Fótbolti

Hansi Flick stýrir Bayern út leiktíðina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hansi Flick verður stjórinn í Bæjaralandi út leiktíðina.
Hansi Flick verður stjórinn í Bæjaralandi út leiktíðina. vísir/getty

Bayern München hefur staðfest það að Hansi Flick muni stýra liðinu út leiktíðina.

Bæjarar létu Niko Kovac fara eftir 5-1 tap gegn Eintracht Frankfurt í byrjun nóvember en þá var tilkynnt að Hansi myndi stýra liðinu fram að jólum.

Eftir átta sigra í tíu leikjum sem bráðabirgðarstjóri hefur Hansi fengið traustið út leiktíðina en Bæjarar eru í 3. sæti deildarinnar, fjórum stgum á eftir toppliði Leipzig.







Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, er sagður ofarlega á óskalista Bayern og er enn sagður koma til greina sem stjóri liðsins næsta sumar.

Í viðtali við heimasíðu félagsins sagði Flick að hann væri sáttur með að félagið treysti sér til að stýra liðinu út leiktíðina.

Bayern mætir Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×