Leyft að opna allar verslanir í Þýskalandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2020 15:43 Merkel kanslari á blaðamannafundi eftir fjarfund hennar með leiðtogum sextán sambandslanda Þýskalands í dag. Sambandslandsstjórarnir samþykktu að taka ábyrgð á hvenær slakað yrði á takmörkunum vegna faraldursins. Vísir/EPA Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá samkomulaginu í dag. Það er sagt fela í sér að sambandsstjórnirnar stýri því hvenær slakað verður á takmörkunum vegna faraldursins. Takmörkunum verður komið fljótt á aftur leiði tilslakanirnar til fjölgunar í greindum smitum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar var byrjað að slaka á takmörkunum vegna faraldursins í Þýskalandi með opnun skóla fyrir eldri börn og sumra verslana. Nú verður hins vegar leyft að opna allar verslanir en viðskiptavinir verða þó að ganga með grímur og virða tveggja metra fjarlægðarreglu. Fólki frá tveimur heimilum verður nú leyft að hittast og snæða saman. Eldri borgarar og fatlaðir sem búa á hjúkrunarheimilum geta nú fengið eina manneskju í heimsókn. Þá verða knattspyrnuleikir leyfðir á ný. Búist er við að lið í efstu deild á Þýsklandi gætu byrjað að spila án áhorfenda þegar í næstu eða þarnæstu viku. Þýska deildin yrði þá sú fyrsta til að byrja að rúlla aftur eftir faraldurinn. Kórónuveirufaraldurinn hefur ekki leikið Þýskaland eins grátt og sum önnur ríki Vestur-Evrópu eins og Bretland, Ítalíu, Frakkland og Spán. Innan við 7.000 manns hafa látist þar og tiltölulega fá ný smit hafa greinst í landinu undanfarið. Angela Merkel, kanslari, sagði í dag að óhætt væri að fullyrða að fyrsta stigi faraldursins væri nú lokið. „En við verðum að vera mjög meðvituð að við erum inn snemma í faraldrinum og við stöndum í þessu til lengri tíma,“ sagði Merkel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar hefja aftur leik í þessum mánuði Þýska úrvalsdeildin verðr sú fyrsta af þeim fimm stærstu í Evrópu til að fara aftur af stað eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. 6. maí 2020 13:53 Þjóðverjar byrja að aflétta höftum í skrefum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í byrjun maí. 15. apríl 2020 19:23 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá samkomulaginu í dag. Það er sagt fela í sér að sambandsstjórnirnar stýri því hvenær slakað verður á takmörkunum vegna faraldursins. Takmörkunum verður komið fljótt á aftur leiði tilslakanirnar til fjölgunar í greindum smitum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar var byrjað að slaka á takmörkunum vegna faraldursins í Þýskalandi með opnun skóla fyrir eldri börn og sumra verslana. Nú verður hins vegar leyft að opna allar verslanir en viðskiptavinir verða þó að ganga með grímur og virða tveggja metra fjarlægðarreglu. Fólki frá tveimur heimilum verður nú leyft að hittast og snæða saman. Eldri borgarar og fatlaðir sem búa á hjúkrunarheimilum geta nú fengið eina manneskju í heimsókn. Þá verða knattspyrnuleikir leyfðir á ný. Búist er við að lið í efstu deild á Þýsklandi gætu byrjað að spila án áhorfenda þegar í næstu eða þarnæstu viku. Þýska deildin yrði þá sú fyrsta til að byrja að rúlla aftur eftir faraldurinn. Kórónuveirufaraldurinn hefur ekki leikið Þýskaland eins grátt og sum önnur ríki Vestur-Evrópu eins og Bretland, Ítalíu, Frakkland og Spán. Innan við 7.000 manns hafa látist þar og tiltölulega fá ný smit hafa greinst í landinu undanfarið. Angela Merkel, kanslari, sagði í dag að óhætt væri að fullyrða að fyrsta stigi faraldursins væri nú lokið. „En við verðum að vera mjög meðvituð að við erum inn snemma í faraldrinum og við stöndum í þessu til lengri tíma,“ sagði Merkel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar hefja aftur leik í þessum mánuði Þýska úrvalsdeildin verðr sú fyrsta af þeim fimm stærstu í Evrópu til að fara aftur af stað eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. 6. maí 2020 13:53 Þjóðverjar byrja að aflétta höftum í skrefum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í byrjun maí. 15. apríl 2020 19:23 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Þjóðverjar hefja aftur leik í þessum mánuði Þýska úrvalsdeildin verðr sú fyrsta af þeim fimm stærstu í Evrópu til að fara aftur af stað eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. 6. maí 2020 13:53
Þjóðverjar byrja að aflétta höftum í skrefum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í byrjun maí. 15. apríl 2020 19:23