Enski boltinn

Klopp fékk lengstu spurningu ársins ef spurningu mætti kalla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp gat bara svarað með því að segja takk fyrir.
Jürgen Klopp gat bara svarað með því að segja takk fyrir. Getty/ Etsuo Hara

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er eins og flestir vita í Katar þar sem Liverpool komst í úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða í gær.

Klopp er þekktur fyrir skemmtilega blaðamannafundi þar sem andrúmsloftið er oft létt og skemmtilegt. Hann er örugglega vanur því að fá alls konar spurningar en í gær var fátt um svör hjá Þjóðverjanum. 

Jürgen Klopp er vanur að glíma við enska blaðamenn sem eru nú oft óhræddir við að spyrja menn hreint út og ganga á knattspyrnustjórana með krefjandi spurningum. Á blaðamannafundi Klopp út í Katar fékk þýski knattspyrnustjórinn aftur á móti mjög óvenjulega spurningu ef spurningu mætti kalla.

Blaðamaðurinn, sem var greinilega ekki enskur ef marka mátti bjagaða ensku kunnáttu hans, hélt eiginlega hálfgerða lofræðu yfir Klopp og leik Liverpool liðsins.

Þetta breyttist því fljótt í lengstu spurningu ársins fyrir Klopp ef við flokkum þetta sem spurningu.

Það eina sem Klopp gat gert var að skella upp úr og þakka fyrir sig. Það má sjá þessa spurningu og viðbrögð Klopp hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×