Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ekki trúverðug Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 12:00 Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í hverfinu með því að skapa mikla umferðarteppu í morgun. Vísir/Egill Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í hverfinu með því að skapa mikla umferðarteppu í morgun. Formaður foreldrafélagsins segir loforð borgaryfirvalda um samgöngubætur ekki trúverðug. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur mun á fundi sínum í dag taka afstöðu til tillögu sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað. Áformin hafa mætt verulegri andstöðu hjá stórum hluta foreldra í hverfinu sem blésu til mótmæla í morgun þar sem þeir settust upp í bílana sína og sköpuðu talsverða umferðarteppu á helstu götum milli Engja-, Víkur- og Staðahverfis. Sævar Reykjalín Sigurðarson er formaður foreldrafélags Kelduskóla.Sjá einnig: Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma í morgunSævar Reykjalín Sigurðarson er formaður foreldrafélags Kelduskóla.„Við foreldrar og íbúar í Staða- og Víkurhverfi í Grafarvogi erum í raun og veru bara að sýna þeim sem stjórna í borginni hvernig umferðin mun vera þegar þessar skólabreytingar ganga í garð. Það mun bara auka akstur hér í hverfunum til muna sem verður bara mun hættulegra fyrir börnin og eins og sjá má hér í kring um okkur þá er eiginlega allt stopp því að fólk mun keyra börnin sín í skólann því að skólaakstur mun halda áfram að klikka eins og hann hefur gert undanfarin ár,“ segir Sævar. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að tryggðar verði samgöngubætur til að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi. Þá verði börnum boðið upp á skólaakstur eða ókeypis strætókort. Með breytingunum er gert ráð fyrir að sparist um 200 milljónir á ári. Aðspurður segir Sævar að loforð borgarinnar um samgöngubætur breyti engu um afstöðu hans og annara foreldra. „Þeim var heitið 2008 og 2012 og eins og þið sjáið kannski á myndum hér þá eru engar þveranir, það eru engar merktar gangbrautir, það eru engin gönguljós, og ef sagan getur gefið manni eitthvað til kynna þá þýðir það að það mun aldrei verða, ekki frekar en fyrri daginn,“ segir Sævar. Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðrar skólalokunar Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 11. nóvember 2019 20:30 Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma Tilkynnt var í gær að foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi hugðust grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 12. nóvember 2019 10:02 Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í hverfinu með því að skapa mikla umferðarteppu í morgun. Formaður foreldrafélagsins segir loforð borgaryfirvalda um samgöngubætur ekki trúverðug. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur mun á fundi sínum í dag taka afstöðu til tillögu sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað. Áformin hafa mætt verulegri andstöðu hjá stórum hluta foreldra í hverfinu sem blésu til mótmæla í morgun þar sem þeir settust upp í bílana sína og sköpuðu talsverða umferðarteppu á helstu götum milli Engja-, Víkur- og Staðahverfis. Sævar Reykjalín Sigurðarson er formaður foreldrafélags Kelduskóla.Sjá einnig: Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma í morgunSævar Reykjalín Sigurðarson er formaður foreldrafélags Kelduskóla.„Við foreldrar og íbúar í Staða- og Víkurhverfi í Grafarvogi erum í raun og veru bara að sýna þeim sem stjórna í borginni hvernig umferðin mun vera þegar þessar skólabreytingar ganga í garð. Það mun bara auka akstur hér í hverfunum til muna sem verður bara mun hættulegra fyrir börnin og eins og sjá má hér í kring um okkur þá er eiginlega allt stopp því að fólk mun keyra börnin sín í skólann því að skólaakstur mun halda áfram að klikka eins og hann hefur gert undanfarin ár,“ segir Sævar. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að tryggðar verði samgöngubætur til að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi. Þá verði börnum boðið upp á skólaakstur eða ókeypis strætókort. Með breytingunum er gert ráð fyrir að sparist um 200 milljónir á ári. Aðspurður segir Sævar að loforð borgarinnar um samgöngubætur breyti engu um afstöðu hans og annara foreldra. „Þeim var heitið 2008 og 2012 og eins og þið sjáið kannski á myndum hér þá eru engar þveranir, það eru engar merktar gangbrautir, það eru engin gönguljós, og ef sagan getur gefið manni eitthvað til kynna þá þýðir það að það mun aldrei verða, ekki frekar en fyrri daginn,“ segir Sævar.
Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðrar skólalokunar Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 11. nóvember 2019 20:30 Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma Tilkynnt var í gær að foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi hugðust grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 12. nóvember 2019 10:02 Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
Foreldrar grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðrar skólalokunar Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 11. nóvember 2019 20:30
Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma Tilkynnt var í gær að foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi hugðust grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 12. nóvember 2019 10:02
Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00