Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. apríl 2025 09:02 Valdimar og Magnús eru með ólíkar áherslur. Vísir/Ívar Tvö mjög ólík framboð til forseta Íþrótta- og Ólympíusambandsins bárust áður en fresturinn til að tilkynna framboð rann út á föstudag. Willum Þór Þórsson, Olga Bjarnadóttir og Brynjar Karl Sigurðsson höfðu þegar tilkynnt framboð en Valdimar Leó Friðriksson og Magnús Ragnarsson bættust við listann á föstudag og frambjóðendur til forseta ÍSÍ verða því alls fimm. Valdimar og Magnús eru tveir ólíkir frambjóðendur. Hrærst innan hreyfingarinnar í áratugi Valdimar situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ og hefur síðustu áratugi sinnt ýmsum stjórnunarstörfum innan íþróttahreyfingarinnar. „Ég hef starfað frá foreldraráði og alla leið upp, tekið að mér ýmis konar rekstur bæði félaga, héraðssambanda og sérsambanda. Það þýðir að það er þekking á öllum þessum rekstri. Ég veit hvar skóginn kreppir, hvað það er sem fólkinu vantar til að geta rekið sig sómasamlega“ segir Valdimar. Ekki innvígður í efri lög ÍSÍ Magnús kveðst hins vegar fjarri því að vera innvígður í efri lög ÍSÍ og segist bjóða sig fram sem fulltrúi grasrótarinnar. „Ég tilheyri ekki þessu stjórnskipulagi ÍSÍ í dag. Ég er formaður Tennissambandsins og hef tekið þátt í almenningsíþróttum í mörg herrans ár, en ég er ekki hluti af þessum öflum sem ráða þarna í dag. Ég er fulltrúi þessara litlu afla í hreyfingunni“ segir Magnús. Hann sækir sína reynslu frekar úr viðskipta- og atvinnulífinu. „Ég þekki þessa viðskiptahlið, að búa til peninga innan hreyfingarinnar og ég held að ÍSÍ vanti þann þátt.“ Mismunandi áherslur Magnús talar fyrir einföldun á skipulagi og í forgangi verður að efla tekjustofna ÍSÍ. „Það þarf náttúrulega að fjármagna hreyfinguna betur og íþróttahreyfingin er komin á þann stað að hún þarf ekkert að standa með einhvern betlistaf. Þetta er orðið einn af máttarstólpum samfélagsins og ég held að allir viðurkenni það“ segir Magnús. Valdimar leggur hins vegar áherslu á meiri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum. „Einhvern tímann var ég kallaður Valdimar styrkur af því að ég hef svo mikinn áhuga á auknu fé frá ríki og sveitarfélögum. Ég átti á sínum tíma hugmyndina að rekstrarstyrk til sérsambanda og ætla að gera tilraunir í ágúst til að tvöfalda hann… Síðan átti ég þátt í að koma á laggirnar ferðasjóði sem er fyrst og fremst hugsaður fyrir landsbyggðina. Þar er kominn tími líka á að tvöfalda. Það verða svona helstu áherslumálin, auk þess að sjálfsögðu að hlúa að sjálfboðaliðunum“ segir Valdimar. Fjallað var um frambjóðendurna tvo í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Hér fyrir neðan má svo finna viðtölin við þá í heild sinni þar sem farið er nánar yfir þeirra reynslu og helstu stefnumál. Klippa: Viðtal við ÍSÍ forsetaframbjóðandann Valdimar Leó Klippa: Viðtal við ÍSÍ forsetaframbjóðandann Magnús Ragnarsson ÍSÍ Tengdar fréttir Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Forsetaframboðin fimm sem höfðu verið tilkynnt voru öll úrskurðuð lögleg af kjörnefnd. Skila þurfti inn stuðningsyfirlýsingu frá einu sérsambandi og einu héraðssambandi, sem formenn sambandanna skrifuðu undir. 26. apríl 2025 17:06 Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Willum Þór Þórsson sækist eftir forsetaembætti ÍSÍ í vor. Hann segir ljóst að þörf sé á meira fjármagni frá ríkinu til þessa stærstu félagasamtaka landsins, bæði í starfsemi þeirra sem og innviðauppbyggingu. 29. mars 2025 08:02 Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Sjá meira
Willum Þór Þórsson, Olga Bjarnadóttir og Brynjar Karl Sigurðsson höfðu þegar tilkynnt framboð en Valdimar Leó Friðriksson og Magnús Ragnarsson bættust við listann á föstudag og frambjóðendur til forseta ÍSÍ verða því alls fimm. Valdimar og Magnús eru tveir ólíkir frambjóðendur. Hrærst innan hreyfingarinnar í áratugi Valdimar situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ og hefur síðustu áratugi sinnt ýmsum stjórnunarstörfum innan íþróttahreyfingarinnar. „Ég hef starfað frá foreldraráði og alla leið upp, tekið að mér ýmis konar rekstur bæði félaga, héraðssambanda og sérsambanda. Það þýðir að það er þekking á öllum þessum rekstri. Ég veit hvar skóginn kreppir, hvað það er sem fólkinu vantar til að geta rekið sig sómasamlega“ segir Valdimar. Ekki innvígður í efri lög ÍSÍ Magnús kveðst hins vegar fjarri því að vera innvígður í efri lög ÍSÍ og segist bjóða sig fram sem fulltrúi grasrótarinnar. „Ég tilheyri ekki þessu stjórnskipulagi ÍSÍ í dag. Ég er formaður Tennissambandsins og hef tekið þátt í almenningsíþróttum í mörg herrans ár, en ég er ekki hluti af þessum öflum sem ráða þarna í dag. Ég er fulltrúi þessara litlu afla í hreyfingunni“ segir Magnús. Hann sækir sína reynslu frekar úr viðskipta- og atvinnulífinu. „Ég þekki þessa viðskiptahlið, að búa til peninga innan hreyfingarinnar og ég held að ÍSÍ vanti þann þátt.“ Mismunandi áherslur Magnús talar fyrir einföldun á skipulagi og í forgangi verður að efla tekjustofna ÍSÍ. „Það þarf náttúrulega að fjármagna hreyfinguna betur og íþróttahreyfingin er komin á þann stað að hún þarf ekkert að standa með einhvern betlistaf. Þetta er orðið einn af máttarstólpum samfélagsins og ég held að allir viðurkenni það“ segir Magnús. Valdimar leggur hins vegar áherslu á meiri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum. „Einhvern tímann var ég kallaður Valdimar styrkur af því að ég hef svo mikinn áhuga á auknu fé frá ríki og sveitarfélögum. Ég átti á sínum tíma hugmyndina að rekstrarstyrk til sérsambanda og ætla að gera tilraunir í ágúst til að tvöfalda hann… Síðan átti ég þátt í að koma á laggirnar ferðasjóði sem er fyrst og fremst hugsaður fyrir landsbyggðina. Þar er kominn tími líka á að tvöfalda. Það verða svona helstu áherslumálin, auk þess að sjálfsögðu að hlúa að sjálfboðaliðunum“ segir Valdimar. Fjallað var um frambjóðendurna tvo í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Hér fyrir neðan má svo finna viðtölin við þá í heild sinni þar sem farið er nánar yfir þeirra reynslu og helstu stefnumál. Klippa: Viðtal við ÍSÍ forsetaframbjóðandann Valdimar Leó Klippa: Viðtal við ÍSÍ forsetaframbjóðandann Magnús Ragnarsson
ÍSÍ Tengdar fréttir Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Forsetaframboðin fimm sem höfðu verið tilkynnt voru öll úrskurðuð lögleg af kjörnefnd. Skila þurfti inn stuðningsyfirlýsingu frá einu sérsambandi og einu héraðssambandi, sem formenn sambandanna skrifuðu undir. 26. apríl 2025 17:06 Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Willum Þór Þórsson sækist eftir forsetaembætti ÍSÍ í vor. Hann segir ljóst að þörf sé á meira fjármagni frá ríkinu til þessa stærstu félagasamtaka landsins, bæði í starfsemi þeirra sem og innviðauppbyggingu. 29. mars 2025 08:02 Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Sjá meira
Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Forsetaframboðin fimm sem höfðu verið tilkynnt voru öll úrskurðuð lögleg af kjörnefnd. Skila þurfti inn stuðningsyfirlýsingu frá einu sérsambandi og einu héraðssambandi, sem formenn sambandanna skrifuðu undir. 26. apríl 2025 17:06
Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Willum Þór Þórsson sækist eftir forsetaembætti ÍSÍ í vor. Hann segir ljóst að þörf sé á meira fjármagni frá ríkinu til þessa stærstu félagasamtaka landsins, bæði í starfsemi þeirra sem og innviðauppbyggingu. 29. mars 2025 08:02
Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31
„Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04