Tímabundin tækifæri Guðmundur Haukur Guðmundsson skrifar 17. apríl 2020 09:00 Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það áfall sem íslenskt hagkerfi hefur orðið fyrir vegna COVID-19 og þau efnahagslegu áhrif sem veiran hefur á fyrirtæki í landinu, bæði stór og smá. Stjórnvöld leggja nú á ráðin um næsta aðgerðapakka og er þrýst á að sá pakki feli í sér frekari stuðning við fyrirtæki, einkum lítil og meðalstór. Áhugavert er að líta til nágrannaríkja okkar í þessu samhengi og þeirra ríkisaðstoðarkerfa (e. state aid schemes) sem erlend stjórnvöld hafa sett á laggirnar til stuðnings fyrirtækjum þar í landi. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) framfylgir ríkisaðstoðarreglum EES-samningsins og taka reglurnar til sérstakra aðstæðna líkt og COVID-19. Hvers kyns ríkisaðstoð eða ríkisaðstoðarkerfi þarf að hljóta samþykki ESA áður en það kemst til framkvæmdar og hefur ESA nýverið stofnað starfshóp til þess að aðstoða íslensk stjórnvöld við að hrinda ríkisaðstoðarkerfum hratt í framkvæmd. ESA og framkvæmdastjórn ESB hafa einnig kynnt tímabundna útvíkkun á ríkisaðstoðarreglum til þess að veita stjórnvöldum aukið svigrúm til að bæta rekstrarhæfni fyrirtækja. Felur þetta meðal annars í sér möguleika á beinum fjárstuðningi, endurgreiðanlegum fyrirgreiðslum, skattaívilnunum eða lánsábyrgðum. Ólíkt nágrannalöndum okkar hafa íslensk stjórnvöld, þegar þetta er ritað, ekki ennþá nýtt sér þessar tímabundnu útvíkkanir á ríkisaðstoðarreglum EES-samningsins, eða tilkynnt ríkisaðstoðarkerfi formlega til ESA. Á meðan hefur Danmörk fengið sjö ríkisaðstoðarkerfi samþykkt, Noregur fimm og Svíþjóð þrjú. Af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins hafa 23 sett á laggirnar margvísleg ríkisaðstoðarkerfi, og sum ríki fleiri en eitt. Það virðist því ganga hraðar fyrir sig að hrinda slíkum ríkisaðstoðarkerfum í framkvæmd erlendis. Vissulega er það svo að almennar aðgerðir, sem gilda fyrir öll fyrirtæki, falla ekki undir eftirlit ESA með ríkisaðstoð og geta ríki því hrint þeim í framkvæmd án aðkomu ESA. Hins vegar hefur hlutfall ríkisaðstoðar af landsframleiðslu verið fremur lágt á Íslandi í gegnum tíðina, og talsvert lægra en meðaltal ríkja Evrópusambandsins. Með fyrrgreindum útvíkkunum á ríkisaðstoðarreglum eru möguleikar íslenskra stjórnvalda, til þess að grípa inn í og styðja fyrirtæki í vanda, meiri nú en í fjármálahruninu. Aftur á móti er það einungis tímabundið og ættu stjórnvöld því að skoða þessa möguleika vandlega og hvernig nágrannaþjóðir okkar hafa nýtt þetta tímabundna tækifæri. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samkeppniseftirlitinu. Skoðanir eru höfundar og þurfa ekki nauðsynlega að endurspegla afstöðu eða stefnu Samkeppniseftirlitsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Samkeppnismál Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það áfall sem íslenskt hagkerfi hefur orðið fyrir vegna COVID-19 og þau efnahagslegu áhrif sem veiran hefur á fyrirtæki í landinu, bæði stór og smá. Stjórnvöld leggja nú á ráðin um næsta aðgerðapakka og er þrýst á að sá pakki feli í sér frekari stuðning við fyrirtæki, einkum lítil og meðalstór. Áhugavert er að líta til nágrannaríkja okkar í þessu samhengi og þeirra ríkisaðstoðarkerfa (e. state aid schemes) sem erlend stjórnvöld hafa sett á laggirnar til stuðnings fyrirtækjum þar í landi. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) framfylgir ríkisaðstoðarreglum EES-samningsins og taka reglurnar til sérstakra aðstæðna líkt og COVID-19. Hvers kyns ríkisaðstoð eða ríkisaðstoðarkerfi þarf að hljóta samþykki ESA áður en það kemst til framkvæmdar og hefur ESA nýverið stofnað starfshóp til þess að aðstoða íslensk stjórnvöld við að hrinda ríkisaðstoðarkerfum hratt í framkvæmd. ESA og framkvæmdastjórn ESB hafa einnig kynnt tímabundna útvíkkun á ríkisaðstoðarreglum til þess að veita stjórnvöldum aukið svigrúm til að bæta rekstrarhæfni fyrirtækja. Felur þetta meðal annars í sér möguleika á beinum fjárstuðningi, endurgreiðanlegum fyrirgreiðslum, skattaívilnunum eða lánsábyrgðum. Ólíkt nágrannalöndum okkar hafa íslensk stjórnvöld, þegar þetta er ritað, ekki ennþá nýtt sér þessar tímabundnu útvíkkanir á ríkisaðstoðarreglum EES-samningsins, eða tilkynnt ríkisaðstoðarkerfi formlega til ESA. Á meðan hefur Danmörk fengið sjö ríkisaðstoðarkerfi samþykkt, Noregur fimm og Svíþjóð þrjú. Af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins hafa 23 sett á laggirnar margvísleg ríkisaðstoðarkerfi, og sum ríki fleiri en eitt. Það virðist því ganga hraðar fyrir sig að hrinda slíkum ríkisaðstoðarkerfum í framkvæmd erlendis. Vissulega er það svo að almennar aðgerðir, sem gilda fyrir öll fyrirtæki, falla ekki undir eftirlit ESA með ríkisaðstoð og geta ríki því hrint þeim í framkvæmd án aðkomu ESA. Hins vegar hefur hlutfall ríkisaðstoðar af landsframleiðslu verið fremur lágt á Íslandi í gegnum tíðina, og talsvert lægra en meðaltal ríkja Evrópusambandsins. Með fyrrgreindum útvíkkunum á ríkisaðstoðarreglum eru möguleikar íslenskra stjórnvalda, til þess að grípa inn í og styðja fyrirtæki í vanda, meiri nú en í fjármálahruninu. Aftur á móti er það einungis tímabundið og ættu stjórnvöld því að skoða þessa möguleika vandlega og hvernig nágrannaþjóðir okkar hafa nýtt þetta tímabundna tækifæri. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samkeppniseftirlitinu. Skoðanir eru höfundar og þurfa ekki nauðsynlega að endurspegla afstöðu eða stefnu Samkeppniseftirlitsins.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun