Nýsköpun og landsbyggðin Guðjón S. Brjánsson skrifar 28. maí 2020 07:30 Á þessum alvarlegu óvissutímum, þessum óskýru tímum þegar nýjar og nýjar sviðsmyndir eru dregnar upp með fárra daga millibili er mikilvægt að týna ekki áttum í umrótinu, að líta upp og horfa til framtíðar. Nýsköpun ræður úrslitum Ný verkefni, ný viðfangsefni bíða og tækni fleygir fram og við horfum fram á kúvendingu á ýmsum sviðum. Við tölum um fjórðu iðnbyltinguna með sprengiáhrifum í gervigreind, róbótatækni, sjálfkeyrandi bílum, sjálfvirknivæðingu og fleiru sem mun valda stórfelldum samfélagsbreytingum á næstu árum og áratugum. Nýsköpun er þess vegna lykilhugtak, grundvallaratriði fyrir sjálfstæða þjóð sem einsetur sér að efla velferð og skapa þegnum sínum ákjósanlegt líf, líf á borð við það sem best þekkist meðal þjóða. Það eru margir spennandi hlutir að gerast á þessu sviði á Íslandi, margvíslegir sprotar og angar sem gefa góð fyrirheit eða gætu gert það ef þeir fá jarðveg og ná að festa rætur. Það eru reyndar til fyrirtæki sem náð hafa þessari nauðsynlegu rótfestu og eru orðin burðug, öflug og skipta miklu máli í íslensku atvinnulífi. Þetta eru þróuð hátæknifyrirtæki sem hafa haslað sér völl á alþjóðamörkuðum. Möguleikar landsbyggðar Nýsköpunin á landsbyggðinni er mikilvæg en á sama tíma brothætt og það er sjálfstætt áhyggjuefni. Á Alþingi er jafnan rætt um nýsköpun sem viðfangsefni sem njóta skuli fyrsta forgangs. Þessa dagana er fjallað um lagabreytingar og ýmis jákvæð atriði sem lúta að nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta eru atriði sem auðvelda fyrirtækjum og einstaklingum að takast á við afleiðingar Covid veirufaraldursins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta eru hins vegar bara atriði til bráðabirgða en ekki til frambúðar, það er vandinn.Nýsköpunar- og sprotafyrirtæki búa í of ríkum mæli við óvissu og það er erfitt fyrir mörg þeirra að gera lengri tíma áætlanir um þróun og vöxt. Lifandi dæmi um þróttinn Ef eingöngu er horft er til Norðvestur kjördæmis, þá blómstrar nýsköpun raunar þrátt fyrir allt og nefna má nokkur dæmi um það.Fyrirtækið Skaginn3X starfar á tveimur stöðum, á Akranesi og á Ísafirði og er í viðskiptum um allan heim með sínar þróuðu hátæknivörur, einkum í fiskiðnaði. Á Skagaströnd er t.d. starfandi sjávarlíftæknisetur sem byggir starf sitt á rannsóknum á lífríki Húnaflóa og hefur alla burði til vaxtar. Náttúruböðin Krauma og ferðaþjónustan í Húsefelli eru dæmi um framsækna ferðamennsku og útivist í Borgarbyggð. Á Blönduósi er unnið að áhugaverðum verkefnum í matvælaþróun og spennandi möguleikum tengdum gagnaverum, í Húnaþingi Vestra er mikil gerjun og nýsköpun í ferðaþjónustu og ýmsum störfum tengdum þeim, á Sauðárkróki er unnið af miklum metnaði að þróun á ýmsum vörutegundum sem verða til við sjávarútveginn og það á reyndar einnig við um afurðir sem koma frá landbúnaði. Á Ísafirði vex sömuleiðis starfsemi fyrirtækisins Keresis hröðum skrefum, fyrirtæki sem vinnur verðmæta afurð úr fiskroði fyrir erlenda markaði. Þetta eru dæmi um möguleikana og hug fólks um landið til að takast á við framtíðina. Það skortir ekkert á áhugann, færnina og þekkinguna hjá fólki á svæðunum. Ef kostirnir bjóðast, þá drífur að fólk. Hvað gera stjórnvöld? Í þessu sambandi er ástæða til að velta vöngum yfir því hvað stjórnvöld raunverulega eru að sýna í verki varðandi mikilvægi þessa þáttar, sérstaklega að því sem snýr að nýsköpun á landsbyggðinni. Löggjafinn á að skapa almennar forsendur til þess að nýsköpun fái að dafna og það þarf að taka sérstakt tillit til aðstæðna þar sem fjarlægðir eru talsverðar og kostnaðarsamt að afla aðfanga og koma þeim sömu leið á markað. Flutningsjöfnun, bæði á aðföngum og eldsneyti er því ein af forsendunum. Þar sem nýsköpun byggist á hugviti og rafrænum lausnum, þá skipta þessir þættir líka máli en vissulega í minna mæli. Landsbyggðin og ný tækniöld Nýsköpunarfyrirtækjum sem spreyta sig á samkeppnismarkaði er mikilvægt að á sem flestum sviðum ríki sambærilegar forsendur til rekstrar. Á það eiga stjórnvöld einblína enn meira ef hugur fylgir máli. Allt tengist þetta svo auðvitað líka almennum búsetuskilyrðum fólks á landsbyggðinni. Vöxtur og viðgangur nýsköpunar á landsbyggðinni er háður því að sprotarnir fái að glíma á jafnræðisgrunni. Reynslan sýnir að þarna liggja tækifærin og möguleikarnir; í hugviti einstaklinga og frumkvæði, mjór er mikils vísir. Þetta er rauði þráðurinn ef okkur á að takast að ryðja okkur braut og vera í fremstu röð á nýrri tækniöld. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Nýsköpun Byggðamál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Á þessum alvarlegu óvissutímum, þessum óskýru tímum þegar nýjar og nýjar sviðsmyndir eru dregnar upp með fárra daga millibili er mikilvægt að týna ekki áttum í umrótinu, að líta upp og horfa til framtíðar. Nýsköpun ræður úrslitum Ný verkefni, ný viðfangsefni bíða og tækni fleygir fram og við horfum fram á kúvendingu á ýmsum sviðum. Við tölum um fjórðu iðnbyltinguna með sprengiáhrifum í gervigreind, róbótatækni, sjálfkeyrandi bílum, sjálfvirknivæðingu og fleiru sem mun valda stórfelldum samfélagsbreytingum á næstu árum og áratugum. Nýsköpun er þess vegna lykilhugtak, grundvallaratriði fyrir sjálfstæða þjóð sem einsetur sér að efla velferð og skapa þegnum sínum ákjósanlegt líf, líf á borð við það sem best þekkist meðal þjóða. Það eru margir spennandi hlutir að gerast á þessu sviði á Íslandi, margvíslegir sprotar og angar sem gefa góð fyrirheit eða gætu gert það ef þeir fá jarðveg og ná að festa rætur. Það eru reyndar til fyrirtæki sem náð hafa þessari nauðsynlegu rótfestu og eru orðin burðug, öflug og skipta miklu máli í íslensku atvinnulífi. Þetta eru þróuð hátæknifyrirtæki sem hafa haslað sér völl á alþjóðamörkuðum. Möguleikar landsbyggðar Nýsköpunin á landsbyggðinni er mikilvæg en á sama tíma brothætt og það er sjálfstætt áhyggjuefni. Á Alþingi er jafnan rætt um nýsköpun sem viðfangsefni sem njóta skuli fyrsta forgangs. Þessa dagana er fjallað um lagabreytingar og ýmis jákvæð atriði sem lúta að nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta eru atriði sem auðvelda fyrirtækjum og einstaklingum að takast á við afleiðingar Covid veirufaraldursins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta eru hins vegar bara atriði til bráðabirgða en ekki til frambúðar, það er vandinn.Nýsköpunar- og sprotafyrirtæki búa í of ríkum mæli við óvissu og það er erfitt fyrir mörg þeirra að gera lengri tíma áætlanir um þróun og vöxt. Lifandi dæmi um þróttinn Ef eingöngu er horft er til Norðvestur kjördæmis, þá blómstrar nýsköpun raunar þrátt fyrir allt og nefna má nokkur dæmi um það.Fyrirtækið Skaginn3X starfar á tveimur stöðum, á Akranesi og á Ísafirði og er í viðskiptum um allan heim með sínar þróuðu hátæknivörur, einkum í fiskiðnaði. Á Skagaströnd er t.d. starfandi sjávarlíftæknisetur sem byggir starf sitt á rannsóknum á lífríki Húnaflóa og hefur alla burði til vaxtar. Náttúruböðin Krauma og ferðaþjónustan í Húsefelli eru dæmi um framsækna ferðamennsku og útivist í Borgarbyggð. Á Blönduósi er unnið að áhugaverðum verkefnum í matvælaþróun og spennandi möguleikum tengdum gagnaverum, í Húnaþingi Vestra er mikil gerjun og nýsköpun í ferðaþjónustu og ýmsum störfum tengdum þeim, á Sauðárkróki er unnið af miklum metnaði að þróun á ýmsum vörutegundum sem verða til við sjávarútveginn og það á reyndar einnig við um afurðir sem koma frá landbúnaði. Á Ísafirði vex sömuleiðis starfsemi fyrirtækisins Keresis hröðum skrefum, fyrirtæki sem vinnur verðmæta afurð úr fiskroði fyrir erlenda markaði. Þetta eru dæmi um möguleikana og hug fólks um landið til að takast á við framtíðina. Það skortir ekkert á áhugann, færnina og þekkinguna hjá fólki á svæðunum. Ef kostirnir bjóðast, þá drífur að fólk. Hvað gera stjórnvöld? Í þessu sambandi er ástæða til að velta vöngum yfir því hvað stjórnvöld raunverulega eru að sýna í verki varðandi mikilvægi þessa þáttar, sérstaklega að því sem snýr að nýsköpun á landsbyggðinni. Löggjafinn á að skapa almennar forsendur til þess að nýsköpun fái að dafna og það þarf að taka sérstakt tillit til aðstæðna þar sem fjarlægðir eru talsverðar og kostnaðarsamt að afla aðfanga og koma þeim sömu leið á markað. Flutningsjöfnun, bæði á aðföngum og eldsneyti er því ein af forsendunum. Þar sem nýsköpun byggist á hugviti og rafrænum lausnum, þá skipta þessir þættir líka máli en vissulega í minna mæli. Landsbyggðin og ný tækniöld Nýsköpunarfyrirtækjum sem spreyta sig á samkeppnismarkaði er mikilvægt að á sem flestum sviðum ríki sambærilegar forsendur til rekstrar. Á það eiga stjórnvöld einblína enn meira ef hugur fylgir máli. Allt tengist þetta svo auðvitað líka almennum búsetuskilyrðum fólks á landsbyggðinni. Vöxtur og viðgangur nýsköpunar á landsbyggðinni er háður því að sprotarnir fái að glíma á jafnræðisgrunni. Reynslan sýnir að þarna liggja tækifærin og möguleikarnir; í hugviti einstaklinga og frumkvæði, mjór er mikils vísir. Þetta er rauði þráðurinn ef okkur á að takast að ryðja okkur braut og vera í fremstu röð á nýrri tækniöld. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun