Fjölskylda Söndru biður fólk um að skoða upptökur úr myndavélum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. apríl 2020 13:00 Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka Söndru Lífar. Fjölskylda og vinir Söndru Lífar sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag hófu í morgun leit að henni við Seltjarnarnes. Hópur aðstandenda hittist við golfskálann á Seltjarnarnesi klukkan hálf ellefu. Í dag munu þau leita í fjörunum frá smábátahöfnunni, fram hjá golfvellinum og að Gróttu, samkvæmt leiðbeiningum frá lögreglu. „Það eina sem við vitum er að hún keyrir inn á Álftanes um klukkan sjö á skírdag. Við vitum í raun ekkert meira,“ segir Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka Söndru, sem er í leitarhópnum. „Hún fer í hádegismat til ömmu og afa á skírdag og þau töldu ekkert óvenjulegt í fari hennar. Svo hittir hún vinkonu sína rétt áður en hún fer út á Álftanes og hún tók ekki heldur eftir neinu.“ Fjölskylda og vinir Söndru Lífar hófu leit að henni í fjörunum við Seltjarnarnes í morgun Bíll Söndru, ljósgrár Ford Focus, fannst við Kasthúsatjörn á Álftanesi aðfaranótt laugardags. Fjölskyldan gekk þar um svæðið í gær. „Það er mikið af húsum þarna í kring og þetta er mjög opið svæði. Það hlýtur að vera að einhver hafi séð eitthvað á þessum eina og hálfa sólarhring sem bíllinn var þarna.“ Sandra Líf ÞórarinsdóttirLögreglan Sandra er 27 ára gömul, 172 cm á hæð, grannvaxin og með mjög sítt rauðleitt ár „Hún er mjög falleg ung stelpa, með sítt rautt hár, og var í neongulri peysu sem fer ekki fram hjá neinum. Allar upplýsingar eru vel þegnar. Ef fólk á svæðinu gæti farið í gegnum myndavélakerfi ef það er með svoleiðis, eins ef það var úti í garði á þessum tíma. Hvort sem það eru litlar upplýsingar eða bara hvað sem er, þá tökum við því,“ segir Olga. Fjölskyldan leitar í dag við smábátahöfnina á Seltjarnarnesi, fram hjá golfvellinum og að Gróttu. Björgunarsveitir hafa leitað Söndru á síðustu dögum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar jafnframt verið notuð. Leit við Gróttu var hætt um klukkan hálf sex í gær en síðan aftur hafin klukkan tíu í gærkvöldi eftir að vegfarendur töldu sig sjá torkennilegan hlut í sjónum. Henni var aftur hætt á öðrum tímanum í nótt. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Nánar verður rætt við Olgu Maríu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lögreglumál Björgunarsveitir Garðabær Seltjarnarnes Landhelgisgæslan Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Fjölskylda og vinir Söndru Lífar sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag hófu í morgun leit að henni við Seltjarnarnes. Hópur aðstandenda hittist við golfskálann á Seltjarnarnesi klukkan hálf ellefu. Í dag munu þau leita í fjörunum frá smábátahöfnunni, fram hjá golfvellinum og að Gróttu, samkvæmt leiðbeiningum frá lögreglu. „Það eina sem við vitum er að hún keyrir inn á Álftanes um klukkan sjö á skírdag. Við vitum í raun ekkert meira,“ segir Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka Söndru, sem er í leitarhópnum. „Hún fer í hádegismat til ömmu og afa á skírdag og þau töldu ekkert óvenjulegt í fari hennar. Svo hittir hún vinkonu sína rétt áður en hún fer út á Álftanes og hún tók ekki heldur eftir neinu.“ Fjölskylda og vinir Söndru Lífar hófu leit að henni í fjörunum við Seltjarnarnes í morgun Bíll Söndru, ljósgrár Ford Focus, fannst við Kasthúsatjörn á Álftanesi aðfaranótt laugardags. Fjölskyldan gekk þar um svæðið í gær. „Það er mikið af húsum þarna í kring og þetta er mjög opið svæði. Það hlýtur að vera að einhver hafi séð eitthvað á þessum eina og hálfa sólarhring sem bíllinn var þarna.“ Sandra Líf ÞórarinsdóttirLögreglan Sandra er 27 ára gömul, 172 cm á hæð, grannvaxin og með mjög sítt rauðleitt ár „Hún er mjög falleg ung stelpa, með sítt rautt hár, og var í neongulri peysu sem fer ekki fram hjá neinum. Allar upplýsingar eru vel þegnar. Ef fólk á svæðinu gæti farið í gegnum myndavélakerfi ef það er með svoleiðis, eins ef það var úti í garði á þessum tíma. Hvort sem það eru litlar upplýsingar eða bara hvað sem er, þá tökum við því,“ segir Olga. Fjölskyldan leitar í dag við smábátahöfnina á Seltjarnarnesi, fram hjá golfvellinum og að Gróttu. Björgunarsveitir hafa leitað Söndru á síðustu dögum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar jafnframt verið notuð. Leit við Gróttu var hætt um klukkan hálf sex í gær en síðan aftur hafin klukkan tíu í gærkvöldi eftir að vegfarendur töldu sig sjá torkennilegan hlut í sjónum. Henni var aftur hætt á öðrum tímanum í nótt. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Nánar verður rætt við Olgu Maríu í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Lögreglumál Björgunarsveitir Garðabær Seltjarnarnes Landhelgisgæslan Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira