Firmino tryggði Liverpool stigin þrjú á Selhurst Park Anton Ingi Leifsson skrifar 23. nóvember 2019 16:45 Firmino skorar sigurmarkið. vísir/getty Liverpool er með átta stiga forskot á Leicester eftir að hafa unnið 2-1 útisigur á Crystal Palace í erfiðum leik. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og ljóst að Palace-menn voru ekki mættir til að gefa toppliðinu tommu eftir. Undir lok fyrri hálfleiks skoruðu Palace er James Tomkins kom boltanum í netið. Eftir skoðun í VARsjánni var markið hins vegar dæmt af. Fyrsta mark leiksins kom á 49. mínútu. Andy Robertson kom þá boltanum á Sadio Mane sem skaut skoti að marki Palace sem Vicente Guaita réð ekki við. Slök markvarsla en inn fór boltinn.Andy Robertson has now provided more Premier League assists (13) in 2019 than any other player. Over to you, Trent. pic.twitter.com/LWDLHsXoPc— Squawka Football (@Squawka) November 23, 2019 Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna metin og það bar árangur sem erfiði á 82. mínútu er Wilfried Zaha eftir laglega hreyfingu í vítateig Liverpool. Einungis tveimur mínútum síðar var Rauði herinn aftur kominn yfir. Markið skoraði Roberto Firmino eftir mikinn darraðadans í vítateig Palace eftir hornspyrnu. Lokatölur 2-1. Liverpool hefur unnið því tólf af fyrstu þrettán leikjum sínum en liðið er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Palace er í 13. sætinu. Enski boltinn
Liverpool er með átta stiga forskot á Leicester eftir að hafa unnið 2-1 útisigur á Crystal Palace í erfiðum leik. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og ljóst að Palace-menn voru ekki mættir til að gefa toppliðinu tommu eftir. Undir lok fyrri hálfleiks skoruðu Palace er James Tomkins kom boltanum í netið. Eftir skoðun í VARsjánni var markið hins vegar dæmt af. Fyrsta mark leiksins kom á 49. mínútu. Andy Robertson kom þá boltanum á Sadio Mane sem skaut skoti að marki Palace sem Vicente Guaita réð ekki við. Slök markvarsla en inn fór boltinn.Andy Robertson has now provided more Premier League assists (13) in 2019 than any other player. Over to you, Trent. pic.twitter.com/LWDLHsXoPc— Squawka Football (@Squawka) November 23, 2019 Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna metin og það bar árangur sem erfiði á 82. mínútu er Wilfried Zaha eftir laglega hreyfingu í vítateig Liverpool. Einungis tveimur mínútum síðar var Rauði herinn aftur kominn yfir. Markið skoraði Roberto Firmino eftir mikinn darraðadans í vítateig Palace eftir hornspyrnu. Lokatölur 2-1. Liverpool hefur unnið því tólf af fyrstu þrettán leikjum sínum en liðið er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Palace er í 13. sætinu.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti