóst að hann mun gegna lykilhlutverki við endurræsingu ferðaþjónustunnar og auðvitað af hluta til mótast af framboði flugsamgangna, upplýsingaflæði, flækjustigi í kringum ferðalög, sóttvarnarreglum sem gilda í hverju landi, öryggisáætlunum flugvalla og ferðaþjónustufyrirtækja auk stöðunnar í faraldsfræði veirunnar bæði í heimalandinu og á áfangastað. „Ég get ekki beðið!“ Svo virðist að ferðaviljinn sé til staðar hjá mörgum, alls ekki hjá sumum og svo er þriðji hópurinn tvístígandi. Hér eru nokkur raunveruleg og glæný dæmi úr Facebook-hópi Íslandsáhugafólks á þýskumælandi svæðum Evrópu: „Ég skil ekki hvernig fólk getur hugsað sér að setjast upp í flugvél til að fara í frí!“ „Ég er búinn að líma íslenska fánann á bílinn minn og ætla með ferjunni til Íslands um miðjan júlí. Ég er bjartsýnn á að það gangi eftir.“ „Hvernig er með tryggingar ef ég greinist með smit á Íslandi og verð að fara í sóttkví eða á sjúkrahús á Íslandi?“ „Það sem ég velti mest fyrir mér, er hvort ferðamenn verði yfir höfuð velkomnir á Íslandi í júní og júlí?“ „Ég vona innilega að þann 23. júní muni ég sitja í flugvélinni á leiðinni til Íslands!” „Ef einver þjóð ræður við að taka sýni og annað vesen við landamærin, þá eru það Íslendingar.“ „Mér finnst tilhugsunin um að sitja í einni kös í flugvél og fara svo í prufu á flugvellinum hræðileg.“ „Við eigum pantað flug til Íslands þann 15.júní. Ef það verður flogið, þá förum við. Ég get ekki beðið!“ Skýrar upplýsingar þurfa að liggja fyrir Við höfum einblínt undanfarið á mikilvægi opnun landamæra og samgangna til landsins, sem eru auðvitað lykilatriði. Við þurfum hins vegar að velta ferðaviljanum meira fyrir okkur og hafa í huga, hvernig við getum aukið hann hjá okkar helstu markhópum. Þar eru réttar, greinargóðar og samræmdar upplýsingar og miðlun þeirra til væntanlegra ferðamanna gríðarlega mikilvægar. Það er nauðsynlegt til að byggja upp traust - sem sennilega hefur aldrei gegnt stærra hlutverki en á þessum tímum. Ferðamenn þurfa að vita hver raunveruleg staða okkar er. Hvaða regluverk gildir varðandi ferðir þeirra til og frá landinu og um landið. Hvernig við sem þjóð högum okkar sóttvörnum og til hvaða sóttvarnarráðstafana ferðaþjónustufyrirtæki ætla að grípa. Þeir þurfa að vita nákvæmlega með hvaða kostnaði þeir þurfa að reikna, annað hvort við skimun, sóttkví eða einangrun vegna smits. Þeir þurfa að fá upplýsingar um smitrakningarforritið og hvernig það virkar. Það er langt frá því sjálfsagt hjá öllum þjóðum að veita aðgang að persónuupplýsingum sínum. Þeir þurfa að þekkja samfélagssáttmálann okkar og hvernig við ætlum að leysa úr atvikum sem munu koma upp. Hver dagur telur Þessar upplýsingar auk fyrirhugaðrar ímyndarherferðar fyrir íslenska ferðaþjónustu, þar sem við miðlum því að Ísland sé svo sannarlega öruggur staður til að vera á, geta án nokkurs vafa að minnsta kosti komið þeim tvístígandi inn í hóp þeirra ferðaviljugu. Hver dagur sem líður án þess að þessar upplýsingar liggi fyrir minnka líkur á að ferðavilji til Íslandsferða aukist og það kvarnast úr þeim hópi þar að auki. Því þurfum við að leggja ofuráherslu á og leggja nótt við dag, til að svara þeim spurningum sem brenna á bæði ferðaþjónustufyrirtækjum og ferðamönnum. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Orðið „ferðavilji“ er eitt mest notaða orðið í vangaveltum um framtíð ferðaþjónustunnar. Ferðavilji er auk nokkurra annarra þátta ein meginforsenda þess að líf færist í ferðaþjónustu bæði hér á landi og annars staðar. Þetta orð er ekki glænýtt, eins og mörg orð sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Elstu heimildir um notkun þess eru frá árinu 2010 - en notkun orðsins upp á síðkastið hefur margfaldast. Þýðing þess liggur í orðinu sjálfu, það er vilji fólks til að ferðast. Líklegt má telja að flestir hafi haft eindreginn ferðavilja þangað til kórónuveiran lamaði heimsbyggðina snemma á þessu ári, enda ferðalög orðinn einn mikilvægasti þáttur í neyslu fólks í þróuðum ríkjum á heimsvísu. Ferðavilji mun gegna lykilhlutverki Ferðavilji, eins og við skiljum hann í dag, getur flokkast í mismunandi þætti, svo sem ferðavilja til innanlandsferðalaga, til ferðalaga á milli landa og eftir því hvaða samgöngutæki eru notuð til ferðarinnar. Ferðavilji er einnig mjög einstaklingsbundinn. Hann getur ákvarðast af þjóðerni, fyrirhuguðum áfangastað, fjárhagsstöðu, fjölskyldustöðu, aldri, menntun, almennu heilsufari og persónuleikaeinkennum. Ekki hefur gefist tóm til að rannsaka almennan ferðavilja fólks nú þegar kórónuveirufaraldurinn er víða í rénun og flest lönd í Evrópu eru að slaka á klónni hvað varðar ferðaviðvaranir og lokun landamæra. Þó er ljóst að hann mun gegna lykilhlutverki við endurræsingu ferðaþjónustunnar og auðvitað af hluta til mótast af framboði flugsamgangna, upplýsingaflæði, flækjustigi í kringum ferðalög, sóttvarnarreglum sem gilda í hverju landi, öryggisáætlunum flugvalla og ferðaþjónustufyrirtækja auk stöðunnar í faraldsfræði veirunnar bæði í heimalandinu og á áfangastað. „Ég get ekki beðið!“ Svo virðist að ferðaviljinn sé til staðar hjá mörgum, alls ekki hjá sumum og svo er þriðji hópurinn tvístígandi. Hér eru nokkur raunveruleg og glæný dæmi úr Facebook-hópi Íslandsáhugafólks á þýskumælandi svæðum Evrópu: „Ég skil ekki hvernig fólk getur hugsað sér að setjast upp í flugvél til að fara í frí!“ „Ég er búinn að líma íslenska fánann á bílinn minn og ætla með ferjunni til Íslands um miðjan júlí. Ég er bjartsýnn á að það gangi eftir.“ „Hvernig er með tryggingar ef ég greinist með smit á Íslandi og verð að fara í sóttkví eða á sjúkrahús á Íslandi?“ „Það sem ég velti mest fyrir mér, er hvort ferðamenn verði yfir höfuð velkomnir á Íslandi í júní og júlí?“ „Ég vona innilega að þann 23. júní muni ég sitja í flugvélinni á leiðinni til Íslands!” „Ef einver þjóð ræður við að taka sýni og annað vesen við landamærin, þá eru það Íslendingar.“ „Mér finnst tilhugsunin um að sitja í einni kös í flugvél og fara svo í prufu á flugvellinum hræðileg.“ „Við eigum pantað flug til Íslands þann 15.júní. Ef það verður flogið, þá förum við. Ég get ekki beðið!“ Skýrar upplýsingar þurfa að liggja fyrir Við höfum einblínt undanfarið á mikilvægi opnun landamæra og samgangna til landsins, sem eru auðvitað lykilatriði. Við þurfum hins vegar að velta ferðaviljanum meira fyrir okkur og hafa í huga, hvernig við getum aukið hann hjá okkar helstu markhópum. Þar eru réttar, greinargóðar og samræmdar upplýsingar og miðlun þeirra til væntanlegra ferðamanna gríðarlega mikilvægar. Það er nauðsynlegt til að byggja upp traust - sem sennilega hefur aldrei gegnt stærra hlutverki en á þessum tímum. Ferðamenn þurfa að vita hver raunveruleg staða okkar er. Hvaða regluverk gildir varðandi ferðir þeirra til og frá landinu og um landið. Hvernig við sem þjóð högum okkar sóttvörnum og til hvaða sóttvarnarráðstafana ferðaþjónustufyrirtæki ætla að grípa. Þeir þurfa að vita nákvæmlega með hvaða kostnaði þeir þurfa að reikna, annað hvort við skimun, sóttkví eða einangrun vegna smits. Þeir þurfa að fá upplýsingar um smitrakningarforritið og hvernig það virkar. Það er langt frá því sjálfsagt hjá öllum þjóðum að veita aðgang að persónuupplýsingum sínum. Þeir þurfa að þekkja samfélagssáttmálann okkar og hvernig við ætlum að leysa úr atvikum sem munu koma upp. Hver dagur telur Þessar upplýsingar auk fyrirhugaðrar ímyndarherferðar fyrir íslenska ferðaþjónustu, þar sem við miðlum því að Ísland sé svo sannarlega öruggur staður til að vera á, geta án nokkurs vafa að minnsta kosti komið þeim tvístígandi inn í hóp þeirra ferðaviljugu. Hver dagur sem líður án þess að þessar upplýsingar liggi fyrir minnka líkur á að ferðavilji til Íslandsferða aukist og það kvarnast úr þeim hópi þar að auki. Því þurfum við að leggja ofuráherslu á og leggja nótt við dag, til að svara þeim spurningum sem brenna á bæði ferðaþjónustufyrirtækjum og ferðamönnum. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun