NPA miðstöðin flytur úr Hátúni í Urðarhvarf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2019 13:35 Á myndinni má sjá þá Hjört Örn Eysteinsson framkvæmdastjóra NPA miðstöðvarinnar og Örn Tryggva Johnsen verkefna- og rekstrarstjóra hjá ÞG Verki við undirritun samnings. NPA Miðstöðin NPA miðstöðin hefur gert langtímaleigusamning á stóru rými í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi. Ráðgert er að miðstöðin verði flutt úr Hátúni í nýja húsnæðið fyrir 1. apríl 2020. Endanlegt rými hefur verið teiknað upp undanfarið með ráðgjöf frá félagsfólki og sérfræðingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NPA miðstöðinni. „Vegna aukinna umsvifa hefur NPA miðstöðin á undanförnum mánuðum kannað marvíslega möguleika á nýju hentugu framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi miðstöðvarinnar. Megináherslan hefur að sjálfsögðu verið lögð á aðgengismál félagsfólks og að miðstöðin geti boðið uppá góða vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk miðstöðvarinnar og stjórn hennar. Þá hefur einnig verið lagt upp með að miðstöðin geti þjónað tilgangi sínum sem vettvangur og vinnuaðstaða félagsfólks til þess að skipuleggja sitt NPA, halda fundi eða leita ráðgjafar eða fræðslu,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að á félagsfundi NPA miðstöðvarinnar þann 31. október síðastliðinn hafi miðstöðin kynnt afrakstur viðræðna við fasteignafélagið Reykjastræti. Félagið hefur meðal annars milligöngu um byggingu og útleigu á stórri skrifstofubyggingu í Urðarhvarfi 8. Á félagsfundinum kom fram að stjórn NPA miðstöðvarinnar ásamt framkvæmdastjóra hefðu skoðað bygginguna og fyrir lægi leigutilboð og fyrsta uppkast af teikningu af leigurýminu uppsettu. „Óhætt er að segja að hugur hafi verið í félagsfólki á fundinum og var mikill stuðningur við þá hugmynd að ganga til viðræðna við fasteignafélagið um að færa starfsemi miðstöðvarinnar inn í Urðarhvarf,“ segir í tilkynningunni. Er áætlað að fyrstu leigjendur hússins komi inn í upphafi ársins 2020. Meðal leigjenda er Orkuhúsið, sem samanstendur af sjúkraþjálfun, röntgen þjónustu og bæklunarlæknaþjónustu, en Orkuhúsið var áður við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Rúnar Björn, formaður NPA miðstöðvarinnar, segir undirritun leigusamningsins og fyrirhugaða flutninga vera mikið fagnaðarefni. „Við erum mjög ánægð og hlökkum til að koma okkur fyrir í stærra húsnæði sem hentar okkar starfsemi og sniðið verður að þörfum okkar félagsfólks um aðgengi. Það er auk þess skemmtilegt að þessi tímamót muni eiga sér stað um svipað leyti og NPA miðstöðin fagnar tíu ára afmæli sínu en NPA miðstöðin verður tíu ára þann 16. júní næstkomandi.“ Rúnar Björn segir NPA miðstöðina vera löngu búna að sprengja utan af sér núverandi húsnæði enda hafi félagið vaxið hratt og áframhaldandi uppbygging sé fyrirsjáanleg. „Á innan við tíu árum hefur NPA miðstöðin vaxið frá því að rekja starfsemina í gegnum lítið pósthólf, að vera svo rekin í lítilli geymslu og síðan á nokkrum öðrum stöðum uns starfsemin var færð í núverandi húsnæði. Nú sjáum við hins vegar fram á að geta komið okkur fyrir í framtíðarhúsnæði NPA miðstöðvarinnar. Nýtt húsnæði mun gera okkur kleift að efla þjónustu við félagsfólk NPA miðstöðvarinnar enn frekar og styrkja starfsemina. Við erum spennt að hefja nýjan kafla í sögu NPA miðstöðvarinnar.“ NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks.Miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur þeirra við það utanumhald og umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Með umsýslu er ekki aðeins átt við bókhaldsþjónustu heldur svo miklu meira. Hjá NPA miðstöðinni er unnið samkvæmt hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. NPA miðstöðin er í raun og veru þekkingarfyrirtæki þar sem fatlað fólk með NPA safnar og miðlar þekkingu sinni til hvers annars. Félagsmál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
NPA miðstöðin hefur gert langtímaleigusamning á stóru rými í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi. Ráðgert er að miðstöðin verði flutt úr Hátúni í nýja húsnæðið fyrir 1. apríl 2020. Endanlegt rými hefur verið teiknað upp undanfarið með ráðgjöf frá félagsfólki og sérfræðingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NPA miðstöðinni. „Vegna aukinna umsvifa hefur NPA miðstöðin á undanförnum mánuðum kannað marvíslega möguleika á nýju hentugu framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi miðstöðvarinnar. Megináherslan hefur að sjálfsögðu verið lögð á aðgengismál félagsfólks og að miðstöðin geti boðið uppá góða vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk miðstöðvarinnar og stjórn hennar. Þá hefur einnig verið lagt upp með að miðstöðin geti þjónað tilgangi sínum sem vettvangur og vinnuaðstaða félagsfólks til þess að skipuleggja sitt NPA, halda fundi eða leita ráðgjafar eða fræðslu,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að á félagsfundi NPA miðstöðvarinnar þann 31. október síðastliðinn hafi miðstöðin kynnt afrakstur viðræðna við fasteignafélagið Reykjastræti. Félagið hefur meðal annars milligöngu um byggingu og útleigu á stórri skrifstofubyggingu í Urðarhvarfi 8. Á félagsfundinum kom fram að stjórn NPA miðstöðvarinnar ásamt framkvæmdastjóra hefðu skoðað bygginguna og fyrir lægi leigutilboð og fyrsta uppkast af teikningu af leigurýminu uppsettu. „Óhætt er að segja að hugur hafi verið í félagsfólki á fundinum og var mikill stuðningur við þá hugmynd að ganga til viðræðna við fasteignafélagið um að færa starfsemi miðstöðvarinnar inn í Urðarhvarf,“ segir í tilkynningunni. Er áætlað að fyrstu leigjendur hússins komi inn í upphafi ársins 2020. Meðal leigjenda er Orkuhúsið, sem samanstendur af sjúkraþjálfun, röntgen þjónustu og bæklunarlæknaþjónustu, en Orkuhúsið var áður við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Rúnar Björn, formaður NPA miðstöðvarinnar, segir undirritun leigusamningsins og fyrirhugaða flutninga vera mikið fagnaðarefni. „Við erum mjög ánægð og hlökkum til að koma okkur fyrir í stærra húsnæði sem hentar okkar starfsemi og sniðið verður að þörfum okkar félagsfólks um aðgengi. Það er auk þess skemmtilegt að þessi tímamót muni eiga sér stað um svipað leyti og NPA miðstöðin fagnar tíu ára afmæli sínu en NPA miðstöðin verður tíu ára þann 16. júní næstkomandi.“ Rúnar Björn segir NPA miðstöðina vera löngu búna að sprengja utan af sér núverandi húsnæði enda hafi félagið vaxið hratt og áframhaldandi uppbygging sé fyrirsjáanleg. „Á innan við tíu árum hefur NPA miðstöðin vaxið frá því að rekja starfsemina í gegnum lítið pósthólf, að vera svo rekin í lítilli geymslu og síðan á nokkrum öðrum stöðum uns starfsemin var færð í núverandi húsnæði. Nú sjáum við hins vegar fram á að geta komið okkur fyrir í framtíðarhúsnæði NPA miðstöðvarinnar. Nýtt húsnæði mun gera okkur kleift að efla þjónustu við félagsfólk NPA miðstöðvarinnar enn frekar og styrkja starfsemina. Við erum spennt að hefja nýjan kafla í sögu NPA miðstöðvarinnar.“ NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks.Miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur þeirra við það utanumhald og umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Með umsýslu er ekki aðeins átt við bókhaldsþjónustu heldur svo miklu meira. Hjá NPA miðstöðinni er unnið samkvæmt hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. NPA miðstöðin er í raun og veru þekkingarfyrirtæki þar sem fatlað fólk með NPA safnar og miðlar þekkingu sinni til hvers annars.
Félagsmál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent