Sjúkraliðar vilja að kjarasamningur skili þeim og samfélaginu raunverulegum ávinningi Sandra B. Franks skrifar 30. desember 2019 15:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, kemur m.a. fram að á kjörtímabilinu eigi að vinna gegn kynbundnum launamun, auk þess vill ríkisstjórnin vinna með aðilum vinnumarkaðarins að ábyrgum vinnumarkaði. Sjúkraliðafélag Íslands hefur um árabil vakið athygli á viðvarandi mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu, skorti á sjúkraliðum og að nýliðun gangi allt of hægt. Allir sem til þekkja vita að skortur á sjúkraliðum veldur auknu álagi á þá sem starfinu sinna. Þessi staða eykur líkurnar á kulnun og eru mörg dæmi þess að sjúkraliðar hafi hrakist úr starfi vegna hennar. Fagfólk sem vinnur við hjúkrun er burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar. Sjúkraliðar gegna þar lykilhlutverki og er um 98% þeirra konur. Starfið er mjög gefandi og fjölbreytt, en reynir á og er oftar en ekki virkilega krefjandi. Um 90% sjúkraliða vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til við skipulag á vinnutíma. Auk þess er heilbrigðisstarfsfólk útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Það er því brýnt að leggja fram raunhæfar leiðir til þess að bæta mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Vinnutími og launakjör er þar lykilatriði. Það þarf að taka tillit til breyttra gilda á vinnumarkaði, því viðhorf unga fólksins til vinnu hafa breyst. Ungt fólk hefur sett sér skýr markmið um mikilvægi fjölskyldulífs. Auk þess þarf að leiðrétta stöðu kvenna á vinnumarkaði. Fjölmargar rannsóknir sýna að konur bera þungan af heimilisstörfum og að samanlagður vinnutími kvenna í vinnu og á heimili er 30% lengri en hjá körlum. Krafa sjúkraliða er í skýr í yfirstandandi kjaraviðræðum. Við viljum að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk, án skerðingar á launum. Við viljum líka að launakjör okkar séu þannig að hægt sé að lifa af þeim. Sjúkraliði er löggiltur heilbrigðisstarfsmaður, sem lokið hefur þriggja ára metnaðarfullu starfsnámi. Byrjunarlaun hans eru 328.584 kr. á mánuði fyrir fullt starf. Byrjunarlaun sjúkraliða eru sambærileg byrjunarlaunum 16 -18 ára unglinga samkvæmt lágmarkstekjutryggingu í lífskjarasamningi. Þessi staðreynd er ekki einungis niðurlægjandi fyrir sjúkraliðastéttina, heldur stríðir hún gegn stefnu ríkisstjórnarinnar um að leiðrétta kynbundin launamun og stuðla að ábyrgum og réttlátum vinnumarkaði. Það er ekki að ástæðulausu að stytting vinnuvikunnar og betri launakjör eru helstu baráttumál sjúkraliða. Sjúkraliðar vilja að kjarasamningur skili þeim og samfélaginu raunverulegum ávinningi, sem fellst í betra starfsumhverfi og launakjörum sem hægt er að lifa af og eru í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, kemur m.a. fram að á kjörtímabilinu eigi að vinna gegn kynbundnum launamun, auk þess vill ríkisstjórnin vinna með aðilum vinnumarkaðarins að ábyrgum vinnumarkaði. Sjúkraliðafélag Íslands hefur um árabil vakið athygli á viðvarandi mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu, skorti á sjúkraliðum og að nýliðun gangi allt of hægt. Allir sem til þekkja vita að skortur á sjúkraliðum veldur auknu álagi á þá sem starfinu sinna. Þessi staða eykur líkurnar á kulnun og eru mörg dæmi þess að sjúkraliðar hafi hrakist úr starfi vegna hennar. Fagfólk sem vinnur við hjúkrun er burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar. Sjúkraliðar gegna þar lykilhlutverki og er um 98% þeirra konur. Starfið er mjög gefandi og fjölbreytt, en reynir á og er oftar en ekki virkilega krefjandi. Um 90% sjúkraliða vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til við skipulag á vinnutíma. Auk þess er heilbrigðisstarfsfólk útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Það er því brýnt að leggja fram raunhæfar leiðir til þess að bæta mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Vinnutími og launakjör er þar lykilatriði. Það þarf að taka tillit til breyttra gilda á vinnumarkaði, því viðhorf unga fólksins til vinnu hafa breyst. Ungt fólk hefur sett sér skýr markmið um mikilvægi fjölskyldulífs. Auk þess þarf að leiðrétta stöðu kvenna á vinnumarkaði. Fjölmargar rannsóknir sýna að konur bera þungan af heimilisstörfum og að samanlagður vinnutími kvenna í vinnu og á heimili er 30% lengri en hjá körlum. Krafa sjúkraliða er í skýr í yfirstandandi kjaraviðræðum. Við viljum að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk, án skerðingar á launum. Við viljum líka að launakjör okkar séu þannig að hægt sé að lifa af þeim. Sjúkraliði er löggiltur heilbrigðisstarfsmaður, sem lokið hefur þriggja ára metnaðarfullu starfsnámi. Byrjunarlaun hans eru 328.584 kr. á mánuði fyrir fullt starf. Byrjunarlaun sjúkraliða eru sambærileg byrjunarlaunum 16 -18 ára unglinga samkvæmt lágmarkstekjutryggingu í lífskjarasamningi. Þessi staðreynd er ekki einungis niðurlægjandi fyrir sjúkraliðastéttina, heldur stríðir hún gegn stefnu ríkisstjórnarinnar um að leiðrétta kynbundin launamun og stuðla að ábyrgum og réttlátum vinnumarkaði. Það er ekki að ástæðulausu að stytting vinnuvikunnar og betri launakjör eru helstu baráttumál sjúkraliða. Sjúkraliðar vilja að kjarasamningur skili þeim og samfélaginu raunverulegum ávinningi, sem fellst í betra starfsumhverfi og launakjörum sem hægt er að lifa af og eru í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun