Mikið spurt um kvikmyndatökur á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 9. maí 2020 21:30 Síminn hefur vart stoppað hjá Íslandsstofu eftir að yfirmaður Netflix tilkynnti að nánast öll framleiðsla kvikmynda hefði stöðvast nema í Suður-Kóreu og á Íslandi. Beðið er eftir leyfi frá yfirvöldum til að hleypa erlendu starfsliði til landsins. Góður árangur Íslendinga í baráttunni við Covid hefur borist víða um heim, sér í lagi til Hollywood sem sér Ísland fyrir vikið sem ákjósanlegan stað til að taka upp kvikmyndir. Þar myndi fámennið og víðernið spila stóran þátt í að tryggja vernd gegn smitum. Netflix horfir hýru auga til Íslands vegna þess að tökur á þáttaröðinni Kötlu gátu haldið áfram hjá RVK Studios. „Það er tækifæri að okkar mati að fá þessi „crew“ til landsins til að skjóta verkefni. Ástæðan er sú að það er hægt að stýra mjög vel hvernig er komið til landsins. Þau bara beint á hótel, fara á tökustað og að skjóta,“ segir Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri hjá Film in Iceland. Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri Film in Iceland.Vísir/Stöð 2 Íslandsstofa sér um að kynna landið fyrir kvikmyndagerðarfólki og hefur fyrirspurnum rignt inn frá Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. „Sumir þeirra aðila sem eru að koma til okkar núna með hugmyndir vilja skjóta í ár. Aðrir eru að hugsa um næsta ár,“ segir Einar en erfitt sé að svara vegna þess að yfirvöld eigi eftir að segja hvort þau séu tilbúin að hleypa erlendum framleiðendum til landsins. Lagt hefur verið til að yfirvöld hækki endurgreiðslu á kvikmyndaverkefnum tímabundið úr 25 prósentum í 35 prósent. Þá hefur gengi íslensku krónunnar einnig veikst sem gerir landið að enn fýsilegri kosti. Margfeldniáhrif yrðu margvísleg og mikil. „Það hefur bara sýnt sig í þessum rannsóknum sem hafa komið frá Ferðamálastofu að stór hluti ferðamanna sem kemur til landsins fékk hugmyndina eftir að hafa séð Ísland í verkefnum sem voru tekin upp hér á Íslandi, hvort sem það eru kvikmyndir eða sjónvarpsefni,“ segir Einar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bíó og sjónvarp Ferðamennska á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Ísland „örugglega einn öruggasti staður í heimi“ fyrir kvikmyndagerð Ferðamannaleysið, víðernin og góður árangur í baráttunni við kórónuveiruna gera Ísland að fýsilegum tökustað fyrir kvikmyndaferðarfólk. Þetta er niðurstaða stórritsins Los Angeles Times. 30. apríl 2020 16:15 Netflix beinir eyrum sínum að Akureyri Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana. 26. apríl 2020 20:00 Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Sjá meira
Síminn hefur vart stoppað hjá Íslandsstofu eftir að yfirmaður Netflix tilkynnti að nánast öll framleiðsla kvikmynda hefði stöðvast nema í Suður-Kóreu og á Íslandi. Beðið er eftir leyfi frá yfirvöldum til að hleypa erlendu starfsliði til landsins. Góður árangur Íslendinga í baráttunni við Covid hefur borist víða um heim, sér í lagi til Hollywood sem sér Ísland fyrir vikið sem ákjósanlegan stað til að taka upp kvikmyndir. Þar myndi fámennið og víðernið spila stóran þátt í að tryggja vernd gegn smitum. Netflix horfir hýru auga til Íslands vegna þess að tökur á þáttaröðinni Kötlu gátu haldið áfram hjá RVK Studios. „Það er tækifæri að okkar mati að fá þessi „crew“ til landsins til að skjóta verkefni. Ástæðan er sú að það er hægt að stýra mjög vel hvernig er komið til landsins. Þau bara beint á hótel, fara á tökustað og að skjóta,“ segir Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri hjá Film in Iceland. Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri Film in Iceland.Vísir/Stöð 2 Íslandsstofa sér um að kynna landið fyrir kvikmyndagerðarfólki og hefur fyrirspurnum rignt inn frá Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. „Sumir þeirra aðila sem eru að koma til okkar núna með hugmyndir vilja skjóta í ár. Aðrir eru að hugsa um næsta ár,“ segir Einar en erfitt sé að svara vegna þess að yfirvöld eigi eftir að segja hvort þau séu tilbúin að hleypa erlendum framleiðendum til landsins. Lagt hefur verið til að yfirvöld hækki endurgreiðslu á kvikmyndaverkefnum tímabundið úr 25 prósentum í 35 prósent. Þá hefur gengi íslensku krónunnar einnig veikst sem gerir landið að enn fýsilegri kosti. Margfeldniáhrif yrðu margvísleg og mikil. „Það hefur bara sýnt sig í þessum rannsóknum sem hafa komið frá Ferðamálastofu að stór hluti ferðamanna sem kemur til landsins fékk hugmyndina eftir að hafa séð Ísland í verkefnum sem voru tekin upp hér á Íslandi, hvort sem það eru kvikmyndir eða sjónvarpsefni,“ segir Einar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bíó og sjónvarp Ferðamennska á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Ísland „örugglega einn öruggasti staður í heimi“ fyrir kvikmyndagerð Ferðamannaleysið, víðernin og góður árangur í baráttunni við kórónuveiruna gera Ísland að fýsilegum tökustað fyrir kvikmyndaferðarfólk. Þetta er niðurstaða stórritsins Los Angeles Times. 30. apríl 2020 16:15 Netflix beinir eyrum sínum að Akureyri Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana. 26. apríl 2020 20:00 Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Sjá meira
Ísland „örugglega einn öruggasti staður í heimi“ fyrir kvikmyndagerð Ferðamannaleysið, víðernin og góður árangur í baráttunni við kórónuveiruna gera Ísland að fýsilegum tökustað fyrir kvikmyndaferðarfólk. Þetta er niðurstaða stórritsins Los Angeles Times. 30. apríl 2020 16:15
Netflix beinir eyrum sínum að Akureyri Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana. 26. apríl 2020 20:00