Lúsífer Kvaran Starri Reynisson skrifar 6. maí 2020 08:00 Reglulega berast fréttir af nöfnum sem mannanafnanefnd íslenska ríkisins þykja ekki þóknanleg. Bæði er foreldrum meinað að nefna börn sín að vild og fólki bannað að ráða eigin nafni á fullorðinsárum. Þetta þykir mér bæði mikil og óþörf skerðing á frelsi einstaklingsins. Nafn manneskju er innilega persónulegt, hvort sem um er að ræða eiginnafn, millinafn eða kenninafn. Nafngjöf foreldra til barns og ákvörðun fullorðins einstaklings að breyta sínu nafni eru hvort tveggja persónulegar ákvarðanir sem koma öðrum hreinlega ekki við. Afskipti ríkisins af svo persónulegum ákvörðunum eru illréttlætanleg. Þar ættu hefðir að gilda einu, líkt og við aðrar álíka persónulegar ákvarðanir eins og klæðaburð. Góðar hefðir eru lífseigar og þurfa ekki sérstaka vernd, lopapeysur og þjóðbúningar lifa ágætu lífi án afskipta ríkisnefndar og ég hef fulla trú á því að íslenskar nafnahefðir myndu gera það líka. Það að banna nöfn vegna ótta við stríðni er svo hámark forræðishyggjunnar. Nýverið var nafninu Lúsífer til dæmis hafnað, ekki í fyrsta skipti, vegna þess að nefndin komst að þeirri niðurstöðu að það gæti orðið nafnbera til ama. Ég velti því fyrir mér hvort nöfnunum Sauron, Melkor, Svarthöfði eða Voldemort yrði hafnað á sömu forsendum? Hvað þá með þegar rótgróin nöfn eins og Þengill og Katla? Í æsku var ég sjálfur talsvert hræddari við þau en nokkurn tímann Lúsífer. Burtséð frá því hvort verið sé að gera upp á milli uppskáldaðra illmenna þá er þetta eineltisvarnahlutverk mannanafnanefndar óþarft. Það eru fjölmörg dæmi um að „venjuleg“ nöfn valdi nafnbera talsverðum ama. Vilji eitthvert foreldri þess fyrir utan raunverulega skíra barnið sitt Hitler Sataníus Vondikall, Voldemort Svarthöfði Zedong eða Lúsífer Kvaran þá ætti það frekar heima hjá barnavernd, eigi opinber afskipti yfir höfuð að vera til staðar. Velji fullorðinn einstaklingur hins vegar að ganga undir slíku nafni ætti viðkomandi eingöngu að þurfa að eiga það við sjálfan sig. Höfundur er forseti Uppreisnar. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Mannanöfn Starri Reynisson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Reglulega berast fréttir af nöfnum sem mannanafnanefnd íslenska ríkisins þykja ekki þóknanleg. Bæði er foreldrum meinað að nefna börn sín að vild og fólki bannað að ráða eigin nafni á fullorðinsárum. Þetta þykir mér bæði mikil og óþörf skerðing á frelsi einstaklingsins. Nafn manneskju er innilega persónulegt, hvort sem um er að ræða eiginnafn, millinafn eða kenninafn. Nafngjöf foreldra til barns og ákvörðun fullorðins einstaklings að breyta sínu nafni eru hvort tveggja persónulegar ákvarðanir sem koma öðrum hreinlega ekki við. Afskipti ríkisins af svo persónulegum ákvörðunum eru illréttlætanleg. Þar ættu hefðir að gilda einu, líkt og við aðrar álíka persónulegar ákvarðanir eins og klæðaburð. Góðar hefðir eru lífseigar og þurfa ekki sérstaka vernd, lopapeysur og þjóðbúningar lifa ágætu lífi án afskipta ríkisnefndar og ég hef fulla trú á því að íslenskar nafnahefðir myndu gera það líka. Það að banna nöfn vegna ótta við stríðni er svo hámark forræðishyggjunnar. Nýverið var nafninu Lúsífer til dæmis hafnað, ekki í fyrsta skipti, vegna þess að nefndin komst að þeirri niðurstöðu að það gæti orðið nafnbera til ama. Ég velti því fyrir mér hvort nöfnunum Sauron, Melkor, Svarthöfði eða Voldemort yrði hafnað á sömu forsendum? Hvað þá með þegar rótgróin nöfn eins og Þengill og Katla? Í æsku var ég sjálfur talsvert hræddari við þau en nokkurn tímann Lúsífer. Burtséð frá því hvort verið sé að gera upp á milli uppskáldaðra illmenna þá er þetta eineltisvarnahlutverk mannanafnanefndar óþarft. Það eru fjölmörg dæmi um að „venjuleg“ nöfn valdi nafnbera talsverðum ama. Vilji eitthvert foreldri þess fyrir utan raunverulega skíra barnið sitt Hitler Sataníus Vondikall, Voldemort Svarthöfði Zedong eða Lúsífer Kvaran þá ætti það frekar heima hjá barnavernd, eigi opinber afskipti yfir höfuð að vera til staðar. Velji fullorðinn einstaklingur hins vegar að ganga undir slíku nafni ætti viðkomandi eingöngu að þurfa að eiga það við sjálfan sig. Höfundur er forseti Uppreisnar. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun