Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2019 08:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar leggur af stað frá Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Unglingspiltur féll í Núpá í Sölvadal inni af Eyjafirði í gærkvöldi þegar hann var að aðstoða bónda við ána. Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri er í aðgerðastjórn almannavarna, sem stjórnar leitinni. Hann staðfestir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða unglingspilt en hann féll í ána þegar krapabylgja hreif hann með sér. Í frétt RÚV kemur fram að pilturinn og bóndinn hafi verið að vinna að því að koma á rafmagni. Hermanni var þó ekki kunnugt um það. Þá segir hann að lögregla hafi grófa hugmynd um aðdraganda slyssins í gærkvöldi en vildi litlu við það bæta. RÚV hefur eftir Jóhannesi Sigfússyni aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra að bóndanum hafi tekist að forða sér frá krapabylgjunni. Þá hafi bóndinn og drengurinn verið að vinna að því að hreinsa krapa frá inntaki, en við ána er heimarafstöð, lón og stífla. TF-Eir leggur af stað norður frá Reykjavíkurflugvelli í nótt.Mynd/landhelgisgæslan Hermann segir að leit við Núpá verði haldið áfram í dag. Bætt verður í mannskap, m.a. með liði frá öðrum svæðum, þegar líður á daginn. Fjöldi björgunarmanna, sérhæfðra kafara og straumbjörgunarmanna hefur aðstoðað við leitina og þá hefur þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- Líf, aðstoðað við að ferja mannskap. Hún hefur einnig verið notuð beint við leitina, að sögn Hermanns. Veður er slæmt á svæðinu og hafa aðstæður við leitina verið erfiðar í nótt og í morgun. Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Eir, var send með tíu sérhæfða straumbjörgunarmenn á slysstað í nótt. Hún lenti aftur í Reykjavík snemma í morgun, samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Lögreglumál Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. 12. desember 2019 06:30 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Unglingspiltur féll í Núpá í Sölvadal inni af Eyjafirði í gærkvöldi þegar hann var að aðstoða bónda við ána. Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri er í aðgerðastjórn almannavarna, sem stjórnar leitinni. Hann staðfestir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða unglingspilt en hann féll í ána þegar krapabylgja hreif hann með sér. Í frétt RÚV kemur fram að pilturinn og bóndinn hafi verið að vinna að því að koma á rafmagni. Hermanni var þó ekki kunnugt um það. Þá segir hann að lögregla hafi grófa hugmynd um aðdraganda slyssins í gærkvöldi en vildi litlu við það bæta. RÚV hefur eftir Jóhannesi Sigfússyni aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra að bóndanum hafi tekist að forða sér frá krapabylgjunni. Þá hafi bóndinn og drengurinn verið að vinna að því að hreinsa krapa frá inntaki, en við ána er heimarafstöð, lón og stífla. TF-Eir leggur af stað norður frá Reykjavíkurflugvelli í nótt.Mynd/landhelgisgæslan Hermann segir að leit við Núpá verði haldið áfram í dag. Bætt verður í mannskap, m.a. með liði frá öðrum svæðum, þegar líður á daginn. Fjöldi björgunarmanna, sérhæfðra kafara og straumbjörgunarmanna hefur aðstoðað við leitina og þá hefur þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- Líf, aðstoðað við að ferja mannskap. Hún hefur einnig verið notuð beint við leitina, að sögn Hermanns. Veður er slæmt á svæðinu og hafa aðstæður við leitina verið erfiðar í nótt og í morgun. Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Eir, var send með tíu sérhæfða straumbjörgunarmenn á slysstað í nótt. Hún lenti aftur í Reykjavík snemma í morgun, samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.
Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Lögreglumál Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. 12. desember 2019 06:30 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20
Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. 12. desember 2019 06:30