Fyrrum lærisveinar Hermanns og Sol Campbell hóta því að skrópa í næsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2019 09:30 Sol Campbell og Hermann Hreiðarsson í bikarúrslitaleiknum sem þeir unnu saman með Portsmouth árið 2008. Getty/ AMA/Corbis Enska fótboltafélagið Macclesfield Town er í miklum fjárhagsvandræðum og hefur ekki náð að borga leikmönnum sínum laun. Nú hóta þessir leikmenn þvi að mæta ekki í næsta leik. Leikmenn hafa sent inn skriflega hótun þar sem kemur fram að þeir muni ekki mæta í leikinn á móti Crewe Alexandra á laugardaginn en sá leikur er í ensku D-deildinni. Sol Campbell hætti óvænt sem knattspyrnustjóri Macclesfield Town í upphafi tímabils og er núna tekinn við liði Southend United. Aðstoðarmaður hans er Hermann Hreiðarsson. Leikmenn og starfsmenn Macclesfield Town hafa ekki fengið borgað fyrir síðasta mánuð og þeir fengu launin greidd alltof seint í mánuðinum á undan.Macclesfield Town's unpaid players say they intend to boycott Saturday's League Two game at Moss Rose. Full story https://t.co/ET6tEcR1Smpic.twitter.com/LqZGkUxMpa — BBC Sport (@BBCSport) December 5, 2019Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikmennirnir grípa til þessara aðgerða en það gerðu þeir einnig fyrir deildarleik gegn Mansfield Town og bikarleik gegn Kingstonian. Í síðarnefnda leiknum þurfti Macclesfield Town að tefla fram óreyndu varaliði en eigandi Macclesfield Town gerði upp við leikmenn aðalliðsins í tíma fyrir hinn leikinn. Þetta var í síðasta mánuði en nú er aftur komin upp þessi erfiða staða. Leikirnir í nóvember fóru báðir fram en leikurinn á móti Crewe gæti verið í hættu. Macclesfield Town var í fallsæti þegar Sol Campbell og Hermann Hreiðarsson tóku við en þeim tókst að halda liðinu uppi. Núna er Macclesfield Town er í kringum miðja deild með 23 stig út 19 leikjum. Það kom í ljós í réttarsal á dögunum að Macclesfield Town skuldi Sol Campbell 180 þúsund pund eða næstum því 29 milljónir íslenskra króna. Félagið skuldar ekki aðeins gamla knattspyrnustjóranum sínum heldur einnig breska skattinum. Skattaskuld Macclesfield Town verður tekinn fyrir í réttarsal rétt fyrir jól eða nánar til getið 18. desember næstkomandi. Enski boltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira
Enska fótboltafélagið Macclesfield Town er í miklum fjárhagsvandræðum og hefur ekki náð að borga leikmönnum sínum laun. Nú hóta þessir leikmenn þvi að mæta ekki í næsta leik. Leikmenn hafa sent inn skriflega hótun þar sem kemur fram að þeir muni ekki mæta í leikinn á móti Crewe Alexandra á laugardaginn en sá leikur er í ensku D-deildinni. Sol Campbell hætti óvænt sem knattspyrnustjóri Macclesfield Town í upphafi tímabils og er núna tekinn við liði Southend United. Aðstoðarmaður hans er Hermann Hreiðarsson. Leikmenn og starfsmenn Macclesfield Town hafa ekki fengið borgað fyrir síðasta mánuð og þeir fengu launin greidd alltof seint í mánuðinum á undan.Macclesfield Town's unpaid players say they intend to boycott Saturday's League Two game at Moss Rose. Full story https://t.co/ET6tEcR1Smpic.twitter.com/LqZGkUxMpa — BBC Sport (@BBCSport) December 5, 2019Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikmennirnir grípa til þessara aðgerða en það gerðu þeir einnig fyrir deildarleik gegn Mansfield Town og bikarleik gegn Kingstonian. Í síðarnefnda leiknum þurfti Macclesfield Town að tefla fram óreyndu varaliði en eigandi Macclesfield Town gerði upp við leikmenn aðalliðsins í tíma fyrir hinn leikinn. Þetta var í síðasta mánuði en nú er aftur komin upp þessi erfiða staða. Leikirnir í nóvember fóru báðir fram en leikurinn á móti Crewe gæti verið í hættu. Macclesfield Town var í fallsæti þegar Sol Campbell og Hermann Hreiðarsson tóku við en þeim tókst að halda liðinu uppi. Núna er Macclesfield Town er í kringum miðja deild með 23 stig út 19 leikjum. Það kom í ljós í réttarsal á dögunum að Macclesfield Town skuldi Sol Campbell 180 þúsund pund eða næstum því 29 milljónir íslenskra króna. Félagið skuldar ekki aðeins gamla knattspyrnustjóranum sínum heldur einnig breska skattinum. Skattaskuld Macclesfield Town verður tekinn fyrir í réttarsal rétt fyrir jól eða nánar til getið 18. desember næstkomandi.
Enski boltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira