Þjóðin, fiskurinn og tóbakið Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 12. nóvember 2019 07:04 Samkvæmt lögum á veiðileyfagjald annars vegar að mæta þeim kostnaði sem hið opinbera verður vegna sjávarútvegsins og hins vegar á það að tryggja þjóðinni „beina og sýnilega hlutdeild“ í afkomu veiðanna. Nú kemur ljós að tekjur af veiðileyfagjaldinu verða á næsta ári lægri en sá kostnaður sem ráðherra sjálfur metur að skattgreiðendur verða fyrir vegna þjónustu hins opinbera gagnvart útgerðinni. Þar með er hlutdeild þjóðarinnar orðin að engu í tekjum af veiðileyfagjaldi. Veiðileyfagjald er gjald fyrir aðgang að einum bestu fiskimiðum jarðar sem eru samkvæmt lögum í eigu þjóðarinnar en ekki í eigu útgerðarinnar. Sérhver maður áttar sig á því hversu einkennilegt það er, þegar laxveiðimenn munu greiða meira fyrir sín veiðileyfi á næsta ári en stórútgerðarmenn. Allir sjá fáránleikann í því að veiðileyfagjaldið verður á næsta ári lægra en tóbaksgjaldið.11 milljarðar verða að 5 milljörðum Þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum var veiðileyfagjaldið rúmir 11 milljarðar. Þegar núverandi fjárlagafrumvarp var lagt fram, fyrir einungis tveimur mánuðum, átti veiðileyfagjald næsta árs að vera 7 milljarðar kr. En samkvæmt nýju skjali frá ríkisstjórnarflokkunum sem heitir beinlínis: „Tillögur til breytinga á tekjuhlið fjárlaga“ er gert ráð fyrir að veiðileyfagjaldið verði 5 milljarða kr. Þetta er lækkun sama hvað þingmenn stjórnarflokkanna kalla það. Það er sláandi staðreynd að upphæð veiðileyfagjalds hefur lækkað um meira en helming síðan þessi ríkisstjórn tók við.Hverjir breyttu reglunum? Sagt er að veiðileyfagjald sé lægra nú vegna þess að lög kveða á um það. Gott og vel. Hverjir breyttu lögunum til að útgerðarmenn myndu greiða lægra veiðileyfagjald? Jú, það var núverandi ríkisstjórn undir forustu Katrínar Jakobsdóttur. Þetta var eitt það fyrsta sem núverandi ríkisstjórn gerði. Samfylkingin sagði á sínum tíma að þessar breytingar myndu þýða lækkun veiðileyfagjalds. Sama sagði ASÍ og fleiri umsagnaraðilar. Það eru fátækleg rök að benda á að veiðileyfagjaldið hefði verið enn lægra ef breytingar hefðu ekki verið gerðar. Að lagfæra gallað kerfi með öðrum galla er ekkert sérstaklega skynsamlegt.Snýst um prinsipp Auðvitað vil ég að íslenskum sjávarútvegi vegni vel og mikilvægt að afkoma hans sé góð. En sjávarútvegurinn er aflögufær um hærri veiðileyfagjöld. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki högnuðust um tæpa 30 milljarða árið 2018 og arðgreiðslur í vasa útgerðarmanna voru þá yfir 12 milljarða. Frá árinu 2010 hafa arðgreiðslur til útgerðarmanna verið um 100 milljarðar kr. Hagur sjávarútvegsins, það er aukið eigið fé og arðgreiðslur, hefur batnað um 450 milljarða króna á einum áratug. Veiðileyfagjaldið sem er gjald fyrir að veiða hina sameiginlega auðlind, sem bjó til þennan hagnað útgerðarinnar, var einungis lítill hluti þessa mikla hagnaðar. Hagnaður eins manns, Þorsteins í Samherja, var í fyrra hærri en öll fyrirhuguð veiðileyfagjöld ríkistjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Því til viðbótar sjáum við að 1% landsmanna á meiri hreinar eignir en 80% landsmanna og yfir 40% af nýjum auð sem hefur myndast á Íslandi síðan 2010 hefur endað hjá ríkustu 10% landsmanna. Stór hluti af þessu fólki eru stórútgerðarmenn, þökk sé skattastefnu Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar. Það er sérstaklega athyglisvert að ríkisstjórnin setur nú í forgang á Alþingi að afnema stimpilgjöld af kaupum á stórum skipum. Á meðan er almenningur látinn greiða sín stimpilgjöld, til dæmis á húsnæði, sem bitnar sérstaklega á ungu fólki. Með afnámi stimpilgjalds á stórum skipum á enn og aftur að lækka gjöld á útgerðarmönnum. Hagsmunagæslan fyrir stórútgerðina verður ekki augljósari.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.Greinin hefur verið uppfærð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ágúst Ólafur Ágústsson Sjávarútvegur Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum á veiðileyfagjald annars vegar að mæta þeim kostnaði sem hið opinbera verður vegna sjávarútvegsins og hins vegar á það að tryggja þjóðinni „beina og sýnilega hlutdeild“ í afkomu veiðanna. Nú kemur ljós að tekjur af veiðileyfagjaldinu verða á næsta ári lægri en sá kostnaður sem ráðherra sjálfur metur að skattgreiðendur verða fyrir vegna þjónustu hins opinbera gagnvart útgerðinni. Þar með er hlutdeild þjóðarinnar orðin að engu í tekjum af veiðileyfagjaldi. Veiðileyfagjald er gjald fyrir aðgang að einum bestu fiskimiðum jarðar sem eru samkvæmt lögum í eigu þjóðarinnar en ekki í eigu útgerðarinnar. Sérhver maður áttar sig á því hversu einkennilegt það er, þegar laxveiðimenn munu greiða meira fyrir sín veiðileyfi á næsta ári en stórútgerðarmenn. Allir sjá fáránleikann í því að veiðileyfagjaldið verður á næsta ári lægra en tóbaksgjaldið.11 milljarðar verða að 5 milljörðum Þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum var veiðileyfagjaldið rúmir 11 milljarðar. Þegar núverandi fjárlagafrumvarp var lagt fram, fyrir einungis tveimur mánuðum, átti veiðileyfagjald næsta árs að vera 7 milljarðar kr. En samkvæmt nýju skjali frá ríkisstjórnarflokkunum sem heitir beinlínis: „Tillögur til breytinga á tekjuhlið fjárlaga“ er gert ráð fyrir að veiðileyfagjaldið verði 5 milljarða kr. Þetta er lækkun sama hvað þingmenn stjórnarflokkanna kalla það. Það er sláandi staðreynd að upphæð veiðileyfagjalds hefur lækkað um meira en helming síðan þessi ríkisstjórn tók við.Hverjir breyttu reglunum? Sagt er að veiðileyfagjald sé lægra nú vegna þess að lög kveða á um það. Gott og vel. Hverjir breyttu lögunum til að útgerðarmenn myndu greiða lægra veiðileyfagjald? Jú, það var núverandi ríkisstjórn undir forustu Katrínar Jakobsdóttur. Þetta var eitt það fyrsta sem núverandi ríkisstjórn gerði. Samfylkingin sagði á sínum tíma að þessar breytingar myndu þýða lækkun veiðileyfagjalds. Sama sagði ASÍ og fleiri umsagnaraðilar. Það eru fátækleg rök að benda á að veiðileyfagjaldið hefði verið enn lægra ef breytingar hefðu ekki verið gerðar. Að lagfæra gallað kerfi með öðrum galla er ekkert sérstaklega skynsamlegt.Snýst um prinsipp Auðvitað vil ég að íslenskum sjávarútvegi vegni vel og mikilvægt að afkoma hans sé góð. En sjávarútvegurinn er aflögufær um hærri veiðileyfagjöld. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki högnuðust um tæpa 30 milljarða árið 2018 og arðgreiðslur í vasa útgerðarmanna voru þá yfir 12 milljarða. Frá árinu 2010 hafa arðgreiðslur til útgerðarmanna verið um 100 milljarðar kr. Hagur sjávarútvegsins, það er aukið eigið fé og arðgreiðslur, hefur batnað um 450 milljarða króna á einum áratug. Veiðileyfagjaldið sem er gjald fyrir að veiða hina sameiginlega auðlind, sem bjó til þennan hagnað útgerðarinnar, var einungis lítill hluti þessa mikla hagnaðar. Hagnaður eins manns, Þorsteins í Samherja, var í fyrra hærri en öll fyrirhuguð veiðileyfagjöld ríkistjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Því til viðbótar sjáum við að 1% landsmanna á meiri hreinar eignir en 80% landsmanna og yfir 40% af nýjum auð sem hefur myndast á Íslandi síðan 2010 hefur endað hjá ríkustu 10% landsmanna. Stór hluti af þessu fólki eru stórútgerðarmenn, þökk sé skattastefnu Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar. Það er sérstaklega athyglisvert að ríkisstjórnin setur nú í forgang á Alþingi að afnema stimpilgjöld af kaupum á stórum skipum. Á meðan er almenningur látinn greiða sín stimpilgjöld, til dæmis á húsnæði, sem bitnar sérstaklega á ungu fólki. Með afnámi stimpilgjalds á stórum skipum á enn og aftur að lækka gjöld á útgerðarmönnum. Hagsmunagæslan fyrir stórútgerðina verður ekki augljósari.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.Greinin hefur verið uppfærð.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar