Arteta: Væri ekki hér ef ég væri ekki tilbúinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. desember 2019 18:30 Mikel Arteta er nýr knattspyrnustjóri Arsenal vísir/getty Mikel Arteta var ráðinn nýr knattspyrnustjóri Arsenal í dag. Hann hélt sinn fyrsta blaðamannafund hjá nýja félaginu nú síðdegis. Arteta kemur frá Manchester City þar sem hann hefur verið aðstoðarmaður Pep Guardiola síðustu ár. Hann gerði garðinn frægan sem leikmaður fyrir Arsenal. „Það var alltaf draumur hjá mér að koma aftur hingað. Ég ber svo mikla virðingu fyrir þessu fótboltafélagi,“ sagði Arteta. Spánverjinn spilaði 149 leiki fyrir Arsenal á árunum 2011-2016 og skoraði hann í þeim 16 mörk. Þegar hann hætti sem leikmaður 2016 gerðist hann aðstoðarmaður Guardiola hjá City. Þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. „Ef ég héldi að ég væri ekki tilbúinn þá sæti ég ekki hér.“ „Mér líður eins og ég sé kominn aftur heim. Ég er ótrúlega ánægður og stoltur með tækifærið að fá að stýra þessu fótboltaliði.“ „Síðustu ár er ég búinn að undirbúa mig fyrir þessa áskorun. Ég er tilbúinn í hana og get ekki beðið eftir því að byrja.“ Arsenal hefur ekki gengið vel á tímabilinu og er liðið aðeins í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Það fyrsta sem þarf að breyta er orkan innan félagsins.“ „Utan frá þá er eins og félagið hafi misst sjónar á einkennum sínum. Ég vil komast að því afhverju og koma öllum inn á sama hugarfarið.“ Arteta vann náið með Pep Guardiola síðustu ár og það tók á hann að yfirgefa Manchester City. „Ég átti í ótrúlega góðu sambandi við Pep. Hann er leiður yfir því að ég hafi farið og tímasetningin er ekki sú besta, en hann skildi mig.“ „Kveðjustundin hefði ekki getað farið betur og samband okkar er enn gott. Ég kvaddi leikmennina og grét.“ Arteta fær lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir fyrsta leik, en næsti leikur Arsenal er í hádeginu á morgun, gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Mikel Arteta var ráðinn nýr knattspyrnustjóri Arsenal í dag. Hann hélt sinn fyrsta blaðamannafund hjá nýja félaginu nú síðdegis. Arteta kemur frá Manchester City þar sem hann hefur verið aðstoðarmaður Pep Guardiola síðustu ár. Hann gerði garðinn frægan sem leikmaður fyrir Arsenal. „Það var alltaf draumur hjá mér að koma aftur hingað. Ég ber svo mikla virðingu fyrir þessu fótboltafélagi,“ sagði Arteta. Spánverjinn spilaði 149 leiki fyrir Arsenal á árunum 2011-2016 og skoraði hann í þeim 16 mörk. Þegar hann hætti sem leikmaður 2016 gerðist hann aðstoðarmaður Guardiola hjá City. Þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. „Ef ég héldi að ég væri ekki tilbúinn þá sæti ég ekki hér.“ „Mér líður eins og ég sé kominn aftur heim. Ég er ótrúlega ánægður og stoltur með tækifærið að fá að stýra þessu fótboltaliði.“ „Síðustu ár er ég búinn að undirbúa mig fyrir þessa áskorun. Ég er tilbúinn í hana og get ekki beðið eftir því að byrja.“ Arsenal hefur ekki gengið vel á tímabilinu og er liðið aðeins í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Það fyrsta sem þarf að breyta er orkan innan félagsins.“ „Utan frá þá er eins og félagið hafi misst sjónar á einkennum sínum. Ég vil komast að því afhverju og koma öllum inn á sama hugarfarið.“ Arteta vann náið með Pep Guardiola síðustu ár og það tók á hann að yfirgefa Manchester City. „Ég átti í ótrúlega góðu sambandi við Pep. Hann er leiður yfir því að ég hafi farið og tímasetningin er ekki sú besta, en hann skildi mig.“ „Kveðjustundin hefði ekki getað farið betur og samband okkar er enn gott. Ég kvaddi leikmennina og grét.“ Arteta fær lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir fyrsta leik, en næsti leikur Arsenal er í hádeginu á morgun, gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira