Starfsfólki Google sagt að halda sig heima vegna faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2020 12:12 Google er með mikla starfsemi í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna þar sem fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst undanfarna daga. Vísir/Getty Alphabet, móðurfélag tæknirisans Google, hefur skipað starfsfólki í Norður-Ameríku að vinna heiman frá sér til að draga úr hættu á útbreiðslu kórónuveirunnar. Um þúsund smit hafa þegar greinst í Bandaríkjunum og er búist við því að þeim fjölgi hratt á næstunni. Áður höfðu starfsmenn Alphabet í Washington-ríki, þar sem útbreiðsla veirunnar hefur verið sem mest í Bandaríkjunum, verið beðnir um að halda sig heima. Nú eru hátt í hundrað þúsund starfsmenn í bæði Bandaríkjunum og Kanada beðnir um að vinna heima hjá sér, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Skrifstofur Alphabet í Norður-Ameríku verða enn opnar fyrir þá starfsmenn sem geta ekki sinnt störfum sínum heima. Fleiri stórfyrirtæki hafa gripið til ráðstafana til að komast í veg fyrir kórónuveirusmit, þar á meðal Apple, Amazon, Microsoft, Facebook og Twitter. Google hefur einnig ákveðið að bregðast við faraldrinum með því að banna auglýsingar fyrir sóttvarnargrímur, stofna sérstakan sjóð svo hlutastarfsmenn og sölumenn geti tekið sér veikindaleyfi og farið í samstarf við breska heilbrigðisþjónustuna til að koma í veg fyrir útbreiðsla ósanninda um kórónuveirunar. Wuhan-veiran Google Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alphabet, móðurfélag tæknirisans Google, hefur skipað starfsfólki í Norður-Ameríku að vinna heiman frá sér til að draga úr hættu á útbreiðslu kórónuveirunnar. Um þúsund smit hafa þegar greinst í Bandaríkjunum og er búist við því að þeim fjölgi hratt á næstunni. Áður höfðu starfsmenn Alphabet í Washington-ríki, þar sem útbreiðsla veirunnar hefur verið sem mest í Bandaríkjunum, verið beðnir um að halda sig heima. Nú eru hátt í hundrað þúsund starfsmenn í bæði Bandaríkjunum og Kanada beðnir um að vinna heima hjá sér, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Skrifstofur Alphabet í Norður-Ameríku verða enn opnar fyrir þá starfsmenn sem geta ekki sinnt störfum sínum heima. Fleiri stórfyrirtæki hafa gripið til ráðstafana til að komast í veg fyrir kórónuveirusmit, þar á meðal Apple, Amazon, Microsoft, Facebook og Twitter. Google hefur einnig ákveðið að bregðast við faraldrinum með því að banna auglýsingar fyrir sóttvarnargrímur, stofna sérstakan sjóð svo hlutastarfsmenn og sölumenn geti tekið sér veikindaleyfi og farið í samstarf við breska heilbrigðisþjónustuna til að koma í veg fyrir útbreiðsla ósanninda um kórónuveirunar.
Wuhan-veiran Google Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira