Sambandsráðgjafinn og andlegi vinur minn Covid 19 Friðrik Agni Árnason skrifar 8. apríl 2020 08:00 Ath. að þetta er ekki skrifað til að draga úr alvarleika sjúkdómsins Covid 19 eða gera lítið úr þeim veikindum sem smitaðir einstaklingar upplifa. Þetta er skrifað út frá minni persónulegu reynslu af núverandi aðstæðum og er ætlað að vera upplífgandi fyrir þá sem enn geta hugsað jákvætt. Ég veit að veira getur ekki bjargað sambandi eða bundið mig niður við jörðina eða bjargað mér frá Kulnun… Eða getur hún það kannski bara samt? Veirufaraldur hefur valdið því að fólk er ýmist mikið heima fyrir með sínum allra nánustu, í sóttkví nú eða hreinlega í einangrun ef það smitast. Fólk er allavega ekki mikið utanlands nema það eigi brýnt erindi að sækja þar eða er búsett þar. Við erum heima. Þessi heimavist getur hugsanlega splundrað samböndum sem voru viðkvæm fyrir eða gefið þeim einhverja nánd sem þau vantaði. Í einhverjum tilfellum gæti verið að foreldrar kynnist barninu sínu sem þeim fannst þeir vera búnir að missa tengsl við betur. Aðrir missa vitið við að reyna kljást við sína innri djöfla. Eitt er víst að með takmörkuðum félagslegum samkomum í opinberum og almennum rýmum þá erum við núna þvinguð til baka í okkar innsta kjarna, bókstaflega. Hér hljóta samt að vera tækifæri líka. Mín persónulega reynsla af Covid 19 hingað til er þessi: Almennt séð er ég týpan sem er alltaf að og ég hef skrifað um það áður mjög opinskátt hvernig ég fann fyrir einkennum Kulnunar. Ég ætla ekki að verða henni að bráð og er meðvitaður um það þegar ég er kominn í yfirsnúning. En staðan í dag er ótrúlega andstæðukennd. Það togast á í báðar áttir, allavega hjá mér. Ég er annarsvegar mun slakari og tengdari makanum mínum en á sama tíma með samviskubit yfir að vera ekki að gera nægilega mikið. Þetta ástand reynir einnig á skapandi geirann og þeir sem tilheyra honum standa í ströngu nú í að vera með sniðugar lausnir í miðlun menningar- og afþreyingarefnis. Ég finn ákveðna pressu í þessu samhengi og fyllist eiginlega smá kvíða samtímis því um leið og ég fæ eina hugmynd þá fæ ég aðra og á sama tíma hef ég enga orku til að fylgja hugmyndunum eftir akkúrat núna. Svo minni ég sjálfan mig á: Þú ert líka í starfi - hver er að setja pressuna á að þú VERÐIR að gera svona mikið annað? Er fólk að bíða með öndina í hálsinum eftir einhverju frá þér? Svarið er auðvitað bara að ég er með svipuna á sjálfum mér og þessi hugsun er orsökin af því að ég fann fyrir Kulnun fyrir einhverjum mánuðum. Það er enginn að skipa öðrum að vera gera 100 hluti í einu. Það sem gerir þennan heimavistartíma að svona góðu verkfæri gegn Kulnuninni er að það er eins og það hafi hægst á öllu hér heima fyrir og í samfélaginu sem hálfpartinn þvingar mig til að setjast bara niður og segja sjálfum mér: Það er tími og svigrúm fyrir allt. Það er nóg að bara vera núna. Gera bara það sem ég finn að ég hef orku í og löngun til. Það er ekkert sem ég ÞARF að gera nema þá hluti sem ég bókstaflega ÞARF að gera. Allt annað eru hugmyndir sem munu fá sinn hljómgrunn og framvindu í mínu lífi einhverntímann ef því var ætlað að verða að einhverju. Ég og maðurinn minn höfum báðir fært vinnustöðvar okkar heim í kotið vegna samkomubannsins. Við erum einir af þeim sem hafa þau forréttindi í rauninni að geta það - það er nú alls ekki sjálfgefið. Við höldum í ákveðið daglegt mynstur svo að við dettum ekki í þá gryfju að sofa lengur og slæpast. Við teygjum sameiginlega morgunstund lengur en vanalega á virkum dögum. Þetta er stund sem við hingað til fáum einungis um helgar og ekki einu sinni hverja helgi. Svo fer ég í annan hluta heimilisins og loka að mér - þá er ég mættur á skrifstofuna. Við hittumst í hádeginu og borðum saman og förum út að ganga. Eftir það heldur vinnan áfram þangað til síðdegis þegar við stundum heimaræktina saman. Þessi mikla samvera eykur nánd og nándin minnir okkur á ástina hvor fyrir öðrum og þessi áminning leiðir líka af sér reglulegra kynlíf. Að sjálfsögðu búum við við þannig aðstæður að þetta er allt saman mögulegt þar sem við erum jú, barnlausir. Þess vegna verðum við líka að nýta aðstæðurnar og tækifærið sem nú hefur skapast. Það hafa verið erfiðir tímar í okkar hjónabandi og það er orðið deginum ljósara að margt af erfiðleikunum sem við áttum stafaði af samskipta- og samveruleysi. Nú þegar heilu sólarhringarnir snúast í kringum bara okkur eina er engin undankomuleið. En ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ef vandamálin eru alvarlegri eða annars eðlis að þá er ekki nóg og kannski bara alls ekki gott fyrir sambandið að eyða svona miklum tíma saman. Hins vegar gæti heimavistin reynst sem ráðgjöf og/eða uppgjör fyrir sambönd sem voru í þann mund að renna sitt skeið hvort sem var. Í samverunni og félagslegu lægðinni má nefnilega líka gera upp samskiptin í ró og næði. Kannski vantaði þögnina í daglega amstrinu til að virkilega tala saman og skilja af hverju sambandið var ekki að ganga lengur? Meiningin mín er sú að þessi mikla „þvingaða” samvera getur leitt af sér einhverskonar frelsun og sátt sama í hvaða formi. Ég segi þess vegna að faraldurinn hafi í farteskinu sínu allskonar áminningar fyrir okkur. Áminningu um ástina, áminningu um að anda, áminningu um hve mikilvægt það er að veita hvert öðru athygli og eiga samskipti hvert við annað. Með öllum áskorunum koma lausnir og það er okkar áskorun núna að vera skapandi í hugsun. Hvort sem það er í starfi eða í persónulega lífinu. Kórónaveiran hefur því að ákveðnu leyti reynst vera sambandsráðgjafi fyrir mig og andlegur vinur sem minnir mig á að ég má horfa á Netflix heilt kvöld og ég má vera eirðarlaus, orkulaus og bara vera heima hjá mér að dunda mér. Því þarf ekki alltaf að fylgja einhver framkvæmd eða útkoma heldur bara verið fyrir mig að njóta. Það þarf ekki alltaf að vera HUGSUN - HUGMYND - FRAMKVÆMD eins og gæti verið slógan einhverrar auglýsingastofu. Við mannfólk erum ekki fyrirtæki eða vél. Það má líka bara vera HUGSUN - HUGMYND - MELTA / NJÓTA / SJÁ TIL. Hvað er það versta sem gæti gerst? Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Ath. að þetta er ekki skrifað til að draga úr alvarleika sjúkdómsins Covid 19 eða gera lítið úr þeim veikindum sem smitaðir einstaklingar upplifa. Þetta er skrifað út frá minni persónulegu reynslu af núverandi aðstæðum og er ætlað að vera upplífgandi fyrir þá sem enn geta hugsað jákvætt. Ég veit að veira getur ekki bjargað sambandi eða bundið mig niður við jörðina eða bjargað mér frá Kulnun… Eða getur hún það kannski bara samt? Veirufaraldur hefur valdið því að fólk er ýmist mikið heima fyrir með sínum allra nánustu, í sóttkví nú eða hreinlega í einangrun ef það smitast. Fólk er allavega ekki mikið utanlands nema það eigi brýnt erindi að sækja þar eða er búsett þar. Við erum heima. Þessi heimavist getur hugsanlega splundrað samböndum sem voru viðkvæm fyrir eða gefið þeim einhverja nánd sem þau vantaði. Í einhverjum tilfellum gæti verið að foreldrar kynnist barninu sínu sem þeim fannst þeir vera búnir að missa tengsl við betur. Aðrir missa vitið við að reyna kljást við sína innri djöfla. Eitt er víst að með takmörkuðum félagslegum samkomum í opinberum og almennum rýmum þá erum við núna þvinguð til baka í okkar innsta kjarna, bókstaflega. Hér hljóta samt að vera tækifæri líka. Mín persónulega reynsla af Covid 19 hingað til er þessi: Almennt séð er ég týpan sem er alltaf að og ég hef skrifað um það áður mjög opinskátt hvernig ég fann fyrir einkennum Kulnunar. Ég ætla ekki að verða henni að bráð og er meðvitaður um það þegar ég er kominn í yfirsnúning. En staðan í dag er ótrúlega andstæðukennd. Það togast á í báðar áttir, allavega hjá mér. Ég er annarsvegar mun slakari og tengdari makanum mínum en á sama tíma með samviskubit yfir að vera ekki að gera nægilega mikið. Þetta ástand reynir einnig á skapandi geirann og þeir sem tilheyra honum standa í ströngu nú í að vera með sniðugar lausnir í miðlun menningar- og afþreyingarefnis. Ég finn ákveðna pressu í þessu samhengi og fyllist eiginlega smá kvíða samtímis því um leið og ég fæ eina hugmynd þá fæ ég aðra og á sama tíma hef ég enga orku til að fylgja hugmyndunum eftir akkúrat núna. Svo minni ég sjálfan mig á: Þú ert líka í starfi - hver er að setja pressuna á að þú VERÐIR að gera svona mikið annað? Er fólk að bíða með öndina í hálsinum eftir einhverju frá þér? Svarið er auðvitað bara að ég er með svipuna á sjálfum mér og þessi hugsun er orsökin af því að ég fann fyrir Kulnun fyrir einhverjum mánuðum. Það er enginn að skipa öðrum að vera gera 100 hluti í einu. Það sem gerir þennan heimavistartíma að svona góðu verkfæri gegn Kulnuninni er að það er eins og það hafi hægst á öllu hér heima fyrir og í samfélaginu sem hálfpartinn þvingar mig til að setjast bara niður og segja sjálfum mér: Það er tími og svigrúm fyrir allt. Það er nóg að bara vera núna. Gera bara það sem ég finn að ég hef orku í og löngun til. Það er ekkert sem ég ÞARF að gera nema þá hluti sem ég bókstaflega ÞARF að gera. Allt annað eru hugmyndir sem munu fá sinn hljómgrunn og framvindu í mínu lífi einhverntímann ef því var ætlað að verða að einhverju. Ég og maðurinn minn höfum báðir fært vinnustöðvar okkar heim í kotið vegna samkomubannsins. Við erum einir af þeim sem hafa þau forréttindi í rauninni að geta það - það er nú alls ekki sjálfgefið. Við höldum í ákveðið daglegt mynstur svo að við dettum ekki í þá gryfju að sofa lengur og slæpast. Við teygjum sameiginlega morgunstund lengur en vanalega á virkum dögum. Þetta er stund sem við hingað til fáum einungis um helgar og ekki einu sinni hverja helgi. Svo fer ég í annan hluta heimilisins og loka að mér - þá er ég mættur á skrifstofuna. Við hittumst í hádeginu og borðum saman og förum út að ganga. Eftir það heldur vinnan áfram þangað til síðdegis þegar við stundum heimaræktina saman. Þessi mikla samvera eykur nánd og nándin minnir okkur á ástina hvor fyrir öðrum og þessi áminning leiðir líka af sér reglulegra kynlíf. Að sjálfsögðu búum við við þannig aðstæður að þetta er allt saman mögulegt þar sem við erum jú, barnlausir. Þess vegna verðum við líka að nýta aðstæðurnar og tækifærið sem nú hefur skapast. Það hafa verið erfiðir tímar í okkar hjónabandi og það er orðið deginum ljósara að margt af erfiðleikunum sem við áttum stafaði af samskipta- og samveruleysi. Nú þegar heilu sólarhringarnir snúast í kringum bara okkur eina er engin undankomuleið. En ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ef vandamálin eru alvarlegri eða annars eðlis að þá er ekki nóg og kannski bara alls ekki gott fyrir sambandið að eyða svona miklum tíma saman. Hins vegar gæti heimavistin reynst sem ráðgjöf og/eða uppgjör fyrir sambönd sem voru í þann mund að renna sitt skeið hvort sem var. Í samverunni og félagslegu lægðinni má nefnilega líka gera upp samskiptin í ró og næði. Kannski vantaði þögnina í daglega amstrinu til að virkilega tala saman og skilja af hverju sambandið var ekki að ganga lengur? Meiningin mín er sú að þessi mikla „þvingaða” samvera getur leitt af sér einhverskonar frelsun og sátt sama í hvaða formi. Ég segi þess vegna að faraldurinn hafi í farteskinu sínu allskonar áminningar fyrir okkur. Áminningu um ástina, áminningu um að anda, áminningu um hve mikilvægt það er að veita hvert öðru athygli og eiga samskipti hvert við annað. Með öllum áskorunum koma lausnir og það er okkar áskorun núna að vera skapandi í hugsun. Hvort sem það er í starfi eða í persónulega lífinu. Kórónaveiran hefur því að ákveðnu leyti reynst vera sambandsráðgjafi fyrir mig og andlegur vinur sem minnir mig á að ég má horfa á Netflix heilt kvöld og ég má vera eirðarlaus, orkulaus og bara vera heima hjá mér að dunda mér. Því þarf ekki alltaf að fylgja einhver framkvæmd eða útkoma heldur bara verið fyrir mig að njóta. Það þarf ekki alltaf að vera HUGSUN - HUGMYND - FRAMKVÆMD eins og gæti verið slógan einhverrar auglýsingastofu. Við mannfólk erum ekki fyrirtæki eða vél. Það má líka bara vera HUGSUN - HUGMYND - MELTA / NJÓTA / SJÁ TIL. Hvað er það versta sem gæti gerst? Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar