Mér finnst… Sigríður Karlsdóttir skrifar 12. mars 2020 14:00 Í gærkvöldi var ég komin með nóg af þessu rugli og skoðaði bara matreiðslumyndbönd og dúlluleg dýramyndbönd. Síðustu daga hef ég og aðrir hér í þessum klikkaða heimi verið að drukkna í “mér finnst” skilaboðum. Hvort sem ég er stödd í heita pottinum, biðröð á kassa í Bónus eða með tölvuskjáinn fyrir framan mig. Alls staðar finnst fólki eitthvað, einhvers staðar. Ég skal segja ykkur hvað mér finnst! (Kaldhæðni fyrir ykkur sem ætla að finnast eitthvað um hvað mér finnst) (Þetta var líka kaldhæðni). Að sitja heima hjá sér og líta 237 sinnum á fréttamiðla hjálpar ekki. Að geta ekki sofið yfir áhyggjum af sjálfum sér eða öðrum hjálpar ekki. Að tala stanslaust um yfirvofandi ástand í heiminum hjálpar ekki. Að þvo sér hendurnar og lifa lífinu í gleði, hjálpar. Að sleppa tökunum á ástandinu en gera það sem þarf að gera, hjálpar. Að forðast fréttamiðla og púsla með börnunum sínum, hjálpar. Sadhguru (dásamlegur maður sem veit ansi margt um þessa undarlegu tilveru okkar hér) segir að helsta vandamál okkar sem lifum í hinum vestræna heimi sé að við tökum hlutunum svo fjandi alvarlega. Að taka hlutnum alvarlega gæti verið að tala stanslaust umm á innsoginu, hvað ástandið er hræðilegt og það kemst ekkert annað að í lífinu en áhyggjuhugsanir og fóðrun á hamfarafíkninni. Að taka hlutunum ekki alvarlega er til dæmis að fara eftir almannavörnum eða öðrum með sérhæfingu í þessum málefnum, dansa heima hjá sér í sóttkví eða leyfa sér að kitla börnin þrátt fyrir allt sem gerist þarna úti. Mér finnst… ..að við þurfum að hlæja, dansa, syngja og brosa oftar án þess að skammast okkar fyrir það. Svona í tilefni ástandsins skora ég á okkur að fara í skoðanabindindi. Að prófa að hafa ekki skoðun í heilan dag og sjá hvað gerist! Það er það sem mér finnst! Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi var ég komin með nóg af þessu rugli og skoðaði bara matreiðslumyndbönd og dúlluleg dýramyndbönd. Síðustu daga hef ég og aðrir hér í þessum klikkaða heimi verið að drukkna í “mér finnst” skilaboðum. Hvort sem ég er stödd í heita pottinum, biðröð á kassa í Bónus eða með tölvuskjáinn fyrir framan mig. Alls staðar finnst fólki eitthvað, einhvers staðar. Ég skal segja ykkur hvað mér finnst! (Kaldhæðni fyrir ykkur sem ætla að finnast eitthvað um hvað mér finnst) (Þetta var líka kaldhæðni). Að sitja heima hjá sér og líta 237 sinnum á fréttamiðla hjálpar ekki. Að geta ekki sofið yfir áhyggjum af sjálfum sér eða öðrum hjálpar ekki. Að tala stanslaust um yfirvofandi ástand í heiminum hjálpar ekki. Að þvo sér hendurnar og lifa lífinu í gleði, hjálpar. Að sleppa tökunum á ástandinu en gera það sem þarf að gera, hjálpar. Að forðast fréttamiðla og púsla með börnunum sínum, hjálpar. Sadhguru (dásamlegur maður sem veit ansi margt um þessa undarlegu tilveru okkar hér) segir að helsta vandamál okkar sem lifum í hinum vestræna heimi sé að við tökum hlutunum svo fjandi alvarlega. Að taka hlutnum alvarlega gæti verið að tala stanslaust umm á innsoginu, hvað ástandið er hræðilegt og það kemst ekkert annað að í lífinu en áhyggjuhugsanir og fóðrun á hamfarafíkninni. Að taka hlutunum ekki alvarlega er til dæmis að fara eftir almannavörnum eða öðrum með sérhæfingu í þessum málefnum, dansa heima hjá sér í sóttkví eða leyfa sér að kitla börnin þrátt fyrir allt sem gerist þarna úti. Mér finnst… ..að við þurfum að hlæja, dansa, syngja og brosa oftar án þess að skammast okkar fyrir það. Svona í tilefni ástandsins skora ég á okkur að fara í skoðanabindindi. Að prófa að hafa ekki skoðun í heilan dag og sjá hvað gerist! Það er það sem mér finnst! Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar