Sumarstörf fyrir námsmenn Ásmundur Einar Daðason skrifar 14. maí 2020 14:30 Vegna Covid-19 faraldursins stendur ferðaþjónusta á Íslandi frammi fyrir algjöru hruni, að minnsta kosti tímabundið. Áhrifa faraldursins gætir einnig í öðrum atvinnugreinum og við stöndum frammi fyrir dýpstu kreppu sem við höfum séð í langan tíma. Fjöldi fólks á atvinnuleysisskrá hefur aukist mikið undanfarið, margir eru á hlutabótum en einnig er nokkur fjöldi atvinnulaus. Í slíku árferði er ljóst að minna verður um tímabundin störf í sumar, störf sem námsmenn hafa leitað í á sumrin. Stjórnvöld hafa undanfarnar vikur unnið að aðgerðum til þess að koma til móts við námsmenn, annars vegar með úrræðum tengdum menntakerfinu en einnig með því að skapa störf fyrir námsmenn yfir sumartímann. Lærum af reynslunni Við þurfum að læra af reynslunni og nýta þær lausnir sem hafa reynst okkur vel áður. Eftir efnahagshrunið árið 2008 varð ljóst að skynsamleg nýting fjármagns væri að skapa grundvöll til virkni fyrir námsmenn. Samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem var framkvæmd dagana 6.-8. apríl, var staða stúdenta þá með þeim hætti að útlit var fyrir að um 7.000 stúdentar hefðu ekki tryggt sér atvinnu yfir sumartímann. Verkefni stjórnvalda er að taka þessa stöðu til greina og leysa úr henni á sem skynsamlegastan hátt. 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn í fyrstu lotu Við höfum því farið af stað með átaksverkefni til þess að fjölga störfum fyrir námsmenn yfir sumartímann. Alþingi hefur samþykkt veitingu fjármagns til verkefnisins upp á 2,2 milljarða króna og markmiðið er að skapa 3.400 störf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, í fyrstu lotu. Átakið er unnið í samvinnu við stofnanir ríkisins og sveitarfélög og er undirbúningur þegar vel á veg kominn. Sveitarfélögin munu sjálf auglýsa störfin en Vinnumálastofnun mun auglýsa störf á vegum stofnana ríkisins. Störfin verða auglýst opinberlega á næstu dögum og þurfa stofnanir og sveitarfélög að skapa ný störf í tengslum við átakið. Miðað er við ráðningartímabilið frá 1. júní til 31. ágúst. Þegar hafa verið staðfest rúmlega 1.700 störf við sveitarfélögin, sem þau geta auglýst strax og stofnanir ríkisins hafa skilað inn tillögum að störfum til Vinnumálastofnunar. Í byrjun næstu viku gerum við svo ráð fyrir að Vinnumálastofnun staðfesti allt að 1.700 störf við stofnanir ríkisins sem verða auglýst í kjölfarið. Ef stofnanir ríkisins skila inn færri tillögum en 1.700, mun samsvarandi fjöldi tillagna frá sveitarfélögunum verða samþykktur, svo heildarfjöldinn mun alltaf nema 3.400 störfum í þessari atrennu. Í byrjun júní mun væntanlega liggja fyrir hversu margir námsmenn hafi sótt um störf bæði hjá ríki og sveitarfélögum og hversu marga námsmenn verður hægt að koma til móts við með þeim úrræðum sem við höfum kynnt. Við teljum mjög mikilvægt að koma sem flestum námsmönnum í störf þar sem þeir fá bæði reynslu og virkni, ásamt því að skila verðmætum inn í hagkerfið. Ef þau úrræði sem við höfum þegar kynnt duga ekki til við að grípa námsmenn sem eru í vanda yfir sumartímann munum við hiklaust kanna hvort ekki verði hægt að veita meira fjármagni til þess að skapa enn fleiri störf eða finna aðrar leiðir til þess að tryggja framfærslu þessa hóps. Höfundur er félags- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Hagsmunir stúdenta Vinnumarkaður Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Sjá meira
Vegna Covid-19 faraldursins stendur ferðaþjónusta á Íslandi frammi fyrir algjöru hruni, að minnsta kosti tímabundið. Áhrifa faraldursins gætir einnig í öðrum atvinnugreinum og við stöndum frammi fyrir dýpstu kreppu sem við höfum séð í langan tíma. Fjöldi fólks á atvinnuleysisskrá hefur aukist mikið undanfarið, margir eru á hlutabótum en einnig er nokkur fjöldi atvinnulaus. Í slíku árferði er ljóst að minna verður um tímabundin störf í sumar, störf sem námsmenn hafa leitað í á sumrin. Stjórnvöld hafa undanfarnar vikur unnið að aðgerðum til þess að koma til móts við námsmenn, annars vegar með úrræðum tengdum menntakerfinu en einnig með því að skapa störf fyrir námsmenn yfir sumartímann. Lærum af reynslunni Við þurfum að læra af reynslunni og nýta þær lausnir sem hafa reynst okkur vel áður. Eftir efnahagshrunið árið 2008 varð ljóst að skynsamleg nýting fjármagns væri að skapa grundvöll til virkni fyrir námsmenn. Samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem var framkvæmd dagana 6.-8. apríl, var staða stúdenta þá með þeim hætti að útlit var fyrir að um 7.000 stúdentar hefðu ekki tryggt sér atvinnu yfir sumartímann. Verkefni stjórnvalda er að taka þessa stöðu til greina og leysa úr henni á sem skynsamlegastan hátt. 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn í fyrstu lotu Við höfum því farið af stað með átaksverkefni til þess að fjölga störfum fyrir námsmenn yfir sumartímann. Alþingi hefur samþykkt veitingu fjármagns til verkefnisins upp á 2,2 milljarða króna og markmiðið er að skapa 3.400 störf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, í fyrstu lotu. Átakið er unnið í samvinnu við stofnanir ríkisins og sveitarfélög og er undirbúningur þegar vel á veg kominn. Sveitarfélögin munu sjálf auglýsa störfin en Vinnumálastofnun mun auglýsa störf á vegum stofnana ríkisins. Störfin verða auglýst opinberlega á næstu dögum og þurfa stofnanir og sveitarfélög að skapa ný störf í tengslum við átakið. Miðað er við ráðningartímabilið frá 1. júní til 31. ágúst. Þegar hafa verið staðfest rúmlega 1.700 störf við sveitarfélögin, sem þau geta auglýst strax og stofnanir ríkisins hafa skilað inn tillögum að störfum til Vinnumálastofnunar. Í byrjun næstu viku gerum við svo ráð fyrir að Vinnumálastofnun staðfesti allt að 1.700 störf við stofnanir ríkisins sem verða auglýst í kjölfarið. Ef stofnanir ríkisins skila inn færri tillögum en 1.700, mun samsvarandi fjöldi tillagna frá sveitarfélögunum verða samþykktur, svo heildarfjöldinn mun alltaf nema 3.400 störfum í þessari atrennu. Í byrjun júní mun væntanlega liggja fyrir hversu margir námsmenn hafi sótt um störf bæði hjá ríki og sveitarfélögum og hversu marga námsmenn verður hægt að koma til móts við með þeim úrræðum sem við höfum kynnt. Við teljum mjög mikilvægt að koma sem flestum námsmönnum í störf þar sem þeir fá bæði reynslu og virkni, ásamt því að skila verðmætum inn í hagkerfið. Ef þau úrræði sem við höfum þegar kynnt duga ekki til við að grípa námsmenn sem eru í vanda yfir sumartímann munum við hiklaust kanna hvort ekki verði hægt að veita meira fjármagni til þess að skapa enn fleiri störf eða finna aðrar leiðir til þess að tryggja framfærslu þessa hóps. Höfundur er félags- og barnamálaráðherra.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun