Fótbolti

Hlakkaði í Wenger þegar Liverpool tapaði fyrir Watford

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. vísir/getty

Arsenal goðsögnin Arsene Wenger viðurkennir að það hafi farið um hann sæluhrollur þegar hann fylgdist með Liverpool steinliggja fyrir Watford í ensku úrvalsdeildinni í febrúarmánuði.

Um er að ræða eina tap Liverpool í þeim 29 umferðum sem leiknar hafa verið í deildinni og voru margir farnir að trúa því að Liverpool myndi ná að fara í gegnum heilt tímabil án þess að tapa leik, líkt og Arsenal gerði undir stjórn Wenger leiktíðina 2003/2004.

„Já, það gladdi mig mikið. Ég fékk mörg skilaboð frá stuðningsmönnum Arsenal þann dag“ segir Wenger.

„Það vilja allir ná einhverju sem telst einstakur árangur. Liverpool hefði getað farið alla leið með þetta. En að þeir skyldu tapa segir ýmislegt um hversu erfitt það er að leika þetta eftir,“ segir Wenger í viðtali við beIN Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×