Heilbrigði í forgangi varðandi opnun landsins Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2020 20:00 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, á blaðamannafundi þegar fyrst var tilkynnt um samkomubann hér á landi. Vísir/Vilhelm Heilsa þjóðarinnar er í forgangi hjá heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni vegna opnunar landsins fyrir ferðamenn. Sóttvarnalæknir mun gera sínar tillögur út frá áhættugreiningu sem hann segir síðan stjórnmálamanna að ákveða hvort farið verður eftir. Heilbrigðisráðherra hefur fengið áhættugreiningu Landspítalans í hendurnar þar sem mat er lagt á burðargetu spítalans ef ferðamenn bæru smit til landsins. Stjórnvöld stefna að opnuna landsins eigi síðar en 15. júní. Yrði það gert í tilraunaskyni í tvær vikur. „Áhættugreiningin gerir ráð fyrir því að grípa þurfi til ráðstafana þegar og ef smit kemur aftur. Þetta er tvíhliðamat, hvað veirufræðideildin ræður við og svo fer farsóttarnefndin yfir það sem snýr að hlið spítalans,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ráðherra skipaði verkefnisstjórn um ferðatakmarkanir sem leggur mat á hvort það sé hægt að skima alla ferðamenn sem koma til landsins fyrir kórónuveirunni. Hópurinn skilaði sínum niðurstöðum í dag sem ráðherra og sóttvarnalæknir fara svo yfir. Ráðherra segir málið þróast ört og kerfið þurfa að sýna sveigjanleika. „Og við munum gera það. Aðal flaggið mitt er heilsa og heilbrigðisþjónusta. Ég reyni að passa upp á þá þætti þegar niðurstaðan mun liggja fyrir,“ segir Svandís. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að segja hvort og hvernig er hægt að skima alla farþega hingað til lands. „Það er í mörg horn að líta og verður fróðlegt að sjá hvað verkefnahópurinn leggur til. Við erum líka að skoða aðra hluti. Til dæmis smit og upplýsingar úr smitrakningargrunninum hvort við getum betur skilgreint áhættu á smiti frá einstaklingum sem eru með lítil einkenni. Þetta er áskorun sem mun vega inn í mitt mat,“ segir Þórólfur. Hann ætlar að leggja mat á málið út frá læknisfræði- og sóttvarnalegum hlutum. „Efnahagslegu- og samfélagslegu þættirnir eru á borði pólitíkusana. Þeir verða að ákveða hvort þeir taki þeim tillögum sem ég kem með eða ekki eða hvort þeir geti samrýmt þær tillögur við eitthvað annað, það verður framtíðin að leiða í ljós,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Heilsa þjóðarinnar er í forgangi hjá heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni vegna opnunar landsins fyrir ferðamenn. Sóttvarnalæknir mun gera sínar tillögur út frá áhættugreiningu sem hann segir síðan stjórnmálamanna að ákveða hvort farið verður eftir. Heilbrigðisráðherra hefur fengið áhættugreiningu Landspítalans í hendurnar þar sem mat er lagt á burðargetu spítalans ef ferðamenn bæru smit til landsins. Stjórnvöld stefna að opnuna landsins eigi síðar en 15. júní. Yrði það gert í tilraunaskyni í tvær vikur. „Áhættugreiningin gerir ráð fyrir því að grípa þurfi til ráðstafana þegar og ef smit kemur aftur. Þetta er tvíhliðamat, hvað veirufræðideildin ræður við og svo fer farsóttarnefndin yfir það sem snýr að hlið spítalans,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ráðherra skipaði verkefnisstjórn um ferðatakmarkanir sem leggur mat á hvort það sé hægt að skima alla ferðamenn sem koma til landsins fyrir kórónuveirunni. Hópurinn skilaði sínum niðurstöðum í dag sem ráðherra og sóttvarnalæknir fara svo yfir. Ráðherra segir málið þróast ört og kerfið þurfa að sýna sveigjanleika. „Og við munum gera það. Aðal flaggið mitt er heilsa og heilbrigðisþjónusta. Ég reyni að passa upp á þá þætti þegar niðurstaðan mun liggja fyrir,“ segir Svandís. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að segja hvort og hvernig er hægt að skima alla farþega hingað til lands. „Það er í mörg horn að líta og verður fróðlegt að sjá hvað verkefnahópurinn leggur til. Við erum líka að skoða aðra hluti. Til dæmis smit og upplýsingar úr smitrakningargrunninum hvort við getum betur skilgreint áhættu á smiti frá einstaklingum sem eru með lítil einkenni. Þetta er áskorun sem mun vega inn í mitt mat,“ segir Þórólfur. Hann ætlar að leggja mat á málið út frá læknisfræði- og sóttvarnalegum hlutum. „Efnahagslegu- og samfélagslegu þættirnir eru á borði pólitíkusana. Þeir verða að ákveða hvort þeir taki þeim tillögum sem ég kem með eða ekki eða hvort þeir geti samrýmt þær tillögur við eitthvað annað, það verður framtíðin að leiða í ljós,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira