Hélt fast í Íslendinginn á árunum sem fatahönnuður í París Andri Eysteinsson skrifar 10. nóvember 2019 11:00 Vala Matt hitti á Helgu Björnsson í Íslandi í dag á föstudaginn. Ísland í dag Helga Björnsson lærði myndlist og fata- og búningahönnun í París og starfaði í kjölfarið um áraraðir sem fatahönnuður fyrir heimsþekkt tískuhús. Helga bjó lengst af erlendis en fluttist til heimalandsins fyrir nokkrum árum. Helga sagði Völu Matt sögu sína í Íslandi í dag á föstudaginn. Helga var þó ekki eini viðmælandinn því Gígja dóttir hennar ræddi einnig við Völu. Gígja hefur nýverið opnað Kattakaffihúsið í miðbænum ásamt vinkonu sinni. Faðir Helgu, Henrik Sv. Björnsson starfaði innan utanríkisþjónustunnar og flutti fjölskyldan til Lundúna þegar Helga var 13 ára gömul. Fimm árum síðar fluttist fjölskyldan til Parísar. Þar bjó Helga til ársins 2011. Tískubransinn kallaði í höfuðborg tískunnar en Helga hafði ekki áhuga á að gerast fyrirsæta, þrátt fyrir að það hafi staðið til boða. „Það var bara ekki mitt. Mér fannst skemmtilegra að vera á bak við að hanna. Ég hafði mikinn áhuga á tísku og sköpun og ég er svo heppin að kynnast Louis Feraud af algjörri tilviljun þegar ég er að klára skólann,“ segir Helga. Helga hóf störf hjá Feraud sem lærlingur og vann í fyrstu launalaust í sex mánuði. Feraud var heimsfrægur hönnuður og segir Helga að margt eftirminnilegt hafi gerst á árum hennar með Feraud, jafnvel þó að á þeim tíma hafi henni þótt það eðlilegt.Helga starfaði um áraraðir fyrir Louis Feraud.Stöð2„Það voru sýningar og allskonar boð. Maður var að hitta allskonar frægt fólk. Á þeim tíma fylgdi þetta bara starfinu,“ segir Helga. Á meðal þeirra fyrirsæta sem tóku þátt í sýningum þar sem verk Helgu fengu að láta ljós sitt skína voru þær Cindy Crawford og Linda Evangelista. „Þetta var alltaf mjög skemmtilegt, að sjá þessar heimsfrægu, rosa flottu fyrirsætur í einhverju sem maður hafði hannað. Æðislega gaman,“ segir Helga. Það voru þó ekki bara fyrirsæturnar sem klæddust fatnaði Helgu og Louis Feraud því Díana prinsessa klæddist reglulega fatnaðinum og virtist líka vel. Ferill Helgu náði því miklum hæðum í París en hún segist aldrei hafa þurft að fórna ástinni til að ná frekari frama en hún hafi frekar valið að halda áfram vinnunni og sköpuninni en að festa sig í hjónaband. Þá segir Helga að á árum hennar í París hafi hún alltaf haldið fast í Íslendinginn. Þegar til Íslands var komið hafi hún þó meira fundið fyrir þeim áhrifum sem París hafði haft á hana. Helga hefur undanfarið hannað fyrir sig sjálfa auk þess að hún hefur hannað fyrir sýningar í Þjóðleikhúsinu. Þá er fyrirhuguð sýning verka eftir Helgu á kaffihúsi dóttur hennar, Gígju Björnsson, sem rekur Kattakaffihúsið í miðbænum.Ragnheiður Birgisdóttir og Gígja Sara Björnsson reka saman Kattakaffihúsið við Bergstaðastræti.Fréttablaðið/ValliKattakaffihúsið er það fyrsta af sínu tagi hér á landi og byggir á erlendri fyrirmynd. Kaffihúsið er staðsett á Bergstaðastræti en Gígja segir hugmyndina hafa sprottið upp eftir að köttur Gígja gerði sig heimakominn heima hjá Ragnheiði vinkonu hennar. Skömmu seinna hafi þær tekið eftir því að kattakaffihús séu til erlendis. Allir kettirnir eru geldir og ormahreinsaðir og koma flestir frá einstaklingum sem ekki gátu átt þá lengi og eru þeir allir að leita að nýju heimili. „Þegar maður elskar ketti vill maður gefa öllum kisum heimili,“ segir Gígja Björnsson. Ísland í dag Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Tengdar fréttir Skissurnar upphaf sköpunar Sýningin Un peu plus með tískuskissum Helgu Björnsson verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands í dag. 6. febrúar 2015 11:15 Opnuðu kattakaffihús í miðbænum Þær Gígja og Ragnheiður létu drauminn rætast og opnuðu fyrsta og eina kattakaffihúsið á Íslandi. Þar geta gestir kynnst köttunum og jafnvel fundið nýjan fjölskyldumeðlim. 26. júlí 2019 06:00 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Helga Björnsson lærði myndlist og fata- og búningahönnun í París og starfaði í kjölfarið um áraraðir sem fatahönnuður fyrir heimsþekkt tískuhús. Helga bjó lengst af erlendis en fluttist til heimalandsins fyrir nokkrum árum. Helga sagði Völu Matt sögu sína í Íslandi í dag á föstudaginn. Helga var þó ekki eini viðmælandinn því Gígja dóttir hennar ræddi einnig við Völu. Gígja hefur nýverið opnað Kattakaffihúsið í miðbænum ásamt vinkonu sinni. Faðir Helgu, Henrik Sv. Björnsson starfaði innan utanríkisþjónustunnar og flutti fjölskyldan til Lundúna þegar Helga var 13 ára gömul. Fimm árum síðar fluttist fjölskyldan til Parísar. Þar bjó Helga til ársins 2011. Tískubransinn kallaði í höfuðborg tískunnar en Helga hafði ekki áhuga á að gerast fyrirsæta, þrátt fyrir að það hafi staðið til boða. „Það var bara ekki mitt. Mér fannst skemmtilegra að vera á bak við að hanna. Ég hafði mikinn áhuga á tísku og sköpun og ég er svo heppin að kynnast Louis Feraud af algjörri tilviljun þegar ég er að klára skólann,“ segir Helga. Helga hóf störf hjá Feraud sem lærlingur og vann í fyrstu launalaust í sex mánuði. Feraud var heimsfrægur hönnuður og segir Helga að margt eftirminnilegt hafi gerst á árum hennar með Feraud, jafnvel þó að á þeim tíma hafi henni þótt það eðlilegt.Helga starfaði um áraraðir fyrir Louis Feraud.Stöð2„Það voru sýningar og allskonar boð. Maður var að hitta allskonar frægt fólk. Á þeim tíma fylgdi þetta bara starfinu,“ segir Helga. Á meðal þeirra fyrirsæta sem tóku þátt í sýningum þar sem verk Helgu fengu að láta ljós sitt skína voru þær Cindy Crawford og Linda Evangelista. „Þetta var alltaf mjög skemmtilegt, að sjá þessar heimsfrægu, rosa flottu fyrirsætur í einhverju sem maður hafði hannað. Æðislega gaman,“ segir Helga. Það voru þó ekki bara fyrirsæturnar sem klæddust fatnaði Helgu og Louis Feraud því Díana prinsessa klæddist reglulega fatnaðinum og virtist líka vel. Ferill Helgu náði því miklum hæðum í París en hún segist aldrei hafa þurft að fórna ástinni til að ná frekari frama en hún hafi frekar valið að halda áfram vinnunni og sköpuninni en að festa sig í hjónaband. Þá segir Helga að á árum hennar í París hafi hún alltaf haldið fast í Íslendinginn. Þegar til Íslands var komið hafi hún þó meira fundið fyrir þeim áhrifum sem París hafði haft á hana. Helga hefur undanfarið hannað fyrir sig sjálfa auk þess að hún hefur hannað fyrir sýningar í Þjóðleikhúsinu. Þá er fyrirhuguð sýning verka eftir Helgu á kaffihúsi dóttur hennar, Gígju Björnsson, sem rekur Kattakaffihúsið í miðbænum.Ragnheiður Birgisdóttir og Gígja Sara Björnsson reka saman Kattakaffihúsið við Bergstaðastræti.Fréttablaðið/ValliKattakaffihúsið er það fyrsta af sínu tagi hér á landi og byggir á erlendri fyrirmynd. Kaffihúsið er staðsett á Bergstaðastræti en Gígja segir hugmyndina hafa sprottið upp eftir að köttur Gígja gerði sig heimakominn heima hjá Ragnheiði vinkonu hennar. Skömmu seinna hafi þær tekið eftir því að kattakaffihús séu til erlendis. Allir kettirnir eru geldir og ormahreinsaðir og koma flestir frá einstaklingum sem ekki gátu átt þá lengi og eru þeir allir að leita að nýju heimili. „Þegar maður elskar ketti vill maður gefa öllum kisum heimili,“ segir Gígja Björnsson.
Ísland í dag Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Tengdar fréttir Skissurnar upphaf sköpunar Sýningin Un peu plus með tískuskissum Helgu Björnsson verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands í dag. 6. febrúar 2015 11:15 Opnuðu kattakaffihús í miðbænum Þær Gígja og Ragnheiður létu drauminn rætast og opnuðu fyrsta og eina kattakaffihúsið á Íslandi. Þar geta gestir kynnst köttunum og jafnvel fundið nýjan fjölskyldumeðlim. 26. júlí 2019 06:00 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Skissurnar upphaf sköpunar Sýningin Un peu plus með tískuskissum Helgu Björnsson verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands í dag. 6. febrúar 2015 11:15
Opnuðu kattakaffihús í miðbænum Þær Gígja og Ragnheiður létu drauminn rætast og opnuðu fyrsta og eina kattakaffihúsið á Íslandi. Þar geta gestir kynnst köttunum og jafnvel fundið nýjan fjölskyldumeðlim. 26. júlí 2019 06:00