Apple og Google hanna búnað sem tilkynnir um hættu á smiti Sylvía Hall skrifar 10. apríl 2020 23:00 Tæknirisarnir Apple og Google munu leiða saman hesta sína. Vísir/Getty Tæknirisarnir Apple og Google munu leiða saman hesta sína í því skyni að þróa hugbúnað sem lætur fólk vita ef það hefur verið nálægt einhverjum sem smitaður er af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hugbúnaðurinn myndi þannig auðvelda smitrakningu. Þetta kemur fram á vef BBC. Notendur myndu njóta nafnleyndar og yrðu að leyfa notkun búnaðarins, verði hann að veruleika. Þannig myndi búnaðurinn fylgjast með því í gegnum Bluetooth-merki símans hvort notandi hefði verið nægilega nálægt smitbera til þess að vera í hættu á að hafa smitast af veirunni. Ef það þykir líklegt að viðkomandi sé smitaður fær hann tilkynningu í símann sinn. To help public health officials slow the spread of #COVID19, Google & @Apple are working on a contact tracing approach designed with strong controls and protections for user privacy. @tim_cook and I are committed to working together on these efforts.https://t.co/T0j88YBcFu— Sundar Pichai (@sundarpichai) April 10, 2020 Hugbúnaðurinn mun hvorki geyma GPS-upplýsingar um staðsetningu né aðrar persónulegar upplýsingar um notandann. „Einkalíf, gegnsæi og samþykki eru það mikilvægasta í þessari vinnu og við hlökkum til að þróa þetta í samráði við áhugasama hagsmunaaðila,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu Apple og Google. Þá segja fyrirtækin aldrei hafa verið mikilvægara að vinna saman til að leysa þetta vandamál sem kórónuveirufaraldurinn er. Með þessu væri hægt að sporna frekar gegn útbreiðslunni. Contact tracing can help slow the spread of COVID-19 and can be done without compromising user privacy. We’re working with @sundarpichai & @Google to help health officials harness Bluetooth technology in a way that also respects transparency & consent. https://t.co/94XlbmaGZV— Tim Cook (@tim_cook) April 10, 2020 Smitrakningarforritið Rakning C-19 var gert aðgengilegt hér á landi fyrir rúmlega viku síðan og hafa um 120 þúsund símtæki sótt smitrakningarforritið. Forritið sem um ræðir geymir þó ferðaupplýsingar fólks, ólíkt hugmyndum Apple og Google, í um tvær vikur og er þannig hægt að óska eftir aðgangi að staðsetningargögnum ef smit kemur upp. Að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmaður smitrakningateymisins, hefur forritið hjálpað mikið til við vinnu smitrakningateymisins. Í fyrradag hafði forritið verið notað til þess að rekja ferðir fjögurra einstaklinga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Apple Google Tengdar fréttir Forritið „frískaði upp á minni“ smitaðs landshornaflakka Smitrakningaforrit almannavarna hefur þegar komið að góðum notum 8. apríl 2020 23:00 Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17 Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Tæknirisarnir Apple og Google munu leiða saman hesta sína í því skyni að þróa hugbúnað sem lætur fólk vita ef það hefur verið nálægt einhverjum sem smitaður er af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hugbúnaðurinn myndi þannig auðvelda smitrakningu. Þetta kemur fram á vef BBC. Notendur myndu njóta nafnleyndar og yrðu að leyfa notkun búnaðarins, verði hann að veruleika. Þannig myndi búnaðurinn fylgjast með því í gegnum Bluetooth-merki símans hvort notandi hefði verið nægilega nálægt smitbera til þess að vera í hættu á að hafa smitast af veirunni. Ef það þykir líklegt að viðkomandi sé smitaður fær hann tilkynningu í símann sinn. To help public health officials slow the spread of #COVID19, Google & @Apple are working on a contact tracing approach designed with strong controls and protections for user privacy. @tim_cook and I are committed to working together on these efforts.https://t.co/T0j88YBcFu— Sundar Pichai (@sundarpichai) April 10, 2020 Hugbúnaðurinn mun hvorki geyma GPS-upplýsingar um staðsetningu né aðrar persónulegar upplýsingar um notandann. „Einkalíf, gegnsæi og samþykki eru það mikilvægasta í þessari vinnu og við hlökkum til að þróa þetta í samráði við áhugasama hagsmunaaðila,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu Apple og Google. Þá segja fyrirtækin aldrei hafa verið mikilvægara að vinna saman til að leysa þetta vandamál sem kórónuveirufaraldurinn er. Með þessu væri hægt að sporna frekar gegn útbreiðslunni. Contact tracing can help slow the spread of COVID-19 and can be done without compromising user privacy. We’re working with @sundarpichai & @Google to help health officials harness Bluetooth technology in a way that also respects transparency & consent. https://t.co/94XlbmaGZV— Tim Cook (@tim_cook) April 10, 2020 Smitrakningarforritið Rakning C-19 var gert aðgengilegt hér á landi fyrir rúmlega viku síðan og hafa um 120 þúsund símtæki sótt smitrakningarforritið. Forritið sem um ræðir geymir þó ferðaupplýsingar fólks, ólíkt hugmyndum Apple og Google, í um tvær vikur og er þannig hægt að óska eftir aðgangi að staðsetningargögnum ef smit kemur upp. Að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmaður smitrakningateymisins, hefur forritið hjálpað mikið til við vinnu smitrakningateymisins. Í fyrradag hafði forritið verið notað til þess að rekja ferðir fjögurra einstaklinga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Apple Google Tengdar fréttir Forritið „frískaði upp á minni“ smitaðs landshornaflakka Smitrakningaforrit almannavarna hefur þegar komið að góðum notum 8. apríl 2020 23:00 Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17 Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Forritið „frískaði upp á minni“ smitaðs landshornaflakka Smitrakningaforrit almannavarna hefur þegar komið að góðum notum 8. apríl 2020 23:00
Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17
Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42