Hafsjór af tækifærum Davíð Stefánsson skrifar 29. nóvember 2019 07:30 Bláa hagkerfið er talið geta þrefaldast á næstu 20 árum, farið úr tæplega 400 milljarða veltu í rösklega 1300 milljarða. Mikill vöxtur er talinn geta orðið áfram í tæknifyrirtækjum sem tengjast hafinu, fiskeldi, líftækni og fullvinnslu, þara og þörungum svo eitthvað sé nefnt. Ef svo fer þá kann sjávarútvegur að verða einungis helmingur af veltu haftengdra greina hérlendis innan 20 ára. Fréttablaðið/Anton Brink Bláa hagkerfið, eða öll starfsemi sem við kemur hafinu í kringum Ísland, getur þrefaldast að umfangi á næstu tveimur áratugum. Í bláa hagkerfinu felast því mörg tækifæri til að skapa verðmæti og áhugaverð störf til framtíðar. Þetta er m.a. það sem kemur fram í nýju riti Íslenska sjávarklasans sem nefnist „Bak við yztu sjónarrönd“ og kemur út innan tíðar. „Bróðurpartur veltu bláa hagkerfisins í dag er tengdur hefðbundnum fiskveiðum,“ segir Þór Sigfússon sem er annar höfunda ritsins ásamt Þórlindi Kjartanssyni. „Að mati okkar kann að vera að allt að helmingur veltu bláa hagkerfisins sé lítið eða ekkert tengdur sjávarútvegi innan 20 ára. Nýjar atvinnugreinar, sem nýta auðlindir hafsins, munu skjóta enn frekar rótum og verða fyrirferðarmiklar á komandi árum ef rétt er á málum haldið,“ segir Þór. „Tækifærin liggja meðal annars í aukinni fiskirækt, líftækni, fullvinnslu aukaafurða, vaxandi stofnum nýrra veiðitegunda við Ísland eins og skelfiski, nýtingu þara og ræktun þörunga svo eitthvað sé nefnt.“ Hann segir ógnanirnar felast fyrst og fremst í aukinni mengun í hafinu í kringum Ísland, hitnun og súrnun sjávar og plastmengun.Í ritinu eru nefnd nokkur atriði sem leggja ber kapp á til að efla enn frekar bláa hagkerfið. Þar er meðal annars nefnt mikilvægi þess að Íslendingar skynji þau tækifæri sem felast í því að taka sér stöðu sem forystuland í nýsköpun og umhverfisvernd. Þá þarf að efla rannsóknir og menntun á þessum sviðum, styrkja enn frekar samkeppnissjóði, treysta hafréttarlega stöðu Íslands og efla nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfið hérlendis.Umhverfismál í brennidepli Spurningar sem settar eru fram í ritinu lúta að því hvernig bláa hagkerfið á Íslandi komi til með að líta út eftir fáeina áratugi. Verða nýjar fisktegundir áberandi, hvaða áhrif hefur aukin súrnun sjávar á hafið okkar, verða þari eða skelfiskur orðnir verðmætari en núverandi sjávarauðlindir? Munum við keppa í auknum mæli við grænkerafisk sem búinn er til á landi? En stærsta spurningin er því hvort við verðum þekkt sem fiskveiðiþjóðin sem býr við ríkar og hreinar sjávarauðlindir eða þjóðin í súra hafinu? Mark Kurlansky, höfundur „Ævisaga þorsksins; fiskurinn sem breytti heiminum“, er einn af 26 álitsgjöfum sem skrifa í ritið. Mark segir þar meðal annars: „Engir hafa sterkari röksemdir fyrir því að bjarga þorskinum heldur en Íslendingar, þar sem bæði efnahagur og menning eru háð honum. Og ég efast um að nokkur hafi barist harðar fyrir því að bjarga honum. Í dag getum við saknað þeirra tíma þegar ábyrg stjórnun fiskveiða var fullnægjandi. Það er ekki lengur nóg,“ segir Mark. Hann segir að hinn ískyggilegi sannleikur sé að Norður-Atlantshafið geti ekki lengur séð öllum sínum fiski fyrir æti. Þetta muni hafa sérstök áhrif á stærri fiska, eins og þorskinn.Þrefaldast bláa hagkerfið á næstu 20 árum? Í ritinu er rætt um líklega þróun í veltu einstakra greina sem tengjast bláa hagkerfinu hérlendis næstu tvo áratugina. Sú spá byggist bæði á áætlunum sem gerðar hafa verið um veltuaukningu þessara atvinnugreina á heimsvísu og á viðtölum við ýmsa frumkvöðla og forsvarsmenn fyrirtækja hérlendis. „Bláa hagkerfið talið geta þrefaldast á næstu 20 árum, farið úr tæplega 400 milljarða veltu í rösklega 1300 milljarða,“ segir Þór. „Mikill vöxtur er talinn geta orðið áfram í tæknifyrirtækjum sem tengjast hafinu, fiskeldi, líftækni og fullvinnslu, þara og þörungum svo eitthvað sé nefnt. Ef svo fer þá kann sjávarútvegur að verða einungis helmingur af veltu haftengdra greina hérlendis innan 20 ára.“ Þór segir að með útgáfunni sé verið að kynna tugi hugmynda um áhugaverð tækifæri fyrir hugvitsfólk til að hagnýta hafsins gæði og skapa um leið verðmæti og spennandi störf. Þá eru raktar í ritinu mikilvægustu leiðir til að efla Ísland sem leiðandi þjóð í haftengdum greinum. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Umhverfismál Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Bláa hagkerfið, eða öll starfsemi sem við kemur hafinu í kringum Ísland, getur þrefaldast að umfangi á næstu tveimur áratugum. Í bláa hagkerfinu felast því mörg tækifæri til að skapa verðmæti og áhugaverð störf til framtíðar. Þetta er m.a. það sem kemur fram í nýju riti Íslenska sjávarklasans sem nefnist „Bak við yztu sjónarrönd“ og kemur út innan tíðar. „Bróðurpartur veltu bláa hagkerfisins í dag er tengdur hefðbundnum fiskveiðum,“ segir Þór Sigfússon sem er annar höfunda ritsins ásamt Þórlindi Kjartanssyni. „Að mati okkar kann að vera að allt að helmingur veltu bláa hagkerfisins sé lítið eða ekkert tengdur sjávarútvegi innan 20 ára. Nýjar atvinnugreinar, sem nýta auðlindir hafsins, munu skjóta enn frekar rótum og verða fyrirferðarmiklar á komandi árum ef rétt er á málum haldið,“ segir Þór. „Tækifærin liggja meðal annars í aukinni fiskirækt, líftækni, fullvinnslu aukaafurða, vaxandi stofnum nýrra veiðitegunda við Ísland eins og skelfiski, nýtingu þara og ræktun þörunga svo eitthvað sé nefnt.“ Hann segir ógnanirnar felast fyrst og fremst í aukinni mengun í hafinu í kringum Ísland, hitnun og súrnun sjávar og plastmengun.Í ritinu eru nefnd nokkur atriði sem leggja ber kapp á til að efla enn frekar bláa hagkerfið. Þar er meðal annars nefnt mikilvægi þess að Íslendingar skynji þau tækifæri sem felast í því að taka sér stöðu sem forystuland í nýsköpun og umhverfisvernd. Þá þarf að efla rannsóknir og menntun á þessum sviðum, styrkja enn frekar samkeppnissjóði, treysta hafréttarlega stöðu Íslands og efla nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfið hérlendis.Umhverfismál í brennidepli Spurningar sem settar eru fram í ritinu lúta að því hvernig bláa hagkerfið á Íslandi komi til með að líta út eftir fáeina áratugi. Verða nýjar fisktegundir áberandi, hvaða áhrif hefur aukin súrnun sjávar á hafið okkar, verða þari eða skelfiskur orðnir verðmætari en núverandi sjávarauðlindir? Munum við keppa í auknum mæli við grænkerafisk sem búinn er til á landi? En stærsta spurningin er því hvort við verðum þekkt sem fiskveiðiþjóðin sem býr við ríkar og hreinar sjávarauðlindir eða þjóðin í súra hafinu? Mark Kurlansky, höfundur „Ævisaga þorsksins; fiskurinn sem breytti heiminum“, er einn af 26 álitsgjöfum sem skrifa í ritið. Mark segir þar meðal annars: „Engir hafa sterkari röksemdir fyrir því að bjarga þorskinum heldur en Íslendingar, þar sem bæði efnahagur og menning eru háð honum. Og ég efast um að nokkur hafi barist harðar fyrir því að bjarga honum. Í dag getum við saknað þeirra tíma þegar ábyrg stjórnun fiskveiða var fullnægjandi. Það er ekki lengur nóg,“ segir Mark. Hann segir að hinn ískyggilegi sannleikur sé að Norður-Atlantshafið geti ekki lengur séð öllum sínum fiski fyrir æti. Þetta muni hafa sérstök áhrif á stærri fiska, eins og þorskinn.Þrefaldast bláa hagkerfið á næstu 20 árum? Í ritinu er rætt um líklega þróun í veltu einstakra greina sem tengjast bláa hagkerfinu hérlendis næstu tvo áratugina. Sú spá byggist bæði á áætlunum sem gerðar hafa verið um veltuaukningu þessara atvinnugreina á heimsvísu og á viðtölum við ýmsa frumkvöðla og forsvarsmenn fyrirtækja hérlendis. „Bláa hagkerfið talið geta þrefaldast á næstu 20 árum, farið úr tæplega 400 milljarða veltu í rösklega 1300 milljarða,“ segir Þór. „Mikill vöxtur er talinn geta orðið áfram í tæknifyrirtækjum sem tengjast hafinu, fiskeldi, líftækni og fullvinnslu, þara og þörungum svo eitthvað sé nefnt. Ef svo fer þá kann sjávarútvegur að verða einungis helmingur af veltu haftengdra greina hérlendis innan 20 ára.“ Þór segir að með útgáfunni sé verið að kynna tugi hugmynda um áhugaverð tækifæri fyrir hugvitsfólk til að hagnýta hafsins gæði og skapa um leið verðmæti og spennandi störf. Þá eru raktar í ritinu mikilvægustu leiðir til að efla Ísland sem leiðandi þjóð í haftengdum greinum.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Umhverfismál Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira