Málefni Korpu og rangfærslur skólayfirvalda Sófus Máni Bender skrifar 11. nóvember 2019 16:22 Ég undirritaður Sófus Máni Bender formaður nemandafélags Kelduskóla-Vík skólaárið 2018–2019 lýsi yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í skólamálum Staðahverfis. Ég sat fundi í skólaráði fyrir hönd nemenda síðastliðið skólaár þar sem bornar voru upp þær hugmyndir að loka Korpu í Staðahverfi af rekstrarlegum forsendum. Fyrsti fundur um þetta mál var alveg hræðilegur. Framkoma Reykjavíkurborgar var til háborinnar skammar. Á fundinum töluðu ráðamenn um það að heyra í íbúum og kennurum. Lítið var talað um nemendur í þessu samhengi þrátt fyrir þá stefnu Reykjavíkurborgar að hlusta markvisst á raddir nemenda. Mér finnst með þessari framkomu brotið á réttindum barnana og sú hugmynd að gefa þeim rödd ekki virt. Það er ekki hlustað á okkur! Borgarstjórn Reykjavíkur er búin að lýsa því yfir að loka eigi skóla í Grafarvogi þvert á vilja barna og íbúa hverfisins. Ekkert okkar er ánægt með þessi sparnaðaráform. Væri ekki nær að spara kaup á hlutum sem skipta minna máli en menntun og velferð barna. Sem dæmi um bruðlið upp á síðkastið má nefna stráin við braggann í Nauthólsvík. Það bruðl sýnir vel það sukk sem í gangi er í borginni okkar og þau forgangsmál sem núverandi borgarstjórn stendur fyrir. Peningar skipta meira máli en skoðanir okkar hér í Staðahverfi. Það að flytja inn strá er ekki einu sinni umhverfisvænt og samræmist ekki stefnu borgarinnar í umhverfismálum. Íbúar í Staðahverfi hafa þurft að berjast fyrir tilvist skólans of lengi. Í upphafi var skólinn á Korpúlfsstöðum, íbúar börðust fyrir byggingu Korpuskóla og fengum við að vera þar í smá stund þangað til skólarnir Korpa og Vík voru sameinaðir. Á þessu stigi hlustuðu menntayfirvöld heldur aldrei á íbúa í Staðarhverfi. Þetta finnst mér fáránlegt. Það er ekki hlustað á þarfir barna og vilja þeirra. Krakkar eiga að hafa rödd í málum um umhverfi sitt, framtíð sína og námið. Einnig eiga þau rétt á að stunda nám í hverfinu sínu og hafa eitthvað um sameiningu og lokanir að segja. Ég hef áhyggjur af líðan og velferð barnanna í hverfinu. Af hverju er ekki verið að hugsa meira um velferð? Við erum framtíðin! Það er mikilvægt fyrir börn að stunda nám sem næst heimilum sínum og í umhverfi sem þau þekkja og treysta. Mér finnst mikilvægt að borgin eigi líka að fara með rétt mál. Mér finnst ekki hægt að kalla þetta samráð um skólamál í Reykjavík. Köllum þetta heldur réttum nöfnum það er upplýsingar um fyrirætlanir borgarinnar um lokanir. Ég hvet borgarstjórn Reykjavíkurborgar að endurskoða afstöðu sína í skólamálum Staðhverfis og vinna með okkur í staðinn fyrir að vinna gegn okkur. Krakkarnir í Staðahverfi eru búnir að skapa sér stöðu, öryggi og þægindi í hverfisskólanum. Ef þið viljið flytja þau eruð þið bara að kalla fram kvíða og skapa þeim óöryggi. Það tekur suma langan tíma að venjast nýju umhverfi. Með von um samstarf og rétta ákvarðanatöku með börnum og í þágu þeirra. Sófus Máni Bender Fyrrverandi formaður nemendafélags Kelduskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Sjá meira
Ég undirritaður Sófus Máni Bender formaður nemandafélags Kelduskóla-Vík skólaárið 2018–2019 lýsi yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í skólamálum Staðahverfis. Ég sat fundi í skólaráði fyrir hönd nemenda síðastliðið skólaár þar sem bornar voru upp þær hugmyndir að loka Korpu í Staðahverfi af rekstrarlegum forsendum. Fyrsti fundur um þetta mál var alveg hræðilegur. Framkoma Reykjavíkurborgar var til háborinnar skammar. Á fundinum töluðu ráðamenn um það að heyra í íbúum og kennurum. Lítið var talað um nemendur í þessu samhengi þrátt fyrir þá stefnu Reykjavíkurborgar að hlusta markvisst á raddir nemenda. Mér finnst með þessari framkomu brotið á réttindum barnana og sú hugmynd að gefa þeim rödd ekki virt. Það er ekki hlustað á okkur! Borgarstjórn Reykjavíkur er búin að lýsa því yfir að loka eigi skóla í Grafarvogi þvert á vilja barna og íbúa hverfisins. Ekkert okkar er ánægt með þessi sparnaðaráform. Væri ekki nær að spara kaup á hlutum sem skipta minna máli en menntun og velferð barna. Sem dæmi um bruðlið upp á síðkastið má nefna stráin við braggann í Nauthólsvík. Það bruðl sýnir vel það sukk sem í gangi er í borginni okkar og þau forgangsmál sem núverandi borgarstjórn stendur fyrir. Peningar skipta meira máli en skoðanir okkar hér í Staðahverfi. Það að flytja inn strá er ekki einu sinni umhverfisvænt og samræmist ekki stefnu borgarinnar í umhverfismálum. Íbúar í Staðahverfi hafa þurft að berjast fyrir tilvist skólans of lengi. Í upphafi var skólinn á Korpúlfsstöðum, íbúar börðust fyrir byggingu Korpuskóla og fengum við að vera þar í smá stund þangað til skólarnir Korpa og Vík voru sameinaðir. Á þessu stigi hlustuðu menntayfirvöld heldur aldrei á íbúa í Staðarhverfi. Þetta finnst mér fáránlegt. Það er ekki hlustað á þarfir barna og vilja þeirra. Krakkar eiga að hafa rödd í málum um umhverfi sitt, framtíð sína og námið. Einnig eiga þau rétt á að stunda nám í hverfinu sínu og hafa eitthvað um sameiningu og lokanir að segja. Ég hef áhyggjur af líðan og velferð barnanna í hverfinu. Af hverju er ekki verið að hugsa meira um velferð? Við erum framtíðin! Það er mikilvægt fyrir börn að stunda nám sem næst heimilum sínum og í umhverfi sem þau þekkja og treysta. Mér finnst mikilvægt að borgin eigi líka að fara með rétt mál. Mér finnst ekki hægt að kalla þetta samráð um skólamál í Reykjavík. Köllum þetta heldur réttum nöfnum það er upplýsingar um fyrirætlanir borgarinnar um lokanir. Ég hvet borgarstjórn Reykjavíkurborgar að endurskoða afstöðu sína í skólamálum Staðhverfis og vinna með okkur í staðinn fyrir að vinna gegn okkur. Krakkarnir í Staðahverfi eru búnir að skapa sér stöðu, öryggi og þægindi í hverfisskólanum. Ef þið viljið flytja þau eruð þið bara að kalla fram kvíða og skapa þeim óöryggi. Það tekur suma langan tíma að venjast nýju umhverfi. Með von um samstarf og rétta ákvarðanatöku með börnum og í þágu þeirra. Sófus Máni Bender Fyrrverandi formaður nemendafélags Kelduskóla
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar