Stoppa þarf klukkuna til að halda ferðaþjónustunni á lífi Þórir Garðarsson skrifar 17. apríl 2020 10:15 Þrálát umræða á sér stað í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum - að Covid-19 skapi tækifæri til að láta skuldsett fyrirtæki í ferðaþjónustunni fara í þrot. Þeim sé ekki viðbjargandi í ljósi þess tekjuhruns sem þegar er hafið og fyrirséð að standi næstu misseri. Í þessu sambandi hefur verið rætt um offjárfestingu með tilheyrandi skuldsetningu ferðaþjónustufyrirtækja. En ástæðan fyrir miklum fjárfestingum í greininni er sú að það þurfti að ráðast í mikla uppbyggingu til að mæta örri fjölgun ferðamanna. Þannig gátu ferðamenn fengið þjónustu og skilið eftir sig yfir 500 milljarða króna gjaldeyristekjur á ári. Án uppbyggingarinnar, sem fjármögnuð var með eigin fé og lántökum, hefði ekki verið hægt að mæta eftirspurninni. Án mikilla fjárfestinga í ferðaþjónustunni hefði Ísland ekki komist jafn hratt út úr bankahruninu og raun ber vitni. Án þeirra hefði ríkissjóði ekki gengið svo vel að lækka skuldir og Seðlabankinn ekki byggt upp þann gjaldeyrisforða sem nú er til staðar. Fjárfestingarnar standa fyrir sínu – bara ekki núna Ef kórónavírusinn hefði ekki gripið heimsbyggðina heljartökum, þá hefðu fjárfestingarnar í ferðaþjónustunni haldið áfram að skila þjóðarbúinu tekjum og skapa atvinnu fyrir tugþúsundir manna. Þessar fjárfestingar standa því fyllilega fyrir sínu, en við núverandi aðstæður skila þær engum tekjum fyrr en ferðamenn láta sjá sig aftur. Þjóðarbúið er engu bættara þó fjármálafyrirtæki taki eignir og rekstur til sín og selji á brunaútsölu. Án tekna geta fyrirtækin ekki greitt laun, vexti og afborganir lána, skatta, hita, rafmagn, hráefni eða annað sem þarf til að halda starfsemi gangandi. Besta hugmyndin Ef ferðaþjónustan á ekki hreinlega að þurrkast út þarf að hugsa stórt. Besta hugmyndin sem ég hef heyrt hingað til er að ríkið taki að sér afborganir lána ferðaþjónustufyrirtækjanna a.m.k. næsta árið með endurfjármögnun til ferðaþjónustufyrirtækja á Seðlabankakjörum. Það skapar viðskiptabönkunum í staðinn svigrúm til að mæta lausafjárvanda fyrirtækjanna til að þau geti haldið áfram að draga andann. Þau þurfa að vera á lífi þegar ferðamennska fer að glæðast. Ferðaþjónustan skuldar um 250 milljarða króna. Afborganir og vextir gætu numið 20 milljörðum króna á ári. Það er ekki há upphæð í samanburði við þær gríðarmiklu tekjur sem ferðaþjónustan hefur skilað árlega í ríkissjóði undanfarin ár – og mun halda áfram að skila þegar allt verður komið í eðlilegt horf. Ekki er verið að tala um að gefa fyrirtækjunum þessa fjármuni, heldur aðeins að gera þeim kleift að koma rekstrinum í skjól þar til ferðamenn láta sjá sig aftur Þó að 20 milljarðar séu há fjárhæð þá gæti það verið réttlætanlegt í því skyni að stuðla að eins hröðum bata í greininni og hægt er. Stoppa klukkuna og leggjast í híði Lífsvon tekjulausra fyrirtækja er hreinlega leggjast í híði. Þau geta fæst verið með starfsfólk á hlutabótum, vegna þess að það eru ekki einu sinni til peningar til að borga 25% laun. Þau geta ekki einu sinni sagt starfsfólki upp og greitt því laun í uppsagnarfresti. Þau geta ekki greitt fasteignagjöld eða af lánum eða skatta eða neitt annað af þeim fjölmörgu kostnaðarliðum sem fylgir daglegum rekstri. Þau þurfa aðstoð og hún þarf bæði að koma frá ríkisvaldinu og bönkunum. Það þarf einfaldlega að stoppa klukkuna. Þannig verða fyrirtækin best tilbúin til að grípa gæsina þegar hún gefst aftur, þegar ferðamenn fara aftur á stjá. Meðan þessi frostavetur ferðaþjónustunnar gengur yfir hafa fyrirtækin tíma til að ráðast í tiltektir í rekstrinum, huga að sameiningum, viðhalda erlendum samböndum, sinna markaðsmálum, svara fyrirspurnum og gera sig klár fyrir ferðamannavorið. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þórir Garðarsson Hlutabótaleiðin Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þrálát umræða á sér stað í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum - að Covid-19 skapi tækifæri til að láta skuldsett fyrirtæki í ferðaþjónustunni fara í þrot. Þeim sé ekki viðbjargandi í ljósi þess tekjuhruns sem þegar er hafið og fyrirséð að standi næstu misseri. Í þessu sambandi hefur verið rætt um offjárfestingu með tilheyrandi skuldsetningu ferðaþjónustufyrirtækja. En ástæðan fyrir miklum fjárfestingum í greininni er sú að það þurfti að ráðast í mikla uppbyggingu til að mæta örri fjölgun ferðamanna. Þannig gátu ferðamenn fengið þjónustu og skilið eftir sig yfir 500 milljarða króna gjaldeyristekjur á ári. Án uppbyggingarinnar, sem fjármögnuð var með eigin fé og lántökum, hefði ekki verið hægt að mæta eftirspurninni. Án mikilla fjárfestinga í ferðaþjónustunni hefði Ísland ekki komist jafn hratt út úr bankahruninu og raun ber vitni. Án þeirra hefði ríkissjóði ekki gengið svo vel að lækka skuldir og Seðlabankinn ekki byggt upp þann gjaldeyrisforða sem nú er til staðar. Fjárfestingarnar standa fyrir sínu – bara ekki núna Ef kórónavírusinn hefði ekki gripið heimsbyggðina heljartökum, þá hefðu fjárfestingarnar í ferðaþjónustunni haldið áfram að skila þjóðarbúinu tekjum og skapa atvinnu fyrir tugþúsundir manna. Þessar fjárfestingar standa því fyllilega fyrir sínu, en við núverandi aðstæður skila þær engum tekjum fyrr en ferðamenn láta sjá sig aftur. Þjóðarbúið er engu bættara þó fjármálafyrirtæki taki eignir og rekstur til sín og selji á brunaútsölu. Án tekna geta fyrirtækin ekki greitt laun, vexti og afborganir lána, skatta, hita, rafmagn, hráefni eða annað sem þarf til að halda starfsemi gangandi. Besta hugmyndin Ef ferðaþjónustan á ekki hreinlega að þurrkast út þarf að hugsa stórt. Besta hugmyndin sem ég hef heyrt hingað til er að ríkið taki að sér afborganir lána ferðaþjónustufyrirtækjanna a.m.k. næsta árið með endurfjármögnun til ferðaþjónustufyrirtækja á Seðlabankakjörum. Það skapar viðskiptabönkunum í staðinn svigrúm til að mæta lausafjárvanda fyrirtækjanna til að þau geti haldið áfram að draga andann. Þau þurfa að vera á lífi þegar ferðamennska fer að glæðast. Ferðaþjónustan skuldar um 250 milljarða króna. Afborganir og vextir gætu numið 20 milljörðum króna á ári. Það er ekki há upphæð í samanburði við þær gríðarmiklu tekjur sem ferðaþjónustan hefur skilað árlega í ríkissjóði undanfarin ár – og mun halda áfram að skila þegar allt verður komið í eðlilegt horf. Ekki er verið að tala um að gefa fyrirtækjunum þessa fjármuni, heldur aðeins að gera þeim kleift að koma rekstrinum í skjól þar til ferðamenn láta sjá sig aftur Þó að 20 milljarðar séu há fjárhæð þá gæti það verið réttlætanlegt í því skyni að stuðla að eins hröðum bata í greininni og hægt er. Stoppa klukkuna og leggjast í híði Lífsvon tekjulausra fyrirtækja er hreinlega leggjast í híði. Þau geta fæst verið með starfsfólk á hlutabótum, vegna þess að það eru ekki einu sinni til peningar til að borga 25% laun. Þau geta ekki einu sinni sagt starfsfólki upp og greitt því laun í uppsagnarfresti. Þau geta ekki greitt fasteignagjöld eða af lánum eða skatta eða neitt annað af þeim fjölmörgu kostnaðarliðum sem fylgir daglegum rekstri. Þau þurfa aðstoð og hún þarf bæði að koma frá ríkisvaldinu og bönkunum. Það þarf einfaldlega að stoppa klukkuna. Þannig verða fyrirtækin best tilbúin til að grípa gæsina þegar hún gefst aftur, þegar ferðamenn fara aftur á stjá. Meðan þessi frostavetur ferðaþjónustunnar gengur yfir hafa fyrirtækin tíma til að ráðast í tiltektir í rekstrinum, huga að sameiningum, viðhalda erlendum samböndum, sinna markaðsmálum, svara fyrirspurnum og gera sig klár fyrir ferðamannavorið. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar