Já, forsætisráðherra! Hjálmar Jónsson skrifar 16. maí 2020 11:00 Sótt er að upplýsingarétti almennings rétt eina ferðina þessa dagana og er kannski ekki í frásögur færandi miðað við það hvernig kaupin hafa gerst á eyrinni til þessa. Nú er til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingar á upplýsingalögum. Í frumvarpinu er það nýmæli að skylt er að bera upplýsingabeiðnir undir þriðja aðila, þ.e.a.s. þann sem upplýsingarnar geta varðað, bæði á vettvangi stjórnsýslunnar og einnig eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað um aðgang að upplýsingum. Með þessum breytingum myndi framkvæmd upplýsingabeiðn þyngjast verulega og afgreiðslutími lengjast enn frekar en nú er raunin og er hann þó alltof langur fyrir. Borgarskjalasafn og úrskurðarnefnd um upplýsingamál benda á það í umsögnum sínum að samkvæmt gildandi lögum sé heimilt að bera upplýsingabeiðnir undir þriðja aðila og því sé ekki nauðsynlegt að mæla fyrir um skyldu í þessum efnum, enda sé skylda til öflunar afstöðu þriðja aðila atviksbundin og leiði af eðli máls hverju sinni. Svo dæmi sé tekið hefði það ekki verið valkvætt heldur skylt að bera upplýsingabeiðni um 18 milljón króna námsstyrk Seðlabankans undir þann sem styrkinn hlaut. Menn geta velt því fyrir sér hversu eðlilegt það sé? Fyrirfram hefði mátt ætla að upplýsingar um slíka greiðslur ættu alltaf að vera opinberar og gagnsæjar og að leynd þar um geti aldrei verið eðlileg. Samt þurfi héraðsdómur að úrskurða um að afhenda bæri þessar upplýsingar og eflaust hefði dómnum verið áfrýjað til Landsréttar ef ekki hefði verið skipt um seðlabankastjóra í millitíðinni! Það er umhugsunarvert að frumvarpið er samið í forsætisráðuneytinu á grundvelli umsagnar Samtaka atvinnulífsins þegar frumvarp um breytingar á upplýsingalögum, sem síðar urðu lög nr. 72/2019, var til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þær lagabreytingar voru lagðar til af nefnd sem forsætisráðherra skipaði um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis og var eitt fjölmargra frumvarpa sem nefndinni sendi frá sér til að styrkja tjáningarfrelsið í landinu. Nefnd forsætisráðherra taldi ekki nauðsynlegt að leiða í lög skyldu til að leita eftir afstöðu þriðja aðila. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd taldi í fyrra, þegar málið var til umfjöllunar í nefndinni, ekki nauðsynlegt að taka til greina athugasemdir SA í þessum efnum og enginn af 63 þingmönnum Alþingis taldi ástæður til að leggja fram breytingartillögu þessa efnis. Forsætisráðuneytið sér hins vegar ástæðu til þess að taka upp hluta tillagna SA að eigin frumkvæði svo skömmu eftir upplýsingalögin voru til meðferðar á Alþingi af því að það er mat ráðuneytisins að það geti „verið til nokkurra bóta miðað við gildandi rétt,” eins og segir í greinargerðinni. Nú er flestum okkar sem komin eru á miðjan aldur minnistæðir breskur sjónvarpsþættirnir Já, ráðherra og Já, forsætisráðherra, sem fjölluðu um samskipti embættismannakerfis og kjörinna fulltrúa með skoplegum hætti. Ég velti því fyrir mér hvort ekki er kominn tími á íslenskra útgáfu þáttanna; mér sýnist ýmislegt benda til þess! Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Sótt er að upplýsingarétti almennings rétt eina ferðina þessa dagana og er kannski ekki í frásögur færandi miðað við það hvernig kaupin hafa gerst á eyrinni til þessa. Nú er til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingar á upplýsingalögum. Í frumvarpinu er það nýmæli að skylt er að bera upplýsingabeiðnir undir þriðja aðila, þ.e.a.s. þann sem upplýsingarnar geta varðað, bæði á vettvangi stjórnsýslunnar og einnig eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað um aðgang að upplýsingum. Með þessum breytingum myndi framkvæmd upplýsingabeiðn þyngjast verulega og afgreiðslutími lengjast enn frekar en nú er raunin og er hann þó alltof langur fyrir. Borgarskjalasafn og úrskurðarnefnd um upplýsingamál benda á það í umsögnum sínum að samkvæmt gildandi lögum sé heimilt að bera upplýsingabeiðnir undir þriðja aðila og því sé ekki nauðsynlegt að mæla fyrir um skyldu í þessum efnum, enda sé skylda til öflunar afstöðu þriðja aðila atviksbundin og leiði af eðli máls hverju sinni. Svo dæmi sé tekið hefði það ekki verið valkvætt heldur skylt að bera upplýsingabeiðni um 18 milljón króna námsstyrk Seðlabankans undir þann sem styrkinn hlaut. Menn geta velt því fyrir sér hversu eðlilegt það sé? Fyrirfram hefði mátt ætla að upplýsingar um slíka greiðslur ættu alltaf að vera opinberar og gagnsæjar og að leynd þar um geti aldrei verið eðlileg. Samt þurfi héraðsdómur að úrskurða um að afhenda bæri þessar upplýsingar og eflaust hefði dómnum verið áfrýjað til Landsréttar ef ekki hefði verið skipt um seðlabankastjóra í millitíðinni! Það er umhugsunarvert að frumvarpið er samið í forsætisráðuneytinu á grundvelli umsagnar Samtaka atvinnulífsins þegar frumvarp um breytingar á upplýsingalögum, sem síðar urðu lög nr. 72/2019, var til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þær lagabreytingar voru lagðar til af nefnd sem forsætisráðherra skipaði um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis og var eitt fjölmargra frumvarpa sem nefndinni sendi frá sér til að styrkja tjáningarfrelsið í landinu. Nefnd forsætisráðherra taldi ekki nauðsynlegt að leiða í lög skyldu til að leita eftir afstöðu þriðja aðila. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd taldi í fyrra, þegar málið var til umfjöllunar í nefndinni, ekki nauðsynlegt að taka til greina athugasemdir SA í þessum efnum og enginn af 63 þingmönnum Alþingis taldi ástæður til að leggja fram breytingartillögu þessa efnis. Forsætisráðuneytið sér hins vegar ástæðu til þess að taka upp hluta tillagna SA að eigin frumkvæði svo skömmu eftir upplýsingalögin voru til meðferðar á Alþingi af því að það er mat ráðuneytisins að það geti „verið til nokkurra bóta miðað við gildandi rétt,” eins og segir í greinargerðinni. Nú er flestum okkar sem komin eru á miðjan aldur minnistæðir breskur sjónvarpsþættirnir Já, ráðherra og Já, forsætisráðherra, sem fjölluðu um samskipti embættismannakerfis og kjörinna fulltrúa með skoplegum hætti. Ég velti því fyrir mér hvort ekki er kominn tími á íslenskra útgáfu þáttanna; mér sýnist ýmislegt benda til þess! Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun