Kátt í höllinni þegar Katrín hitti Elísabetu, Karl og Melaniu Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2019 11:00 Katrín heilsar hér drottningunni en við hlið Elísabetar stendur Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. Það má segja að kátt hafi verið í höllinni í gær þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mætti til móttöku í Buckingham-höll í gær ásamt öðrum þjóðarleiðtogum í tilefni 70 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins (NATO). Leiðtogafundur NATO hófst í gær í London og heldur áfram í dag. Myndavélarnar fylgdust vel með móttökunni í höllinni þar sem Katrín ræddi meðal annars við Elísabetu II og Karl prins af Wales þegar þau tóku á móti henni. Þá var Katrín í hópi kvenleiðtoga sem spjölluðu við drottninguna þegar inn í móttökusalinn var komið. Með henni í hópnum voru meðal annars Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd af Katrínu í Buckingham-höll í gær. Fyrst sést hún mæta í höllina og ganga rauða dregilinn sem lagður var fyrir leiðtogana. Elísabet II Englandsdrottning og Karl Bretaprins taka á móti Katrínu. Á myndbandinu sést Katrín spjalla í góða stund við þau mæðgin en ekki heyrist vel hvað þeim fer á milli. Þó virðist sem Karl rifji upp veiðiferð til Íslands en hann hefur rennt fyrir laxi hér, meðal annars í Hofsá í Vopnafirði. Katrín spjallar við Elísabetu ásamt öðrum kvenleiðtogum. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, spyr drottninguna hversu margir forsætisráðherrar hafi verið í Bretlandi í valdatíð hennar og svarar Elísabet því til að þeir hafi verið þrettán. Katrín svarar þá létt í bragði að forsætisráðherrar komi og fari. Þess má geta að forsætisráðherrarnir hafa verið alls fjórtán frá því að Elísabet varð drottning árið 1952 en þá var Winston Churchill búinn að vera forsætisráðherra í fjóra mánuði. Sjálf hefur hún því alls veitt þrettán umboð til að mynda ríkisstjórn, þar af einum tvisvar, Howard Wilson. Annað af Katrínu ásamt kvenleiðtogunum að ræða við drottninguna. Það er ekki með hljóði. Bretland Kóngafólk NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Katrín ræddi við drottninguna í Buckingham-höll Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. 4. desember 2019 06:45 Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03 Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00 Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Sjá meira
Það má segja að kátt hafi verið í höllinni í gær þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mætti til móttöku í Buckingham-höll í gær ásamt öðrum þjóðarleiðtogum í tilefni 70 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins (NATO). Leiðtogafundur NATO hófst í gær í London og heldur áfram í dag. Myndavélarnar fylgdust vel með móttökunni í höllinni þar sem Katrín ræddi meðal annars við Elísabetu II og Karl prins af Wales þegar þau tóku á móti henni. Þá var Katrín í hópi kvenleiðtoga sem spjölluðu við drottninguna þegar inn í móttökusalinn var komið. Með henni í hópnum voru meðal annars Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd af Katrínu í Buckingham-höll í gær. Fyrst sést hún mæta í höllina og ganga rauða dregilinn sem lagður var fyrir leiðtogana. Elísabet II Englandsdrottning og Karl Bretaprins taka á móti Katrínu. Á myndbandinu sést Katrín spjalla í góða stund við þau mæðgin en ekki heyrist vel hvað þeim fer á milli. Þó virðist sem Karl rifji upp veiðiferð til Íslands en hann hefur rennt fyrir laxi hér, meðal annars í Hofsá í Vopnafirði. Katrín spjallar við Elísabetu ásamt öðrum kvenleiðtogum. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, spyr drottninguna hversu margir forsætisráðherrar hafi verið í Bretlandi í valdatíð hennar og svarar Elísabet því til að þeir hafi verið þrettán. Katrín svarar þá létt í bragði að forsætisráðherrar komi og fari. Þess má geta að forsætisráðherrarnir hafa verið alls fjórtán frá því að Elísabet varð drottning árið 1952 en þá var Winston Churchill búinn að vera forsætisráðherra í fjóra mánuði. Sjálf hefur hún því alls veitt þrettán umboð til að mynda ríkisstjórn, þar af einum tvisvar, Howard Wilson. Annað af Katrínu ásamt kvenleiðtogunum að ræða við drottninguna. Það er ekki með hljóði.
Bretland Kóngafólk NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Katrín ræddi við drottninguna í Buckingham-höll Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. 4. desember 2019 06:45 Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03 Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00 Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Sjá meira
Katrín ræddi við drottninguna í Buckingham-höll Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. 4. desember 2019 06:45
Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03
Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00