Sex af þeim 748 einstaklingum úr ensku úrvalsdeildinni sem hafa verið prófaðir fyrir kórónuveirunni reyndust smitaðir.
Í gær og fyrradag fóru alls 748 leik- og starfsmenn liða í ensku úrvalsdeildinni í próf vegna kórónuveirunnar.
Niðurstöðurnar sýndu að sex af þessum 748 voru smitaðir af veirunni. Þeir koma úr þremur félögum.
Þeir smituðu fara núna í viku einangrun. Nöfn þeirra og félög verða ekki gefin upp.
Liðin í ensku úrvalsdeildinni hófu æfingar í dag eftir langt hlé.