Fótbolti

Messi kominn með flestar þrennur í sögu La Liga

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Besti knattspyrnumaður sögunnar?
Besti knattspyrnumaður sögunnar? vísir/getty
Lionel Messi hélt upp á enn einn gullboltann sinn með enn einni þrennunni þegar hann skoraði þrjú mörk í 5-2 sigri Barcelona á Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi.

Þetta var þrítugasta og fimmta þrenna Argentínumannsins fyrir Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni.

Hefur enginn leikmaður skorað jafnoft þrennu en Messi deildi áður metinu með Cristiano Ronaldo en hann gerði 34 þrennur fyrir Real Madrid á 9 ára ferli sínum hjá Madridarliðinu.

Spænska goðsögnin Telmo Zarra átti metið áður en þessi ofurmenni stigu fram á sjónarsviðið en Zarra gerði 23 þrennur fyrir Athletic Bilbao frá 1940-1955.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×