Enski boltinn

„Vilja allir spila fyrir Man United“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hefur ekki sjá dagana sæla í Manchester.
Hefur ekki sjá dagana sæla í Manchester. ANDER GILLENEA / AFP

Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, segir að það verði ekkert mál fyrir félagið að sannfæra leikmenn um að ganga í raðir þess þrátt fyrir versta árangur félagsins í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

„Það vilja allir spila fyrir Manchester United,“ sagði Amorim í viðtali þegar í ljós kom að Man United hefði rætt við Matheus Cunha, leikmann Úlfanna. Rauðu djöflarnir eru sem stendur í 14. sæti og þó enn séu nokkrir eftir af deildarkeppninni er staðfest um versta árangur félagsins að ræða frá því að enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar árið 1992.

„Þetta er Manchester United. Mér líður þannig að það sé fullt af leikmönnum sem vilja spila fyrir félagið. Þó það séu ýmis vandamál þá höfum við skýra sýn og það er auðvelt að útskýra það fyrir leikmönnum. Svo er þetta Manchester United, það vilja allir spila fyrir Man United.“

Man United getur enn náð Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð en til þess þarf liðið að sigra Evrópudeildina. Lærisveinar Amorim eru komnir í undanúrslit keppninnar þar sem þeir mæta Athletic Bilbao.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×