Grindavík gerir Liverpool freistandi tilboð Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2020 09:00 Er þetta ekki ágæt hugmynd? Liverpool byrjar vonandi brátt liðsæfingar að nýju og hvar væri betra að gera það en í Grindavík? VÍSIR/GETTY Vonir standa til þess að hægt verði að hefja keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að nýju þann 12. júní, eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Grindvíkingar hafa boðið Liverpool aðstoð við undirbúninginn. Ekki er enn ljóst hvenær ensku liðin geta hafið hefðbundnar liðsæfingar að nýju en hefðbundnar æfingar meistaraflokka á Íslandi ættu að verða leyfilegar 25. maí. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins á fimmtudag hafa einhverjar óformlegar þreifingar átt sér stað um komu enskra úrvalsdeildarliða til æfinga hér á landi, en haft var eftir Guðna Bergssyni formanni KSÍ á mbl.is í kjölfarið að slíkt væri ólíklegt. Vilji Liverpool-menn, sem eru langefstir í ensku úrvalsdeildinni og afar nærri því að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn, koma til Íslands gætu þeir horft til Suðurnesja eftir tilboð frá Grindvíkingum í gegnum Twitter. Þar benda Grindvíkingar á að þeir séu með þrjá fótboltavelli í boði og svo sé hið fimm stjörnu hótel Bláa lónsins í næsta nágrenni. Það verður þó vissulega að teljast ólíklegt að Salah, Mané og félagar mæti til Grindavíkur en hafa ber í huga að um fordæmalausa tíma er að ræða. If you need a place to practice over the next few weeks we would love to host you @LFC. In Grindavik, Iceland we've got 3 pitches with the 5 star Blue Lagoon Hotel next door. Top facilities.You could not restart the season in a better way! pic.twitter.com/L2ReAIa9pq— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) May 15, 2020 UMF Grindavík Enski boltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Vonir standa til þess að hægt verði að hefja keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að nýju þann 12. júní, eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Grindvíkingar hafa boðið Liverpool aðstoð við undirbúninginn. Ekki er enn ljóst hvenær ensku liðin geta hafið hefðbundnar liðsæfingar að nýju en hefðbundnar æfingar meistaraflokka á Íslandi ættu að verða leyfilegar 25. maí. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins á fimmtudag hafa einhverjar óformlegar þreifingar átt sér stað um komu enskra úrvalsdeildarliða til æfinga hér á landi, en haft var eftir Guðna Bergssyni formanni KSÍ á mbl.is í kjölfarið að slíkt væri ólíklegt. Vilji Liverpool-menn, sem eru langefstir í ensku úrvalsdeildinni og afar nærri því að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn, koma til Íslands gætu þeir horft til Suðurnesja eftir tilboð frá Grindvíkingum í gegnum Twitter. Þar benda Grindvíkingar á að þeir séu með þrjá fótboltavelli í boði og svo sé hið fimm stjörnu hótel Bláa lónsins í næsta nágrenni. Það verður þó vissulega að teljast ólíklegt að Salah, Mané og félagar mæti til Grindavíkur en hafa ber í huga að um fordæmalausa tíma er að ræða. If you need a place to practice over the next few weeks we would love to host you @LFC. In Grindavik, Iceland we've got 3 pitches with the 5 star Blue Lagoon Hotel next door. Top facilities.You could not restart the season in a better way! pic.twitter.com/L2ReAIa9pq— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) May 15, 2020
UMF Grindavík Enski boltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira