Fótbolti

Krefjast svara vegna Aubameyang

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Pierre-Emerick Aubameyang gæti yfirgefið Arsenal í sumar.
Pierre-Emerick Aubameyang gæti yfirgefið Arsenal í sumar. vísir/getty

Spænska úrvalsdeildarfélagið Real Madrid vinnur nú hörðum höndum að því að klófesta Pierre-Emerick Aubameyang, framherja Arsenal.

Spænska stórveldið er ekki tilbúið að láta viðræður um kaupverð dragast langt inn í sumarið og hafa gert Arsenal það ljóst að ákvörðun þurfi að liggja fyrir í síðasta lagi 15.júní næstkomandi.

Aubameyang á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og er talið ólíklegt að þessi þrítugi Gabonmaður sé tilbúinn að gera nýjan samning við Lundúnarliðið.

Arsenal þarf því að selja Aubameyang í sumar ellegar getur hann farið án greiðslu næsta sumar. Arsenal pungaði út 56 milljónum punda þegar félagið keypti kappann frá Dortmund í janúar 2018. Hefur hann skorað 61 mark í 97 leikjum fyrir Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×