Málefni Korpu og rangfærslur skólayfirvalda Sófus Máni Bender skrifar 11. nóvember 2019 16:22 Ég undirritaður Sófus Máni Bender formaður nemandafélags Kelduskóla-Vík skólaárið 2018–2019 lýsi yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í skólamálum Staðahverfis. Ég sat fundi í skólaráði fyrir hönd nemenda síðastliðið skólaár þar sem bornar voru upp þær hugmyndir að loka Korpu í Staðahverfi af rekstrarlegum forsendum. Fyrsti fundur um þetta mál var alveg hræðilegur. Framkoma Reykjavíkurborgar var til háborinnar skammar. Á fundinum töluðu ráðamenn um það að heyra í íbúum og kennurum. Lítið var talað um nemendur í þessu samhengi þrátt fyrir þá stefnu Reykjavíkurborgar að hlusta markvisst á raddir nemenda. Mér finnst með þessari framkomu brotið á réttindum barnana og sú hugmynd að gefa þeim rödd ekki virt. Það er ekki hlustað á okkur! Borgarstjórn Reykjavíkur er búin að lýsa því yfir að loka eigi skóla í Grafarvogi þvert á vilja barna og íbúa hverfisins. Ekkert okkar er ánægt með þessi sparnaðaráform. Væri ekki nær að spara kaup á hlutum sem skipta minna máli en menntun og velferð barna. Sem dæmi um bruðlið upp á síðkastið má nefna stráin við braggann í Nauthólsvík. Það bruðl sýnir vel það sukk sem í gangi er í borginni okkar og þau forgangsmál sem núverandi borgarstjórn stendur fyrir. Peningar skipta meira máli en skoðanir okkar hér í Staðahverfi. Það að flytja inn strá er ekki einu sinni umhverfisvænt og samræmist ekki stefnu borgarinnar í umhverfismálum. Íbúar í Staðahverfi hafa þurft að berjast fyrir tilvist skólans of lengi. Í upphafi var skólinn á Korpúlfsstöðum, íbúar börðust fyrir byggingu Korpuskóla og fengum við að vera þar í smá stund þangað til skólarnir Korpa og Vík voru sameinaðir. Á þessu stigi hlustuðu menntayfirvöld heldur aldrei á íbúa í Staðarhverfi. Þetta finnst mér fáránlegt. Það er ekki hlustað á þarfir barna og vilja þeirra. Krakkar eiga að hafa rödd í málum um umhverfi sitt, framtíð sína og námið. Einnig eiga þau rétt á að stunda nám í hverfinu sínu og hafa eitthvað um sameiningu og lokanir að segja. Ég hef áhyggjur af líðan og velferð barnanna í hverfinu. Af hverju er ekki verið að hugsa meira um velferð? Við erum framtíðin! Það er mikilvægt fyrir börn að stunda nám sem næst heimilum sínum og í umhverfi sem þau þekkja og treysta. Mér finnst mikilvægt að borgin eigi líka að fara með rétt mál. Mér finnst ekki hægt að kalla þetta samráð um skólamál í Reykjavík. Köllum þetta heldur réttum nöfnum það er upplýsingar um fyrirætlanir borgarinnar um lokanir. Ég hvet borgarstjórn Reykjavíkurborgar að endurskoða afstöðu sína í skólamálum Staðhverfis og vinna með okkur í staðinn fyrir að vinna gegn okkur. Krakkarnir í Staðahverfi eru búnir að skapa sér stöðu, öryggi og þægindi í hverfisskólanum. Ef þið viljið flytja þau eruð þið bara að kalla fram kvíða og skapa þeim óöryggi. Það tekur suma langan tíma að venjast nýju umhverfi. Með von um samstarf og rétta ákvarðanatöku með börnum og í þágu þeirra. Sófus Máni Bender Fyrrverandi formaður nemendafélags Kelduskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Ég undirritaður Sófus Máni Bender formaður nemandafélags Kelduskóla-Vík skólaárið 2018–2019 lýsi yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í skólamálum Staðahverfis. Ég sat fundi í skólaráði fyrir hönd nemenda síðastliðið skólaár þar sem bornar voru upp þær hugmyndir að loka Korpu í Staðahverfi af rekstrarlegum forsendum. Fyrsti fundur um þetta mál var alveg hræðilegur. Framkoma Reykjavíkurborgar var til háborinnar skammar. Á fundinum töluðu ráðamenn um það að heyra í íbúum og kennurum. Lítið var talað um nemendur í þessu samhengi þrátt fyrir þá stefnu Reykjavíkurborgar að hlusta markvisst á raddir nemenda. Mér finnst með þessari framkomu brotið á réttindum barnana og sú hugmynd að gefa þeim rödd ekki virt. Það er ekki hlustað á okkur! Borgarstjórn Reykjavíkur er búin að lýsa því yfir að loka eigi skóla í Grafarvogi þvert á vilja barna og íbúa hverfisins. Ekkert okkar er ánægt með þessi sparnaðaráform. Væri ekki nær að spara kaup á hlutum sem skipta minna máli en menntun og velferð barna. Sem dæmi um bruðlið upp á síðkastið má nefna stráin við braggann í Nauthólsvík. Það bruðl sýnir vel það sukk sem í gangi er í borginni okkar og þau forgangsmál sem núverandi borgarstjórn stendur fyrir. Peningar skipta meira máli en skoðanir okkar hér í Staðahverfi. Það að flytja inn strá er ekki einu sinni umhverfisvænt og samræmist ekki stefnu borgarinnar í umhverfismálum. Íbúar í Staðahverfi hafa þurft að berjast fyrir tilvist skólans of lengi. Í upphafi var skólinn á Korpúlfsstöðum, íbúar börðust fyrir byggingu Korpuskóla og fengum við að vera þar í smá stund þangað til skólarnir Korpa og Vík voru sameinaðir. Á þessu stigi hlustuðu menntayfirvöld heldur aldrei á íbúa í Staðarhverfi. Þetta finnst mér fáránlegt. Það er ekki hlustað á þarfir barna og vilja þeirra. Krakkar eiga að hafa rödd í málum um umhverfi sitt, framtíð sína og námið. Einnig eiga þau rétt á að stunda nám í hverfinu sínu og hafa eitthvað um sameiningu og lokanir að segja. Ég hef áhyggjur af líðan og velferð barnanna í hverfinu. Af hverju er ekki verið að hugsa meira um velferð? Við erum framtíðin! Það er mikilvægt fyrir börn að stunda nám sem næst heimilum sínum og í umhverfi sem þau þekkja og treysta. Mér finnst mikilvægt að borgin eigi líka að fara með rétt mál. Mér finnst ekki hægt að kalla þetta samráð um skólamál í Reykjavík. Köllum þetta heldur réttum nöfnum það er upplýsingar um fyrirætlanir borgarinnar um lokanir. Ég hvet borgarstjórn Reykjavíkurborgar að endurskoða afstöðu sína í skólamálum Staðhverfis og vinna með okkur í staðinn fyrir að vinna gegn okkur. Krakkarnir í Staðahverfi eru búnir að skapa sér stöðu, öryggi og þægindi í hverfisskólanum. Ef þið viljið flytja þau eruð þið bara að kalla fram kvíða og skapa þeim óöryggi. Það tekur suma langan tíma að venjast nýju umhverfi. Með von um samstarf og rétta ákvarðanatöku með börnum og í þágu þeirra. Sófus Máni Bender Fyrrverandi formaður nemendafélags Kelduskóla
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun