Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Andri Eysteinsson skrifar 23. maí 2020 09:41 Dominic Cummings hefur unnið náið með Johnson í tíð hans í Downingsstræti, auk þess stýrði hann Leave- kosningabaráttunni í Brexit málum 2016. Getty/Peter Summers Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. Cummings hélt ásamt eiginkonu sinni, sem líka hafði fundið fyrir einkennum, til heimilis foreldra hans í borginni Durham í norð-austur Englandi. Bresku dagblöðin Guardian og Daily Mirror greindu fyrst frá ferðalagi Cummings hjónanna. Flokksmenn Verkamannaflokksins hafa gagnrýnt framferði hjónanna og kallað eftir afsögn Cummings. „Ef fréttaflutningurinn stenst þá virðist ráðgjafinn hafa brotið gegn sóttvarnareglum. Tilmæli yfirvalda voru mjög skýr, haldið ykkur heima og engin óþarfa ferðalög. Breska þjóðin getur ekki vænt þess að ein lög gangi yfir þjóðina og önnur yfir Dominic Cummings,“ er haft eftir einum af talsmönnum Verkamannaflokksins. BBC hefur greint frá því að Cummings hafi farið til Durham til þess að einangra sig í gestahúsi foreldra sinna svo að börn hans gætu verið þar í pössun. Leiðtogi Skoska þjóðarflokksins á þingi, Ian Blackford, sagði í viðtali við BBC Radio 4 að Cummings ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér. „Ef hann segir ekki upp ætti Boris Johnson að reka Cummings og það í dag. Þegar fyrirmælum yfirvalda er ekki framfylgt með þessum hætti ætti að búast við því að eitthvað yrði gert,“ sagði Blackford. Caring for your wife and child is not a crime https://t.co/YCXWhKTq28— Michael Gove (@michaelgove) May 23, 2020 BBC greinir frá því að Cummings telji sig ekki hafa brotið sóttvarnarreglur. Tveir starfsmenn bresku ríkisstjórnarinnar hafa þegar sagt upp störfum eftir að hafa brotið gegn sóttvarnarreglum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson stokkar upp í ríkisstjórn sinni og fjármálaráðherrann segir af sér Fjármálaráðherra Bretlands sagði af sér vegna kröfu Boris Johnson um að hann léti alla ráðgjafa sína fara. Meiriháttar uppstokkun varð á ríkisstjórn Johnson í morgun. 13. febrúar 2020 12:44 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. Cummings hélt ásamt eiginkonu sinni, sem líka hafði fundið fyrir einkennum, til heimilis foreldra hans í borginni Durham í norð-austur Englandi. Bresku dagblöðin Guardian og Daily Mirror greindu fyrst frá ferðalagi Cummings hjónanna. Flokksmenn Verkamannaflokksins hafa gagnrýnt framferði hjónanna og kallað eftir afsögn Cummings. „Ef fréttaflutningurinn stenst þá virðist ráðgjafinn hafa brotið gegn sóttvarnareglum. Tilmæli yfirvalda voru mjög skýr, haldið ykkur heima og engin óþarfa ferðalög. Breska þjóðin getur ekki vænt þess að ein lög gangi yfir þjóðina og önnur yfir Dominic Cummings,“ er haft eftir einum af talsmönnum Verkamannaflokksins. BBC hefur greint frá því að Cummings hafi farið til Durham til þess að einangra sig í gestahúsi foreldra sinna svo að börn hans gætu verið þar í pössun. Leiðtogi Skoska þjóðarflokksins á þingi, Ian Blackford, sagði í viðtali við BBC Radio 4 að Cummings ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér. „Ef hann segir ekki upp ætti Boris Johnson að reka Cummings og það í dag. Þegar fyrirmælum yfirvalda er ekki framfylgt með þessum hætti ætti að búast við því að eitthvað yrði gert,“ sagði Blackford. Caring for your wife and child is not a crime https://t.co/YCXWhKTq28— Michael Gove (@michaelgove) May 23, 2020 BBC greinir frá því að Cummings telji sig ekki hafa brotið sóttvarnarreglur. Tveir starfsmenn bresku ríkisstjórnarinnar hafa þegar sagt upp störfum eftir að hafa brotið gegn sóttvarnarreglum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson stokkar upp í ríkisstjórn sinni og fjármálaráðherrann segir af sér Fjármálaráðherra Bretlands sagði af sér vegna kröfu Boris Johnson um að hann léti alla ráðgjafa sína fara. Meiriháttar uppstokkun varð á ríkisstjórn Johnson í morgun. 13. febrúar 2020 12:44 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Johnson stokkar upp í ríkisstjórn sinni og fjármálaráðherrann segir af sér Fjármálaráðherra Bretlands sagði af sér vegna kröfu Boris Johnson um að hann léti alla ráðgjafa sína fara. Meiriháttar uppstokkun varð á ríkisstjórn Johnson í morgun. 13. febrúar 2020 12:44