Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Andri Eysteinsson skrifar 23. maí 2020 09:41 Dominic Cummings hefur unnið náið með Johnson í tíð hans í Downingsstræti, auk þess stýrði hann Leave- kosningabaráttunni í Brexit málum 2016. Getty/Peter Summers Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. Cummings hélt ásamt eiginkonu sinni, sem líka hafði fundið fyrir einkennum, til heimilis foreldra hans í borginni Durham í norð-austur Englandi. Bresku dagblöðin Guardian og Daily Mirror greindu fyrst frá ferðalagi Cummings hjónanna. Flokksmenn Verkamannaflokksins hafa gagnrýnt framferði hjónanna og kallað eftir afsögn Cummings. „Ef fréttaflutningurinn stenst þá virðist ráðgjafinn hafa brotið gegn sóttvarnareglum. Tilmæli yfirvalda voru mjög skýr, haldið ykkur heima og engin óþarfa ferðalög. Breska þjóðin getur ekki vænt þess að ein lög gangi yfir þjóðina og önnur yfir Dominic Cummings,“ er haft eftir einum af talsmönnum Verkamannaflokksins. BBC hefur greint frá því að Cummings hafi farið til Durham til þess að einangra sig í gestahúsi foreldra sinna svo að börn hans gætu verið þar í pössun. Leiðtogi Skoska þjóðarflokksins á þingi, Ian Blackford, sagði í viðtali við BBC Radio 4 að Cummings ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér. „Ef hann segir ekki upp ætti Boris Johnson að reka Cummings og það í dag. Þegar fyrirmælum yfirvalda er ekki framfylgt með þessum hætti ætti að búast við því að eitthvað yrði gert,“ sagði Blackford. Caring for your wife and child is not a crime https://t.co/YCXWhKTq28— Michael Gove (@michaelgove) May 23, 2020 BBC greinir frá því að Cummings telji sig ekki hafa brotið sóttvarnarreglur. Tveir starfsmenn bresku ríkisstjórnarinnar hafa þegar sagt upp störfum eftir að hafa brotið gegn sóttvarnarreglum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson stokkar upp í ríkisstjórn sinni og fjármálaráðherrann segir af sér Fjármálaráðherra Bretlands sagði af sér vegna kröfu Boris Johnson um að hann léti alla ráðgjafa sína fara. Meiriháttar uppstokkun varð á ríkisstjórn Johnson í morgun. 13. febrúar 2020 12:44 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. Cummings hélt ásamt eiginkonu sinni, sem líka hafði fundið fyrir einkennum, til heimilis foreldra hans í borginni Durham í norð-austur Englandi. Bresku dagblöðin Guardian og Daily Mirror greindu fyrst frá ferðalagi Cummings hjónanna. Flokksmenn Verkamannaflokksins hafa gagnrýnt framferði hjónanna og kallað eftir afsögn Cummings. „Ef fréttaflutningurinn stenst þá virðist ráðgjafinn hafa brotið gegn sóttvarnareglum. Tilmæli yfirvalda voru mjög skýr, haldið ykkur heima og engin óþarfa ferðalög. Breska þjóðin getur ekki vænt þess að ein lög gangi yfir þjóðina og önnur yfir Dominic Cummings,“ er haft eftir einum af talsmönnum Verkamannaflokksins. BBC hefur greint frá því að Cummings hafi farið til Durham til þess að einangra sig í gestahúsi foreldra sinna svo að börn hans gætu verið þar í pössun. Leiðtogi Skoska þjóðarflokksins á þingi, Ian Blackford, sagði í viðtali við BBC Radio 4 að Cummings ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér. „Ef hann segir ekki upp ætti Boris Johnson að reka Cummings og það í dag. Þegar fyrirmælum yfirvalda er ekki framfylgt með þessum hætti ætti að búast við því að eitthvað yrði gert,“ sagði Blackford. Caring for your wife and child is not a crime https://t.co/YCXWhKTq28— Michael Gove (@michaelgove) May 23, 2020 BBC greinir frá því að Cummings telji sig ekki hafa brotið sóttvarnarreglur. Tveir starfsmenn bresku ríkisstjórnarinnar hafa þegar sagt upp störfum eftir að hafa brotið gegn sóttvarnarreglum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson stokkar upp í ríkisstjórn sinni og fjármálaráðherrann segir af sér Fjármálaráðherra Bretlands sagði af sér vegna kröfu Boris Johnson um að hann léti alla ráðgjafa sína fara. Meiriháttar uppstokkun varð á ríkisstjórn Johnson í morgun. 13. febrúar 2020 12:44 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Johnson stokkar upp í ríkisstjórn sinni og fjármálaráðherrann segir af sér Fjármálaráðherra Bretlands sagði af sér vegna kröfu Boris Johnson um að hann léti alla ráðgjafa sína fara. Meiriháttar uppstokkun varð á ríkisstjórn Johnson í morgun. 13. febrúar 2020 12:44