Uppfært 17:45
Betur fór en á horfði þegar tveir bílar skullu saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt á Suðurlandi. Alls voru þrettán manns í báðum bílunum og allt erlendir ferðamenn. Þrír þeirra, sem voru með alvarlegustu meiðslin voru fluttir á Bráðamóttöku Landspítalans með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Í tilkynningu lögreglunnar á Facebook kemur fram að tíu hafi verið fluttir til aðhlynningar á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands á Selfossi.
Þá eru vegfarendur beðnir um að fara með gát og sýna viðbragðsaðilum tillitssemi þar sem mikil ísing sé á vettvangi. Lögreglan á Selfossi hefur tildrög slyssins til rannsóknar.