Er ég nógu merkilegur? Friðrik Agni Árnason skrifar 8. desember 2019 10:00 „Ég hélt þú ættir heima í risa einbýlishúsi og ættir ríka foreldra.“ Þetta var sagt við mig eitt sinn og var það vinkona sem heimsótti mig í fyrsta skipti. Henni til dálítillar furðu átti ég heima í blokk og íbúð sem var ekkert sérlega íburðarmikil. En þetta var mitt heimili þar sem ást foreldra minna til okkar systkina var til staðar og það var svo sem alltaf nóg fyrir mig. Þegar ég hins vegar áttaði mig á því að krakkar, vinir og vinkonur í kringum mig áttu oftast heima í einbýlishúsum og áttu alltaf það nýjasta af öllu þá byrjaði samanburðurinn og minnimáttarkenndin. Þetta átti sérstaklega við um dansheiminn sem ég ólst upp í. Ég hugsa að ég hafi ákveðið eða jafnvel ómeðvitað sett mér það markmið að verða ótrúlega góður í dansi til að bæta upp fyrir það sem ég var ekki í alvörunni. Ekki nógu ríkur eða merkilegur í lífinu en mjög góður dansari. Ekki nógu ríkur og merkilegur í lífinu en rosalega mjór. Ekki nógu ríkur og merkilegur í lífinu en afburða námsmaður… Þið sjáið kannski hvert ég er að fara með þetta. Samanburðurinn og minnimáttarkenndin varð að óöryggi sem svo leiddi af sér fullkomnunaráráttu, átröskun og kvíða hjá mér á ungmennaárunum. Alla þessa kvilla berst ég við á hverjum degi enn þann dag í dag þó af mun minni ákafa. Ég sigraðist á átröskuninni en er hræddur um að hinir brestirnir fylgi mér enn. Í nútímasamfélagi er svo auðvelt að vera í samanburðar pakkanum því allt okkar líf er svo opið okkar á milli. Ekki bara samfélagið sem maður býr í heldur heimsamfélagið. Hver er mælikvarðinn á að vera merkilegur og eiga skilið hrós eða virðingu? Mér finnst í sumum aðstæðum að fólk taki ekki eftir mér eða velji jafnvel að heilsa mér ekki og það má vel vera að það sé einungis mín upplifun út frá mínu eigin óöryggi. Getur það samt verið að fólk dæmi út frá t.d. sýnileika á samfélagsmiðlum, er hann frægur? Af hverju ætti ég að yrða á hann? Hugsanlega ætti maður að yrða á alla, veita auglit, kinka kolli, segja hæ. Það er líka skrítið að þurfa eitthvert samhengi og stöðu einhvers til þess að dæma um hvort sá sami eigi skilið að honum sé veitt athygli. í grunninn er í raun enginn einn aðili merkilegri en annar. Ég reyni allavega alltaf að minna sjálfan mig á að þegar ég kem inn í aðstæður þar sem er nýtt fólk, að vera opinn, brosa og jafnvel heilsa. Hvaða máli skipti það t.d. fyrir ungu vinkonu mína, þá kannski ekki nema ellefu ára, í hverskyns húsnæði ég bjó í. Hvaða hugmyndir hafði hún búið sér til í huganum og út frá hvaða upplýsingum? Krakkar mynda skoðanir út frá því sem þeim er kennt og því sem þeir taka eftir í kringum sig og oftast eru þá foreldrarnir helsta fordæmið. Þetta byrjar svo snemma, dómurinn og samanburðurinn, skiptingin. Það er erfitt að vera í hópaðstæðum þar sem maður bókstaflega finnur að ekki allir eru jafnir og þegar maður sjálfur er einhvern veginn ekki metinn eftir þeim verðleikum sem maður veit að maður býr yfir. Einstaka sinnum breytist viðhorf fólks við það eitt að sjá mann ræða við einhvern sem kannski er þekktur. Þá er í lagi að veita mér aðeins meiri athygli. Eða eftir að hafa komist að því í hverju maður sé menntaður eða eftir dans- og atvinnureynslu o.s.frv. Er þetta ekki furðulegt, að við skulum hegða okkur svona? Við vitum ekkert um fólk nema með því að opna á samtalið. Við þurfum ekki að láta afrek eða tengslanet fólks ákvarða það hvort það eigi skilið okkar virðingu eða athygli. Allir eru merkilegir. Við erum alveg stórmerkileg meira að segja sem dýrategund myndi ég halda. Og mig grunar að allir þrái bara að þeim sé veitt smá eftirtekt og fái staðfestingu á að þeir séu nógu góðir og að þeir eru hér. Hluti af heildinni, rétt eins og við öll einfaldlega erum. Kannski er frekar hægt að segja að við séum öll jafn ómerkileg. Svona í stóra samhenginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
„Ég hélt þú ættir heima í risa einbýlishúsi og ættir ríka foreldra.“ Þetta var sagt við mig eitt sinn og var það vinkona sem heimsótti mig í fyrsta skipti. Henni til dálítillar furðu átti ég heima í blokk og íbúð sem var ekkert sérlega íburðarmikil. En þetta var mitt heimili þar sem ást foreldra minna til okkar systkina var til staðar og það var svo sem alltaf nóg fyrir mig. Þegar ég hins vegar áttaði mig á því að krakkar, vinir og vinkonur í kringum mig áttu oftast heima í einbýlishúsum og áttu alltaf það nýjasta af öllu þá byrjaði samanburðurinn og minnimáttarkenndin. Þetta átti sérstaklega við um dansheiminn sem ég ólst upp í. Ég hugsa að ég hafi ákveðið eða jafnvel ómeðvitað sett mér það markmið að verða ótrúlega góður í dansi til að bæta upp fyrir það sem ég var ekki í alvörunni. Ekki nógu ríkur eða merkilegur í lífinu en mjög góður dansari. Ekki nógu ríkur og merkilegur í lífinu en rosalega mjór. Ekki nógu ríkur og merkilegur í lífinu en afburða námsmaður… Þið sjáið kannski hvert ég er að fara með þetta. Samanburðurinn og minnimáttarkenndin varð að óöryggi sem svo leiddi af sér fullkomnunaráráttu, átröskun og kvíða hjá mér á ungmennaárunum. Alla þessa kvilla berst ég við á hverjum degi enn þann dag í dag þó af mun minni ákafa. Ég sigraðist á átröskuninni en er hræddur um að hinir brestirnir fylgi mér enn. Í nútímasamfélagi er svo auðvelt að vera í samanburðar pakkanum því allt okkar líf er svo opið okkar á milli. Ekki bara samfélagið sem maður býr í heldur heimsamfélagið. Hver er mælikvarðinn á að vera merkilegur og eiga skilið hrós eða virðingu? Mér finnst í sumum aðstæðum að fólk taki ekki eftir mér eða velji jafnvel að heilsa mér ekki og það má vel vera að það sé einungis mín upplifun út frá mínu eigin óöryggi. Getur það samt verið að fólk dæmi út frá t.d. sýnileika á samfélagsmiðlum, er hann frægur? Af hverju ætti ég að yrða á hann? Hugsanlega ætti maður að yrða á alla, veita auglit, kinka kolli, segja hæ. Það er líka skrítið að þurfa eitthvert samhengi og stöðu einhvers til þess að dæma um hvort sá sami eigi skilið að honum sé veitt athygli. í grunninn er í raun enginn einn aðili merkilegri en annar. Ég reyni allavega alltaf að minna sjálfan mig á að þegar ég kem inn í aðstæður þar sem er nýtt fólk, að vera opinn, brosa og jafnvel heilsa. Hvaða máli skipti það t.d. fyrir ungu vinkonu mína, þá kannski ekki nema ellefu ára, í hverskyns húsnæði ég bjó í. Hvaða hugmyndir hafði hún búið sér til í huganum og út frá hvaða upplýsingum? Krakkar mynda skoðanir út frá því sem þeim er kennt og því sem þeir taka eftir í kringum sig og oftast eru þá foreldrarnir helsta fordæmið. Þetta byrjar svo snemma, dómurinn og samanburðurinn, skiptingin. Það er erfitt að vera í hópaðstæðum þar sem maður bókstaflega finnur að ekki allir eru jafnir og þegar maður sjálfur er einhvern veginn ekki metinn eftir þeim verðleikum sem maður veit að maður býr yfir. Einstaka sinnum breytist viðhorf fólks við það eitt að sjá mann ræða við einhvern sem kannski er þekktur. Þá er í lagi að veita mér aðeins meiri athygli. Eða eftir að hafa komist að því í hverju maður sé menntaður eða eftir dans- og atvinnureynslu o.s.frv. Er þetta ekki furðulegt, að við skulum hegða okkur svona? Við vitum ekkert um fólk nema með því að opna á samtalið. Við þurfum ekki að láta afrek eða tengslanet fólks ákvarða það hvort það eigi skilið okkar virðingu eða athygli. Allir eru merkilegir. Við erum alveg stórmerkileg meira að segja sem dýrategund myndi ég halda. Og mig grunar að allir þrái bara að þeim sé veitt smá eftirtekt og fái staðfestingu á að þeir séu nógu góðir og að þeir eru hér. Hluti af heildinni, rétt eins og við öll einfaldlega erum. Kannski er frekar hægt að segja að við séum öll jafn ómerkileg. Svona í stóra samhenginu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun