Annar maðurinn sem læknaðist af HIV vill verða sendiherra vonar Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2020 13:57 Aðeins tveir menn hafa verið læknaðir af HIV. Vísir/Getty Aðeins tveir menn hafa læknast af HIV veirunni svo vitað sé. Sá fyrsti gerði það árið 2011 en Adam Castillejo hefur ekki tekið lyf við HIV í rúma 30 mánuði eftir að hann læknaðist. Hann læknaðist þó ekki af lyfjum við HIV heldur í gegnum krabbameinsmeðferð. Castillejo gekkst undir beinmergsskipti sem læknuðu hann bæði af krabbamein og eyðni. Sá sem gaf beinmerginn bjó yfir sjaldgæfu geni sem veitir viðkomandi, og nú Castillejo, vörn gegn HIV. Árið 2011 var því lýst yfir að Timothy Brown væri sá fyrsti sem læknaðist hefði af HIV. Hann hafði þá gengið í gegnum svipaða meðferð og Castillejo. Lesa má ítarlega grein um lækningu Castillejo hér að neðan. Sjá einnig: Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Í viðtali við New York Times segir Castillejo að hann vilji vera sendiherra vonar og því hafi hann ákveðið að stíga fram. Hann greindist með HIV árið 2003, þegar hann var einungis 23 ára gamall. Með lyfjum tókst honum að halda sjúkdóminum í skefjum, þar til árið 2011 þegar hann greindist með fjórða stigs krabbamein. Castillejo segir frá því að hann hafi tekið greiningunni sem dauðadómi, þó lyf hafi skánað til muna, og það hafi verið gífurlega erfið lífsreynsla. Þá reynslu hafi hann þó endurlifað 2011 þegar hann greindist með eitlakrabbamein á fjórða stigi. Annan dauðadóm. Við tók löng lyfjameðferð þar til Castillejo var tilkynnt um vorið 2015 að hann myndi ekki lifa fram að jólum. Vinur Castillejo leitaði lausna á netinu og fann lækninn Ian Gabriel, sem sérhæfir sig í beinmergsskiptum á krabbameinssjúklingum og sömuleiðis fólki með eyðni. Castillejo er upprunalega frá Venesúela en faðir hans var af spænskum og hollenskum uppruna. Sem virðist hafa verið til happs, því leit að merggjafa gekk tiltölulega fljótt fyrir sig. Strax um haustið 2015 tilkynnti Gabriel að merggjafi hefði fundist. Aðgerðin sjálf fór svo fram í maí 2016 en raunum Castillejo var þó ekki lokið. Hann misst tugi kílóa og var í marga mánuði á sjúkrahúsi. Þar fékk hann ýmsar sýkingar og gekkst undir fleiri aðgerðir. Allt fór þó á besta veg og þegar Castillejo var búinn að ná sér og kominn aftur í þokkalegt form, tók hann þá ákvörðun að hætta að taka HIV lyfin sín. Þannig gæti hann séð hvort hann væri laus við veiruna. Hann tók síðasta lyfjaskammtinn í október 2017 og sautján mánuðum síðar tilkynntu læknar hans að Castillejo væri læknaður af eyðni. Mjög ólíklegt er að þessi aðgerð gæti nýst fjölda fólks. Vísindi Heilbrigðismál Bandaríkin Bretland Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Aðeins tveir menn hafa læknast af HIV veirunni svo vitað sé. Sá fyrsti gerði það árið 2011 en Adam Castillejo hefur ekki tekið lyf við HIV í rúma 30 mánuði eftir að hann læknaðist. Hann læknaðist þó ekki af lyfjum við HIV heldur í gegnum krabbameinsmeðferð. Castillejo gekkst undir beinmergsskipti sem læknuðu hann bæði af krabbamein og eyðni. Sá sem gaf beinmerginn bjó yfir sjaldgæfu geni sem veitir viðkomandi, og nú Castillejo, vörn gegn HIV. Árið 2011 var því lýst yfir að Timothy Brown væri sá fyrsti sem læknaðist hefði af HIV. Hann hafði þá gengið í gegnum svipaða meðferð og Castillejo. Lesa má ítarlega grein um lækningu Castillejo hér að neðan. Sjá einnig: Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Í viðtali við New York Times segir Castillejo að hann vilji vera sendiherra vonar og því hafi hann ákveðið að stíga fram. Hann greindist með HIV árið 2003, þegar hann var einungis 23 ára gamall. Með lyfjum tókst honum að halda sjúkdóminum í skefjum, þar til árið 2011 þegar hann greindist með fjórða stigs krabbamein. Castillejo segir frá því að hann hafi tekið greiningunni sem dauðadómi, þó lyf hafi skánað til muna, og það hafi verið gífurlega erfið lífsreynsla. Þá reynslu hafi hann þó endurlifað 2011 þegar hann greindist með eitlakrabbamein á fjórða stigi. Annan dauðadóm. Við tók löng lyfjameðferð þar til Castillejo var tilkynnt um vorið 2015 að hann myndi ekki lifa fram að jólum. Vinur Castillejo leitaði lausna á netinu og fann lækninn Ian Gabriel, sem sérhæfir sig í beinmergsskiptum á krabbameinssjúklingum og sömuleiðis fólki með eyðni. Castillejo er upprunalega frá Venesúela en faðir hans var af spænskum og hollenskum uppruna. Sem virðist hafa verið til happs, því leit að merggjafa gekk tiltölulega fljótt fyrir sig. Strax um haustið 2015 tilkynnti Gabriel að merggjafi hefði fundist. Aðgerðin sjálf fór svo fram í maí 2016 en raunum Castillejo var þó ekki lokið. Hann misst tugi kílóa og var í marga mánuði á sjúkrahúsi. Þar fékk hann ýmsar sýkingar og gekkst undir fleiri aðgerðir. Allt fór þó á besta veg og þegar Castillejo var búinn að ná sér og kominn aftur í þokkalegt form, tók hann þá ákvörðun að hætta að taka HIV lyfin sín. Þannig gæti hann séð hvort hann væri laus við veiruna. Hann tók síðasta lyfjaskammtinn í október 2017 og sautján mánuðum síðar tilkynntu læknar hans að Castillejo væri læknaður af eyðni. Mjög ólíklegt er að þessi aðgerð gæti nýst fjölda fólks.
Vísindi Heilbrigðismál Bandaríkin Bretland Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira