Sveitin verði mataráfangastaður á heimsvísu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. maí 2020 09:00 Karl Jónsson er verkefnastjóri Matarstígsins. Vísir/Tryggvi Páll Ferðaþjónustuaðilar í Eyjafjarðarsveit láta ekki kórónuveirufaraldurinn stoppa áætlanir um að gera sveitina að mataráfangastað á heimsvísu. Unnið er verkefni sen nefnist Matarstígur Helga magra og á hann að laða ferðamenn, innlenda sem erlenda, í sveitina. Verkefnið er nefnt eftir landnámsmanni Eyjafjarðar, og hefur verið í bígerð frá árinu 2015 í Eyjafjarðarsveit, en er nú að líta dagsins ljós. „Grunnpælingin er sú að við ætlum að sameina hér matvælaframleiðendur, veitingaaðilar og ferðaþjónustuaðila í eitt verkefni og með þann tilgang að búa hér til mataráfangastað á heimsvísu,“ segir Karl Jónsson, verkefnastjóri Matarstígsins en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér fyrir neðan. Þannig eiga ferðamenn, íslenskir sem erlendir, að geta kynnst matarhefðum svæðisins. „Það væri í fyrsta lagi að þú gætir tekið hérna hring og þú gætir stoppað á skilgreindum þáttökustöðum í matarstígnum. Þú gætir fengið smakk á þessum stöðum, eitthvað úr sérstöðu viðkomandi staðar og ekki síst gætir þú í rauninni bara notið ferðaþjónustunnar í heild sinni hvort sem þú ert að fara á eigin vegum eða með skipulögðum hætti. Við stefnum á í sumar verði prufukeyrðar fastar matarstígshringferðir. Þá áttu að geta fengið að smakka á því helsta sem er framleitt hérna á veitingastöðunum, á búum og kaffihúsum,“ segir Karl. Með þessu er vonast til þess að hægt sé að fjölga ferðamönnum en kannski ekki síst að vænka hag bænda á svæðinu. „Síðan er kannski stóra markmiðið líka snýr að matvælaframleiðendum, kannski bændum, að við getum notað matarstíginn sem svona platform fyrir þá til að auka verðmæti sín og bæta sinn hag og svo náttúrulega bara að fjölga ferðamönnum, búa til vöru sem við getum selt ferðina,“ segir Karl. Innviðirnir eru þegar til staðar enda gróskumikil ferðaþjónusta í sveitinni, og mikil matvælaframleiðsla. „Hérna eru gríðarlegar matarhefðir og veitiingahúsaflóra sem við erum bara að ramma inn. Við höfum þá trú að ferðamennskan sé að breytast í ljósi ýmissa atburða, að fólk vilji dvelja lengur og það vilji njóta meira og betur þess sem hvert svæði hefur upp á að bjóða,“ segir Karl. „Við gerum það. Það er rosalega mikil samvinna og slagkraftur á meðal ferðaþjónustuaðila hérna ísveitinni. Einhvern veginn er það þannig að þegar eitthvað bjátar á eins og hefur gert undanfarið þá er eins og það komi einhver ofboðslega skemmtilegir frumkraftur og skemmtileg stemmning að rífa sig upp úr þessu og vera tilbúinn þegar opnast aftur.“ Fjallað var um verkefnið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þá frétt má sjá hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Eyjafjarðarsveit Matur Landbúnaður Veitingastaðir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar í Eyjafjarðarsveit láta ekki kórónuveirufaraldurinn stoppa áætlanir um að gera sveitina að mataráfangastað á heimsvísu. Unnið er verkefni sen nefnist Matarstígur Helga magra og á hann að laða ferðamenn, innlenda sem erlenda, í sveitina. Verkefnið er nefnt eftir landnámsmanni Eyjafjarðar, og hefur verið í bígerð frá árinu 2015 í Eyjafjarðarsveit, en er nú að líta dagsins ljós. „Grunnpælingin er sú að við ætlum að sameina hér matvælaframleiðendur, veitingaaðilar og ferðaþjónustuaðila í eitt verkefni og með þann tilgang að búa hér til mataráfangastað á heimsvísu,“ segir Karl Jónsson, verkefnastjóri Matarstígsins en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér fyrir neðan. Þannig eiga ferðamenn, íslenskir sem erlendir, að geta kynnst matarhefðum svæðisins. „Það væri í fyrsta lagi að þú gætir tekið hérna hring og þú gætir stoppað á skilgreindum þáttökustöðum í matarstígnum. Þú gætir fengið smakk á þessum stöðum, eitthvað úr sérstöðu viðkomandi staðar og ekki síst gætir þú í rauninni bara notið ferðaþjónustunnar í heild sinni hvort sem þú ert að fara á eigin vegum eða með skipulögðum hætti. Við stefnum á í sumar verði prufukeyrðar fastar matarstígshringferðir. Þá áttu að geta fengið að smakka á því helsta sem er framleitt hérna á veitingastöðunum, á búum og kaffihúsum,“ segir Karl. Með þessu er vonast til þess að hægt sé að fjölga ferðamönnum en kannski ekki síst að vænka hag bænda á svæðinu. „Síðan er kannski stóra markmiðið líka snýr að matvælaframleiðendum, kannski bændum, að við getum notað matarstíginn sem svona platform fyrir þá til að auka verðmæti sín og bæta sinn hag og svo náttúrulega bara að fjölga ferðamönnum, búa til vöru sem við getum selt ferðina,“ segir Karl. Innviðirnir eru þegar til staðar enda gróskumikil ferðaþjónusta í sveitinni, og mikil matvælaframleiðsla. „Hérna eru gríðarlegar matarhefðir og veitiingahúsaflóra sem við erum bara að ramma inn. Við höfum þá trú að ferðamennskan sé að breytast í ljósi ýmissa atburða, að fólk vilji dvelja lengur og það vilji njóta meira og betur þess sem hvert svæði hefur upp á að bjóða,“ segir Karl. „Við gerum það. Það er rosalega mikil samvinna og slagkraftur á meðal ferðaþjónustuaðila hérna ísveitinni. Einhvern veginn er það þannig að þegar eitthvað bjátar á eins og hefur gert undanfarið þá er eins og það komi einhver ofboðslega skemmtilegir frumkraftur og skemmtileg stemmning að rífa sig upp úr þessu og vera tilbúinn þegar opnast aftur.“ Fjallað var um verkefnið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þá frétt má sjá hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Eyjafjarðarsveit Matur Landbúnaður Veitingastaðir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira