Mikið spurt um kvikmyndatökur á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 9. maí 2020 21:30 Síminn hefur vart stoppað hjá Íslandsstofu eftir að yfirmaður Netflix tilkynnti að nánast öll framleiðsla kvikmynda hefði stöðvast nema í Suður-Kóreu og á Íslandi. Beðið er eftir leyfi frá yfirvöldum til að hleypa erlendu starfsliði til landsins. Góður árangur Íslendinga í baráttunni við Covid hefur borist víða um heim, sér í lagi til Hollywood sem sér Ísland fyrir vikið sem ákjósanlegan stað til að taka upp kvikmyndir. Þar myndi fámennið og víðernið spila stóran þátt í að tryggja vernd gegn smitum. Netflix horfir hýru auga til Íslands vegna þess að tökur á þáttaröðinni Kötlu gátu haldið áfram hjá RVK Studios. „Það er tækifæri að okkar mati að fá þessi „crew“ til landsins til að skjóta verkefni. Ástæðan er sú að það er hægt að stýra mjög vel hvernig er komið til landsins. Þau bara beint á hótel, fara á tökustað og að skjóta,“ segir Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri hjá Film in Iceland. Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri Film in Iceland.Vísir/Stöð 2 Íslandsstofa sér um að kynna landið fyrir kvikmyndagerðarfólki og hefur fyrirspurnum rignt inn frá Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. „Sumir þeirra aðila sem eru að koma til okkar núna með hugmyndir vilja skjóta í ár. Aðrir eru að hugsa um næsta ár,“ segir Einar en erfitt sé að svara vegna þess að yfirvöld eigi eftir að segja hvort þau séu tilbúin að hleypa erlendum framleiðendum til landsins. Lagt hefur verið til að yfirvöld hækki endurgreiðslu á kvikmyndaverkefnum tímabundið úr 25 prósentum í 35 prósent. Þá hefur gengi íslensku krónunnar einnig veikst sem gerir landið að enn fýsilegri kosti. Margfeldniáhrif yrðu margvísleg og mikil. „Það hefur bara sýnt sig í þessum rannsóknum sem hafa komið frá Ferðamálastofu að stór hluti ferðamanna sem kemur til landsins fékk hugmyndina eftir að hafa séð Ísland í verkefnum sem voru tekin upp hér á Íslandi, hvort sem það eru kvikmyndir eða sjónvarpsefni,“ segir Einar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bíó og sjónvarp Ferðamennska á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Ísland „örugglega einn öruggasti staður í heimi“ fyrir kvikmyndagerð Ferðamannaleysið, víðernin og góður árangur í baráttunni við kórónuveiruna gera Ísland að fýsilegum tökustað fyrir kvikmyndaferðarfólk. Þetta er niðurstaða stórritsins Los Angeles Times. 30. apríl 2020 16:15 Netflix beinir eyrum sínum að Akureyri Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana. 26. apríl 2020 20:00 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Síminn hefur vart stoppað hjá Íslandsstofu eftir að yfirmaður Netflix tilkynnti að nánast öll framleiðsla kvikmynda hefði stöðvast nema í Suður-Kóreu og á Íslandi. Beðið er eftir leyfi frá yfirvöldum til að hleypa erlendu starfsliði til landsins. Góður árangur Íslendinga í baráttunni við Covid hefur borist víða um heim, sér í lagi til Hollywood sem sér Ísland fyrir vikið sem ákjósanlegan stað til að taka upp kvikmyndir. Þar myndi fámennið og víðernið spila stóran þátt í að tryggja vernd gegn smitum. Netflix horfir hýru auga til Íslands vegna þess að tökur á þáttaröðinni Kötlu gátu haldið áfram hjá RVK Studios. „Það er tækifæri að okkar mati að fá þessi „crew“ til landsins til að skjóta verkefni. Ástæðan er sú að það er hægt að stýra mjög vel hvernig er komið til landsins. Þau bara beint á hótel, fara á tökustað og að skjóta,“ segir Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri hjá Film in Iceland. Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri Film in Iceland.Vísir/Stöð 2 Íslandsstofa sér um að kynna landið fyrir kvikmyndagerðarfólki og hefur fyrirspurnum rignt inn frá Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. „Sumir þeirra aðila sem eru að koma til okkar núna með hugmyndir vilja skjóta í ár. Aðrir eru að hugsa um næsta ár,“ segir Einar en erfitt sé að svara vegna þess að yfirvöld eigi eftir að segja hvort þau séu tilbúin að hleypa erlendum framleiðendum til landsins. Lagt hefur verið til að yfirvöld hækki endurgreiðslu á kvikmyndaverkefnum tímabundið úr 25 prósentum í 35 prósent. Þá hefur gengi íslensku krónunnar einnig veikst sem gerir landið að enn fýsilegri kosti. Margfeldniáhrif yrðu margvísleg og mikil. „Það hefur bara sýnt sig í þessum rannsóknum sem hafa komið frá Ferðamálastofu að stór hluti ferðamanna sem kemur til landsins fékk hugmyndina eftir að hafa séð Ísland í verkefnum sem voru tekin upp hér á Íslandi, hvort sem það eru kvikmyndir eða sjónvarpsefni,“ segir Einar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bíó og sjónvarp Ferðamennska á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Ísland „örugglega einn öruggasti staður í heimi“ fyrir kvikmyndagerð Ferðamannaleysið, víðernin og góður árangur í baráttunni við kórónuveiruna gera Ísland að fýsilegum tökustað fyrir kvikmyndaferðarfólk. Þetta er niðurstaða stórritsins Los Angeles Times. 30. apríl 2020 16:15 Netflix beinir eyrum sínum að Akureyri Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana. 26. apríl 2020 20:00 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Ísland „örugglega einn öruggasti staður í heimi“ fyrir kvikmyndagerð Ferðamannaleysið, víðernin og góður árangur í baráttunni við kórónuveiruna gera Ísland að fýsilegum tökustað fyrir kvikmyndaferðarfólk. Þetta er niðurstaða stórritsins Los Angeles Times. 30. apríl 2020 16:15
Netflix beinir eyrum sínum að Akureyri Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana. 26. apríl 2020 20:00