LeBron James bauð upp á tilþrifapakka og smá skot á „ungu“ strákana eftir sjöunda sigur Lakers í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 07:30 LeBron James var frábær í nótt. Getty/Kevin C. Cox LeBron James var mjög upptekinn þessa helgi en gaf sér þó tíma til að eiga stórleik í sigri Los Angeles Lakers á Atlanta Hawks í NBA-deildinni í nótt. LeBron James nýtti laugardaginn til að fljúga til Columbus í Ohio-fylki til þess að sjá son sinn spila en var kominn aftur til móts við liðið sitt í Atlanta í gær. LeBron James leiddi Lakers til 101-96 sigurs þar sem hann bauð upp á 32 stig, 13 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 varin skot. Hann átti líka nokkrar þrumutroðslur í leiknum. Anthony Davis var með 27 stig og 13 fráköst. Þetta var sjöundi sigurleikur Lakers liðsins í röð og fjórtándi útisigur liðsins í röð. 32 PTS | 13 REB | 7 AST | 3 BLK@KingJames does it all in the @Lakers 14th straight road win! #LakeShowpic.twitter.com/3kOLgNLV4j— NBA (@NBA) December 16, 2019 James gæti mögulega notað eitthvað af tilþrifum næturinnar í tilþrifapakka ferilsins. „Stundum koma þau (tilþrifin) og stundum ekki. Ég reyni bara að njóta þess og hafa gaman að spila leikinn,“ sagði LeBron James. Það kom aldrei til greina hjá James að hvíla eins og nokkrar stjörnur deildarinnar eru farnir að gera reglulega. „Ég veit ekki hversu marga leiki ég á eftir á ferlinum. Ég veit ekki hversu margir krakkar mæta á leikinn til að sjá mig spila. Það er mín skylda að spila. Ef ég er heill þá spila ég,“ sagði LeBron James eftir leikinn og kannski nýtti hann tækifærið til að skjóta á sér mun yngri menn. L E B R O N Watch Free: https://t.co/gZ3mLZln8xpic.twitter.com/vZEUKhRnc6— NBA (@NBA) December 15, 2019 LeBron James er að verða 35 ára gamall í loka mánaðarins og er á sínu sautjánda ári í deildinni. Hann er með 25,9 stig og 10,8 stoðsendingar að meðaltali í leik til þessa í vetur en enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar að meðaltali í leik. Með sigrinum jafnaði Los Angeles Lakers lið Milwaukee Bucks á toppnum yfir besta sigurhlutfall NBA deilarinnar í dag en bæði lið eru með 24 sigra og aðeins 3 tapleiki. SHOWTIME from every angle! pic.twitter.com/yX05szhnEU— NBA (@NBA) December 16, 2019 Úrslitin úr leikjum NBA í nótt: Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 96-101 Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 109-89 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 107-85 New Orleans Pelicans - Orlando Magic 119-130 Denver Nuggets - New York Knicks 111-105 Golden State Warriors - Sacramento Kings 79-100 @NikolaVucevic scores 20 PTS, helping the @OrlandoMagic come away victorious in his return to action! #MagicAboveAllpic.twitter.com/LzSFj9HKHc— NBA (@NBA) December 16, 2019 Nikola Jokic puts up 25 PTS, 10 REB, 5 AST in the @nuggets 3rd win in a row! #MileHighBasketballpic.twitter.com/BnjofxI2AX— NBA (@NBA) December 16, 2019 NBA Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
LeBron James var mjög upptekinn þessa helgi en gaf sér þó tíma til að eiga stórleik í sigri Los Angeles Lakers á Atlanta Hawks í NBA-deildinni í nótt. LeBron James nýtti laugardaginn til að fljúga til Columbus í Ohio-fylki til þess að sjá son sinn spila en var kominn aftur til móts við liðið sitt í Atlanta í gær. LeBron James leiddi Lakers til 101-96 sigurs þar sem hann bauð upp á 32 stig, 13 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 varin skot. Hann átti líka nokkrar þrumutroðslur í leiknum. Anthony Davis var með 27 stig og 13 fráköst. Þetta var sjöundi sigurleikur Lakers liðsins í röð og fjórtándi útisigur liðsins í röð. 32 PTS | 13 REB | 7 AST | 3 BLK@KingJames does it all in the @Lakers 14th straight road win! #LakeShowpic.twitter.com/3kOLgNLV4j— NBA (@NBA) December 16, 2019 James gæti mögulega notað eitthvað af tilþrifum næturinnar í tilþrifapakka ferilsins. „Stundum koma þau (tilþrifin) og stundum ekki. Ég reyni bara að njóta þess og hafa gaman að spila leikinn,“ sagði LeBron James. Það kom aldrei til greina hjá James að hvíla eins og nokkrar stjörnur deildarinnar eru farnir að gera reglulega. „Ég veit ekki hversu marga leiki ég á eftir á ferlinum. Ég veit ekki hversu margir krakkar mæta á leikinn til að sjá mig spila. Það er mín skylda að spila. Ef ég er heill þá spila ég,“ sagði LeBron James eftir leikinn og kannski nýtti hann tækifærið til að skjóta á sér mun yngri menn. L E B R O N Watch Free: https://t.co/gZ3mLZln8xpic.twitter.com/vZEUKhRnc6— NBA (@NBA) December 15, 2019 LeBron James er að verða 35 ára gamall í loka mánaðarins og er á sínu sautjánda ári í deildinni. Hann er með 25,9 stig og 10,8 stoðsendingar að meðaltali í leik til þessa í vetur en enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar að meðaltali í leik. Með sigrinum jafnaði Los Angeles Lakers lið Milwaukee Bucks á toppnum yfir besta sigurhlutfall NBA deilarinnar í dag en bæði lið eru með 24 sigra og aðeins 3 tapleiki. SHOWTIME from every angle! pic.twitter.com/yX05szhnEU— NBA (@NBA) December 16, 2019 Úrslitin úr leikjum NBA í nótt: Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 96-101 Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 109-89 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 107-85 New Orleans Pelicans - Orlando Magic 119-130 Denver Nuggets - New York Knicks 111-105 Golden State Warriors - Sacramento Kings 79-100 @NikolaVucevic scores 20 PTS, helping the @OrlandoMagic come away victorious in his return to action! #MagicAboveAllpic.twitter.com/LzSFj9HKHc— NBA (@NBA) December 16, 2019 Nikola Jokic puts up 25 PTS, 10 REB, 5 AST in the @nuggets 3rd win in a row! #MileHighBasketballpic.twitter.com/BnjofxI2AX— NBA (@NBA) December 16, 2019
NBA Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira