Sainsbury's hætt að kaupa fisk af Samherja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2019 13:20 Breska verslunarkeðjan Sainsbury's er hætt að kaupa frosinn fisk af dótturfélagi Samherja í Bretlandi. Ákvörðun um slíkt tengist ekki Samherjamálinu og var tekin áður en það kom upp, að því er fram kemur á vef Undercurrent News sem sérhæfir sig í fréttum af sjávarútvegsmálum.Í frétt Undercurrent News segir að tveir kínverskir framleiðendur hafi komið í stað Ice Fresh Seafood, dótturfyrirtækis Samherja í Bretlandi, og Sainsburys fái nú þorsk, ýsu, ufsa og lax frá þeim, í stað Ice Fresh Seafood. Fyrirtækið keypti stærri verksmiðju í Bretlandi árið 2017 til þess að sinna aukinni eftirspurn frá Sainsbury's og Marks & Spencer. Í frétt Undercurrent News segir hins vegar að með brotthvarfi Sainsbury's sem viðskiptavinar standi verksmiðjan frammi fyrir verkefnaskorti.Sjá einnig: Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Áður hefur verið sagt frá því að breskir stórkaupendur á íslenskum fiski fylgist náið með Samherjamálinu. Þannig var sagt frá því í fréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum að talsmaður Marks & Spencer krefjist þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt. Verslunarkeðjan taki ásökunum um mútugreiðslur í Samherjamálinu í Namibíu alvarlega. Fylgst sé náið með framvindu mála. Í frétt Undercurrent News er hins vegar haft eftir heimildarmanni sem þekkir til málsins að ákvörðun Sainsbury's um að hætta að skipta við Ice Fresh Seafood tengist ekki Samherjamálinu. Ákvörðun um slíkt hafi verið tekin áður en það kom upp. Bretland Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15 Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. 25. nóvember 2019 19:45 Skráning sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll geti aukið traust Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar. 24. nóvember 2019 12:12 Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum kaupenda erlendis vegna Samherjamálsins. 14. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Sjá meira
Breska verslunarkeðjan Sainsbury's er hætt að kaupa frosinn fisk af dótturfélagi Samherja í Bretlandi. Ákvörðun um slíkt tengist ekki Samherjamálinu og var tekin áður en það kom upp, að því er fram kemur á vef Undercurrent News sem sérhæfir sig í fréttum af sjávarútvegsmálum.Í frétt Undercurrent News segir að tveir kínverskir framleiðendur hafi komið í stað Ice Fresh Seafood, dótturfyrirtækis Samherja í Bretlandi, og Sainsburys fái nú þorsk, ýsu, ufsa og lax frá þeim, í stað Ice Fresh Seafood. Fyrirtækið keypti stærri verksmiðju í Bretlandi árið 2017 til þess að sinna aukinni eftirspurn frá Sainsbury's og Marks & Spencer. Í frétt Undercurrent News segir hins vegar að með brotthvarfi Sainsbury's sem viðskiptavinar standi verksmiðjan frammi fyrir verkefnaskorti.Sjá einnig: Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Áður hefur verið sagt frá því að breskir stórkaupendur á íslenskum fiski fylgist náið með Samherjamálinu. Þannig var sagt frá því í fréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum að talsmaður Marks & Spencer krefjist þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt. Verslunarkeðjan taki ásökunum um mútugreiðslur í Samherjamálinu í Namibíu alvarlega. Fylgst sé náið með framvindu mála. Í frétt Undercurrent News er hins vegar haft eftir heimildarmanni sem þekkir til málsins að ákvörðun Sainsbury's um að hætta að skipta við Ice Fresh Seafood tengist ekki Samherjamálinu. Ákvörðun um slíkt hafi verið tekin áður en það kom upp.
Bretland Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15 Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. 25. nóvember 2019 19:45 Skráning sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll geti aukið traust Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar. 24. nóvember 2019 12:12 Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum kaupenda erlendis vegna Samherjamálsins. 14. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Sjá meira
Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15
Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. 25. nóvember 2019 19:45
Skráning sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll geti aukið traust Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar. 24. nóvember 2019 12:12
Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum kaupenda erlendis vegna Samherjamálsins. 14. nóvember 2019 21:00