Kapallinn að ganga upp í Formúlu 1 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2020 14:00 Carlos Sainz (til hægri) er á leið frá McLaren til Ferrari. Sæti hans hjá McLaren tekur Daniel Ricciardo (til vinstri). Þeir voru áður samherjar hjá Red Bull. getty/Mark Thompson Carlos Sainz tekur sæti Sebastians Vettel hjá Ferrari eftir þetta tímabilið í Formúlu 1. Sainz, sem er 25 ára Spánverji, yfirgefur McLaren eftir tímabilið og verður samherji Charles Leclerc hjá Ferrari. Fyrr í vikunni var greint frá því að Vettel myndi yfirgefa Ferrari þegar samningur hans við liðið rennur út eftir tímabilið. Til að fylla skarðið sem Sainz skilur eftir sig fær McLaren Ástralann Daniel Ricciardo frá Renault. Ricciardo gekk í raðir Renault frá Red Bull fyrir síðasta tímabil. Hjá McLaren verður Ricciardo samherji Bretans Landos Norris. Á síðasta tímabili varð Ferrari í 2. sæti í keppni bílasmiða en McLaren í því fjórða. Í keppni ökuþóra endaði Sainz í 6. sæti en Ricciardo í því níunda. Ricciardo komst aldrei á verðlaunapall á síðasta tímabili en besti árangur Sainz var 3. sætið í brasilíska kappakstrinum. Tímabilið 2020 í Formúlu 1 átti að hefjast í mars en kórónuveirufaraldurinn setti stórt strik í reikninginn og keppni er ekki enn hafin. Tímabilið hefst ekki fyrr en í fyrsta lagi í júlí. Formúla Tengdar fréttir Vettel yfirgefur Ferrari eftir tímabilið Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel fer frá Ferrari eftir þetta tímabil. Liðið hefur ákveðið að setja eggin sín frekar í körfu Charles Leclerc. 12. maí 2020 16:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Carlos Sainz tekur sæti Sebastians Vettel hjá Ferrari eftir þetta tímabilið í Formúlu 1. Sainz, sem er 25 ára Spánverji, yfirgefur McLaren eftir tímabilið og verður samherji Charles Leclerc hjá Ferrari. Fyrr í vikunni var greint frá því að Vettel myndi yfirgefa Ferrari þegar samningur hans við liðið rennur út eftir tímabilið. Til að fylla skarðið sem Sainz skilur eftir sig fær McLaren Ástralann Daniel Ricciardo frá Renault. Ricciardo gekk í raðir Renault frá Red Bull fyrir síðasta tímabil. Hjá McLaren verður Ricciardo samherji Bretans Landos Norris. Á síðasta tímabili varð Ferrari í 2. sæti í keppni bílasmiða en McLaren í því fjórða. Í keppni ökuþóra endaði Sainz í 6. sæti en Ricciardo í því níunda. Ricciardo komst aldrei á verðlaunapall á síðasta tímabili en besti árangur Sainz var 3. sætið í brasilíska kappakstrinum. Tímabilið 2020 í Formúlu 1 átti að hefjast í mars en kórónuveirufaraldurinn setti stórt strik í reikninginn og keppni er ekki enn hafin. Tímabilið hefst ekki fyrr en í fyrsta lagi í júlí.
Formúla Tengdar fréttir Vettel yfirgefur Ferrari eftir tímabilið Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel fer frá Ferrari eftir þetta tímabil. Liðið hefur ákveðið að setja eggin sín frekar í körfu Charles Leclerc. 12. maí 2020 16:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Vettel yfirgefur Ferrari eftir tímabilið Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel fer frá Ferrari eftir þetta tímabil. Liðið hefur ákveðið að setja eggin sín frekar í körfu Charles Leclerc. 12. maí 2020 16:00