Tvískinnungur barnaverndarnefnda Sævar Þór Jónsson skrifar 28. desember 2019 07:00 Undirritaður hefur, skemmst frá að segja, unnið í fjölda mála er varða málefni tengd barnavernd og ítrekað vakið máls á brestum í regluverkinu á þessu sviði ásamt mistökum sem gerð hafa verið í meðferð ýmissa mála hjá barnaverndaryfirvöldum. Núverandi kerfi er að ýmsu leyti óheppilegt. Í því eru fjölmörgar gloppur sem nauðsynlegt er að fylla upp í. Þá eru enn fremur önnur atriði sem eru hreinlega úreld. Að gera grein fyrir öllum þessum vanhöldum í þessum stutta pistli er ógerningur og þarf ítarlegri umfjöllun um öll þessi vanhöld að bíða betri tíma. Mig langar þó að greina frá nýlegu atviki sem að mínu mati afhúpar enn eina brotalömina í regluverkinu. Um er að ræða mál sem snýr að ósk móður sem fer ekki með forræði yfir syni sínum um að hún fái hvoru tveggja upplýsingar og umgengni við son sinn. Einnig að honum verði ráðstafað í fóstur hjá öðrum en föður sínum. Þessi afstaða móðurinnar, sem við fyrstu sýn kann að virðast einkennileg, helgast af því að faðirinn hefur nýlega verið dæmdur fyrir að misnota barnungan son sinn. Af þessu tilefni fór móðirin fram á að barnaverndarnefnd beitti sér og sínu valdi við að taka barnið úr forsjá föðurins. Ósk móðurinnar laut að því að fá sjálf tímabundna forsjá eða að barninu yrði komið í aðra tímabundna fósturráðstöfun. Framangreindri beiðni móður, sem allajafna mætti telja eðlilega og forsvarsanlega með tilliti til alvarleika lögbrota forsjáraðila, var hins vegar hafnað á þeim grundvelli annars vegar að ekki þótti neitt benda til þess að umrætt barn væri í hættu á að vera misnotað enda þó að hálfsystkini þess hefði því miður verið fórnarlamb og hins vegar vegna þess að mál umrædds föður hefði verið áfrýjað til æðra dómsstigs. Það þykir mikilli furðu sæta að mati höfundar að barn sé ekki látið njóta vafans líkt og gert er í öðrum málum. Alkunnugt er að barnaverndarnefndir hafa meinað aðilum, sem grunaðir eru um kynferðisbrot gagnvart börnum, að umgangast börn, svo dæmi sé nefnt. Í þessu máli virðist það þó ekki duga til að koma barninu annað í vistun þrátt fyrir að viðkomandi aðili hafi hlotið dóm fyrir nýlegt brot. Jafnframt þekkir undirritaður mýmörg dæmi þess að foreldrar þurfi að undirgangast próf í því skyni að athuga hvort þeir séu í neyslu áður en þeir fá að hitta börn sín. Hvað veldur þessum tvískinningi er höfundi óljóst. Er það ekki alltaf velferð barnsins sem á að njóta vafans? Rétt er að taka fram í þessu samhengi að það má ekki rugla saman rétti föðurins annars vegar til að njóta réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi og rétti barnsins hins vegar til að njóta öryggis. Réttindi barnsins eru fráskilin og óháð rétti föður enda er það velferð barnsins sem ræður ferðinni þegar kemur að barnaverndarmálum. Í slíkum málum á ávallt að vinna með því augnmiði að gæta að réttindum og hag barnsins.Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Fjölskyldumál Sævar Þór Jónsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur, skemmst frá að segja, unnið í fjölda mála er varða málefni tengd barnavernd og ítrekað vakið máls á brestum í regluverkinu á þessu sviði ásamt mistökum sem gerð hafa verið í meðferð ýmissa mála hjá barnaverndaryfirvöldum. Núverandi kerfi er að ýmsu leyti óheppilegt. Í því eru fjölmörgar gloppur sem nauðsynlegt er að fylla upp í. Þá eru enn fremur önnur atriði sem eru hreinlega úreld. Að gera grein fyrir öllum þessum vanhöldum í þessum stutta pistli er ógerningur og þarf ítarlegri umfjöllun um öll þessi vanhöld að bíða betri tíma. Mig langar þó að greina frá nýlegu atviki sem að mínu mati afhúpar enn eina brotalömina í regluverkinu. Um er að ræða mál sem snýr að ósk móður sem fer ekki með forræði yfir syni sínum um að hún fái hvoru tveggja upplýsingar og umgengni við son sinn. Einnig að honum verði ráðstafað í fóstur hjá öðrum en föður sínum. Þessi afstaða móðurinnar, sem við fyrstu sýn kann að virðast einkennileg, helgast af því að faðirinn hefur nýlega verið dæmdur fyrir að misnota barnungan son sinn. Af þessu tilefni fór móðirin fram á að barnaverndarnefnd beitti sér og sínu valdi við að taka barnið úr forsjá föðurins. Ósk móðurinnar laut að því að fá sjálf tímabundna forsjá eða að barninu yrði komið í aðra tímabundna fósturráðstöfun. Framangreindri beiðni móður, sem allajafna mætti telja eðlilega og forsvarsanlega með tilliti til alvarleika lögbrota forsjáraðila, var hins vegar hafnað á þeim grundvelli annars vegar að ekki þótti neitt benda til þess að umrætt barn væri í hættu á að vera misnotað enda þó að hálfsystkini þess hefði því miður verið fórnarlamb og hins vegar vegna þess að mál umrædds föður hefði verið áfrýjað til æðra dómsstigs. Það þykir mikilli furðu sæta að mati höfundar að barn sé ekki látið njóta vafans líkt og gert er í öðrum málum. Alkunnugt er að barnaverndarnefndir hafa meinað aðilum, sem grunaðir eru um kynferðisbrot gagnvart börnum, að umgangast börn, svo dæmi sé nefnt. Í þessu máli virðist það þó ekki duga til að koma barninu annað í vistun þrátt fyrir að viðkomandi aðili hafi hlotið dóm fyrir nýlegt brot. Jafnframt þekkir undirritaður mýmörg dæmi þess að foreldrar þurfi að undirgangast próf í því skyni að athuga hvort þeir séu í neyslu áður en þeir fá að hitta börn sín. Hvað veldur þessum tvískinningi er höfundi óljóst. Er það ekki alltaf velferð barnsins sem á að njóta vafans? Rétt er að taka fram í þessu samhengi að það má ekki rugla saman rétti föðurins annars vegar til að njóta réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi og rétti barnsins hins vegar til að njóta öryggis. Réttindi barnsins eru fráskilin og óháð rétti föður enda er það velferð barnsins sem ræður ferðinni þegar kemur að barnaverndarmálum. Í slíkum málum á ávallt að vinna með því augnmiði að gæta að réttindum og hag barnsins.Höfundur er lögmaður.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun