Stjórnmálin á tímum heimsfaraldurs Bjarni Halldór Janusson skrifar 15. apríl 2020 09:00 Undir lok síðasta árs var tilkynnt um fyrstu smit nýrrar veiru í fjölskyldu kórónuveira. Í fyrstu héldu sumir að nýja veiran væri litlu alvarlegri en hin venjulega flensa og sneru sér að öðru. Vesturlönd sváfu á verðinum og reyndust illa undirbúin þegar smit fóru loks að berast af alvöru frá Kína til Bandaríkjanna, Evrópu og síðar um allan heim. Nú er varla deilt um alvarleika eða áhrif veirunnar, alla vega ekki meðal málsmetandi fólks. Útbreiðsla veirunnar hefur neytt okkur til að gjörbreyta lífsháttum okkar og aðlagast þeirri stöðu sem annars er kölluð fordæmalaus, og það sem verra er, veiran hefur náð til tveggja milljóna manna og orðið 120 þúsund manns að bana. Síðustu vikur hafa reynt á og minnt okkur á mikilvægi mannúðar og samstöðu. Fátt er mikilvægra í samfélaginu á tímum sem þessum. En það er enn heilmargt sem við getum lært og gert betur næst þegar eitthvað bjátar á. Síðustu vikur hefur heilbrigðisstarfsfólk unnið þrotlausa vinnu. Þetta starfsfólk er auðvitað vant því að sinna sínu nauðsynlega starfi undir miklu álagi, en undanfarnar vikur hafa verið einstaklega erfiðar og álagið áberandi. Oft er sagt um þá, sem taka þarfir annarra fram yfir eigin hag, að þeir sinni óeigingjörnu starfi. Það lýsir heilbrigðisstarfi síðustu vikna einna best. Starfið hefur raunar verið svo óeigingjarnt að í stað launahækkana eða almennilegra úrræða hafa yfirvöld sýnt þakklæti sitt í verki með áhrifalitlu, en þó einlægu, lófataki. Það er ekkert að því að hrósa fyrir góð verk og góðverk, en slíkt gerir lítið til að leysa undirfjármögnun heilbrigðiskerfisins og gerir lítið til að létta álagi af starfsfólki þess. Skipta stjórnmálin ekki máli? Það er skiljanlegt að yfirlýsingar um “að nú skipti stjórnmál ekki máli” spretti upp því “nú sé mikilvægast af öllu að standa saman” og þá mega átök og aðrar deilur stjórnmálanna bíða. Það er gott og vel, enda þurfum við að sýna samstöðu og vinna saman að lausnum, og vandamál af þessari stærðargráðu krefjast lausna af sömu stærðargráðu. Yfirvöld hafa staðið sig með prýði í upplýsingagjöf og árangur okkar síðustu daga er ákvörðunum og viðbrögðum alls viðeigandi fagfólks að þakka. Hér hefur stjórnmálafólk ekki stefnt þjóðinni í hættu með því að grípa fram fyrir hendur sérfræðinga, annað en í Bandaríkjunum, og hér hafa stjórnmálin ekki heldur öfgavæðst með þeim hætti sem þau hafa í ríkjum á borð við Brasilíu og Ungverjaland. Þar hafa þjóðarleiðtogar í skjóli faraldurs neglt enn einn naglann í líkkistu mannréttinda og frjálslynds lýðræðis. Við erum þó laus við einræðistilburði og mannréttindabrot, og við erum að mestu leyti laus við stjórnmálafólk sem þykist vita betur en þeir sem raunverulega vita betur. Þetta eru þau stjórnmál sem við erum blessunarlega laus við og við ættum að halda því þannig. Þó er ekki þar með sagt að kasta eigi stjórnmálunum á glæ. Það þýðir ekki að við eigum að bæla niður heilbrigðan ágreining og fleygja skynsamlegum tillögum ofan í enn eina ráðherraskúffuna með ófáum skýrslunum sem þar liggja fyrir. Það er ekki hægt að ýta stjórnmálunum og deilum þeirra til hliðar á meðan mikilvægar ákvarðanir eru teknar, það segir sig eiginlega sjálft. Lýðræðislegur ágreiningur er ekki bara eðlilegur, heldur líka mikilvægur ef við viljum draga rétta lærdóma af ástandinu sem nú blasir við. Það er vel hægt að takast á við útbreiðslu veirunnar af fagmennsku og samtakamætti, líkt og við höfum nú þegar gert, en einnig stunda þau stjórnmál og ræða það sem við nauðsynlega þurfum til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig, til að koma í veg fyrir frekari dauðsföll og enn meiri samfélagsskaða. Það eru stjórnmál að krefjast hærri launa fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Það eru stjórnmál að krefjast hærri fjárframlaga til heilbrigðiskerfisins. Það eru stjórnmál að vekja athygli á því að í samfélaginu séu vissulega ekki allir jafnir í baráttunni við veiruna, því heldri borgarar, sjúklingar, lágtekjufólk og aðrir jaðarhópar eru vitanlega öll í meiri hættu en aðrir. Ef við viljum draga lærdóm af þessum “fordæmalausu tímum” þá gerum við það ekki með því að fresta umræðu sem kann að virðast óþarfi eða óþægileg á þessum tímapunkti. Verði umræðunni frestað til betri tíma, líkt og svo oft áður, er hætta á að við sofnum aftur á verðinum. Brátt koma nýjar og aðrar áskoranir fyrir heilbrigðiskerfið okkar og við þurfum að bregðast tímanlega við því og með viðeigandi hætti, svo sem að svara kalli hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks sem hefur lengi kallað eftir úrbótum og auknum stuðningi yfirvalda. Það er heldur ekki hægt að fresta viðfangsefnum stjórnmálanna þegar þeim verður vart frestað mikið lengur, eins og í umhverfis- og loftslagsmálum, þar sem hver aðgerðarlaus dagur færir okkur fjær upprunalegum markmiðum okkar og nær þeim veruleika þar sem jörðin hefur hlýnað tilfinnanlega mikið. Stjórnmálin bíða ekki, því vandamálin bíða ekki. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bjarni Halldór Janusson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Undir lok síðasta árs var tilkynnt um fyrstu smit nýrrar veiru í fjölskyldu kórónuveira. Í fyrstu héldu sumir að nýja veiran væri litlu alvarlegri en hin venjulega flensa og sneru sér að öðru. Vesturlönd sváfu á verðinum og reyndust illa undirbúin þegar smit fóru loks að berast af alvöru frá Kína til Bandaríkjanna, Evrópu og síðar um allan heim. Nú er varla deilt um alvarleika eða áhrif veirunnar, alla vega ekki meðal málsmetandi fólks. Útbreiðsla veirunnar hefur neytt okkur til að gjörbreyta lífsháttum okkar og aðlagast þeirri stöðu sem annars er kölluð fordæmalaus, og það sem verra er, veiran hefur náð til tveggja milljóna manna og orðið 120 þúsund manns að bana. Síðustu vikur hafa reynt á og minnt okkur á mikilvægi mannúðar og samstöðu. Fátt er mikilvægra í samfélaginu á tímum sem þessum. En það er enn heilmargt sem við getum lært og gert betur næst þegar eitthvað bjátar á. Síðustu vikur hefur heilbrigðisstarfsfólk unnið þrotlausa vinnu. Þetta starfsfólk er auðvitað vant því að sinna sínu nauðsynlega starfi undir miklu álagi, en undanfarnar vikur hafa verið einstaklega erfiðar og álagið áberandi. Oft er sagt um þá, sem taka þarfir annarra fram yfir eigin hag, að þeir sinni óeigingjörnu starfi. Það lýsir heilbrigðisstarfi síðustu vikna einna best. Starfið hefur raunar verið svo óeigingjarnt að í stað launahækkana eða almennilegra úrræða hafa yfirvöld sýnt þakklæti sitt í verki með áhrifalitlu, en þó einlægu, lófataki. Það er ekkert að því að hrósa fyrir góð verk og góðverk, en slíkt gerir lítið til að leysa undirfjármögnun heilbrigðiskerfisins og gerir lítið til að létta álagi af starfsfólki þess. Skipta stjórnmálin ekki máli? Það er skiljanlegt að yfirlýsingar um “að nú skipti stjórnmál ekki máli” spretti upp því “nú sé mikilvægast af öllu að standa saman” og þá mega átök og aðrar deilur stjórnmálanna bíða. Það er gott og vel, enda þurfum við að sýna samstöðu og vinna saman að lausnum, og vandamál af þessari stærðargráðu krefjast lausna af sömu stærðargráðu. Yfirvöld hafa staðið sig með prýði í upplýsingagjöf og árangur okkar síðustu daga er ákvörðunum og viðbrögðum alls viðeigandi fagfólks að þakka. Hér hefur stjórnmálafólk ekki stefnt þjóðinni í hættu með því að grípa fram fyrir hendur sérfræðinga, annað en í Bandaríkjunum, og hér hafa stjórnmálin ekki heldur öfgavæðst með þeim hætti sem þau hafa í ríkjum á borð við Brasilíu og Ungverjaland. Þar hafa þjóðarleiðtogar í skjóli faraldurs neglt enn einn naglann í líkkistu mannréttinda og frjálslynds lýðræðis. Við erum þó laus við einræðistilburði og mannréttindabrot, og við erum að mestu leyti laus við stjórnmálafólk sem þykist vita betur en þeir sem raunverulega vita betur. Þetta eru þau stjórnmál sem við erum blessunarlega laus við og við ættum að halda því þannig. Þó er ekki þar með sagt að kasta eigi stjórnmálunum á glæ. Það þýðir ekki að við eigum að bæla niður heilbrigðan ágreining og fleygja skynsamlegum tillögum ofan í enn eina ráðherraskúffuna með ófáum skýrslunum sem þar liggja fyrir. Það er ekki hægt að ýta stjórnmálunum og deilum þeirra til hliðar á meðan mikilvægar ákvarðanir eru teknar, það segir sig eiginlega sjálft. Lýðræðislegur ágreiningur er ekki bara eðlilegur, heldur líka mikilvægur ef við viljum draga rétta lærdóma af ástandinu sem nú blasir við. Það er vel hægt að takast á við útbreiðslu veirunnar af fagmennsku og samtakamætti, líkt og við höfum nú þegar gert, en einnig stunda þau stjórnmál og ræða það sem við nauðsynlega þurfum til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig, til að koma í veg fyrir frekari dauðsföll og enn meiri samfélagsskaða. Það eru stjórnmál að krefjast hærri launa fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Það eru stjórnmál að krefjast hærri fjárframlaga til heilbrigðiskerfisins. Það eru stjórnmál að vekja athygli á því að í samfélaginu séu vissulega ekki allir jafnir í baráttunni við veiruna, því heldri borgarar, sjúklingar, lágtekjufólk og aðrir jaðarhópar eru vitanlega öll í meiri hættu en aðrir. Ef við viljum draga lærdóm af þessum “fordæmalausu tímum” þá gerum við það ekki með því að fresta umræðu sem kann að virðast óþarfi eða óþægileg á þessum tímapunkti. Verði umræðunni frestað til betri tíma, líkt og svo oft áður, er hætta á að við sofnum aftur á verðinum. Brátt koma nýjar og aðrar áskoranir fyrir heilbrigðiskerfið okkar og við þurfum að bregðast tímanlega við því og með viðeigandi hætti, svo sem að svara kalli hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks sem hefur lengi kallað eftir úrbótum og auknum stuðningi yfirvalda. Það er heldur ekki hægt að fresta viðfangsefnum stjórnmálanna þegar þeim verður vart frestað mikið lengur, eins og í umhverfis- og loftslagsmálum, þar sem hver aðgerðarlaus dagur færir okkur fjær upprunalegum markmiðum okkar og nær þeim veruleika þar sem jörðin hefur hlýnað tilfinnanlega mikið. Stjórnmálin bíða ekki, því vandamálin bíða ekki. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar